Fréttir Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Átta ökumenn eiga yfir höfði sér sviptingu ökuréttinda, auk sektar, og 246 ökumenn til viðbótar von á sekt vegna hraðaksturs við framkvæmdasvæði hjá Kringlumýrarbraut á vegarkafla á milli Háaleitisbrautar og Miklubrautar á móts við Bólstaðarhlíð. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 8.7.2025 14:20 Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Múmínturninn er nú tilbúinn til notkunar á leiksvæði Skógræktar Eyfirðinga í Kjarnaskógi. Uppsetningu á turninum lauk fyrir helgi. Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktar Eyfirðinga, segir leiktækin hafa verið afar vinsæl frá því að þau voru tekin í notkun, meðal ungra og aldna. Innlent 8.7.2025 14:02 Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Þrír karlmenn, á sextugs- og sjötugsaldri, hafa verið ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að smygla rétt rúmum þremur kílóum af kókaíni til landsins frá Spáni í apríl á þessu ári. Þeim er gefið að sök að smygla efnunum, hvers styrkleiki hafi verið á bilinu 78 til 80 prósent, í þremur pottum frá Spáni til Íslands. Innlent 8.7.2025 13:41 Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Talsmaður stjórvalda í Kreml segir fréttir af dauða fyrrverandi samgönguráðherra Rússlands sorglegar en vill ekki tjá sig um hvernig hann bar að. Yfirvöld segja að ráðherrann virðist hafa svipt sig lífi skömmu eftir að hann var rekinn úr embætti. Erlent 8.7.2025 13:33 Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna „Auschwitz var ekki mannúðarborg, við skulum orða það þannig,“ segir Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Fram kom í fréttum í morgun að Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísraels, hafi fyrirskipað hernum að undirbúa flóttamannabúðir, eða „mannúðarborg“ eins og hann kallar það, á rústum Rafah-borgar á Gasa. Innlent 8.7.2025 13:26 Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Þrír menn hafa verið sakfelldir í Lundúnum fyrir að hafa kveikt í fyrirtækjum með tengsl við Úkraínu fyrir hönd rússneska málaliðahópsins Wagner. Erlent 8.7.2025 12:59 Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segist ekki hafa áhyggjur af fylgistapi flokksins í könnun Maskínu. Íbúar borgarinnar hafi gleymt því að hlutirnir geti verið betri en þeir eru. Innlent 8.7.2025 12:11 Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Aðeins þrír þingmenn greiddu atkvæði með dagskrártillögu stjórnarandstöðunnar við upphaf þingfundar og var hún því kolfelld. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir dagskrárvaldið hjá meirihlutanum, óháð fjölda stjórnarandstöðuþingmanna. Innlent 8.7.2025 12:11 „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Rektor Háskólans á Akureyri segir vanfjármögnun háskólakerfisins sníða skólanum þrengri stakk í að mennta þá sem sækja nám í skólanum. Hún skilur sjónarmið nemenda en segir að skráningargjöldin virðist vera þau einu sem ekki megi snerta. Innlent 8.7.2025 12:00 Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki upptekinn af áhrifum framgöngu stjórnarandstöðuflokkanna á fylgi þeirra. Aðeins þrír þingmenn stjórnarandstöðunnar greiddu atkvæði með dagskrártillögu við upphaf þingfundar og var hún því kolfelld. Innlent 8.7.2025 11:36 Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga vill að við gerð svæðisskipulags Suðurnesja fyrir tímabilið 2024 til 2040 verði tekið jákvætt í tillögu starfshóps innviðaráðuneytis um að svæði í Hvassahrauni verði tekið frá undir framtíðarflugvallarstæði. Þetta var samþykkt á fundi bæjarráðs síðastliðinn miðvikudag. Innlent 8.7.2025 11:22 Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Bæjarstjóri Sjálfstæðisflokksins í Ölfusi leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 sem mögulega lausn á ágreiningi stjórnar og stjórnarandstöðu um þinglok. Hægt væri að kjósa um hana samhliða þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Innlent 8.7.2025 11:07 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Karlmaður hefur verið ákærður fyrir stórfellda líkamsárás og stórfellt brot í nánu sambandi sem eru sögð hafa beinst að fyrrverandi sambýliskonu sinni og barnungum syni þeirra. Innlent 8.7.2025 11:03 Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Flugvél Play, sem var í leiguflugi fyrir pólska ferðaskrifstofu, var snúið við til lendingar skömmu eftir flugtak frá Katowice í Póllandi eftir að hafa lent í hagléli sem olli töluverðum skemmdum. Innlent 8.7.2025 10:29 Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Ráðist var á lögreglumann á sextugsaldri á goslokahátíðinni í Vestmannaeyjum á aðfaranótt sunnudags. Árásin var alvarleg að sögn yfirlögregluþjóns og var hann fluttur á sjúkrahús. Innlent 8.7.2025 09:16 Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins varði samskipti sín við forstjóra lyfjarisans Pfizer í kórónuveirufaraldrinum þegar hann kom fyrir Evrópuþingið í gær. Það var í fyrsta skipti sem forsetinn varði sig opinberlega eftir að framkvæmdastjórnin var talin hafa brotið stjórnsýslureglur þegar hún neitaði að afhenda textaskilaboðin í vor. Erlent 8.7.2025 08:55 Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Stjórnvöld á Bretlandseyjum hyggjast gera breytingar á vinnuverndarlöggjöfinni, sem munu gera það að verkum að vinnuveitendur geta ekki lengur múlbundið starfsmenn sína með því að láta þá undirrita trúnaðarsamning. Erlent 8.7.2025 08:48 Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Alls höfðu um 1.300 verið greindir með mislinga í Bandaríkjunum síðasta föstudag og hafa tilfellin ekki verið svo mörg í 33 ár. Árið 2000 var því lýst yfir að búið væri að útrýma sjúkdómnum í Bandaríkjunum. Auðvelt er að koma í veg fyrir að fólk fái sjúkdóminn með bóluefni. Erlent 8.7.2025 08:04 Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Varnarmálaráðherra Ísrael, Israel Katz, segist hafa fyrirskipað hernum að undirbúa flóttamannabúðir, eða „mannúðarborg“ eins og hann kallar það, á rústum Rafah-borgar á Gasa. Erlent 8.7.2025 07:48 Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu um hvort og þá hvaða ráðagerðir séu uppi til að vinna bug á þeim vanda sem Útlendingastofnun virðist eiga við að etja við afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt. Innlent 8.7.2025 07:26 Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri Lögreglan leitar að 75 ára konu með heilabilun á Akureyri. Hún er talin hafa farið út úr húsi á miðbæjarsvæðinu um fjögurleytið í nótt. Innlent 8.7.2025 07:17 „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Í dag leggja þau María Björk Guðnadóttir, Mikael Máni Elínarson, Kristín Guðrún Ólafsdóttir og Ragnheiður Bríet Luckas Eddudóttir af stað í langt ferðalag til Páskaeyju. Ferðina fara þau fyrir Kristian Helga, bróður Mikaels Mána, sem lést í apríl á þessu ári, og móður þeirra, Elínu Hrund Guðnadóttur, sem lést í fyrra. Kristian Helgi og Elín Hrund létust bæði úr séríslenska arfgenga sjúkdómnum, Arfgengri heilablæðingu. Innlent 8.7.2025 07:03 Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Greint var frá því í gær að Bandaríkjamenn hygðust leggja 25 prósent toll á allar vörur frá Japan og Suður-Kóreu, nánum bandamönnum, 30 prósent toll á vörur frá Suður-Afríku og 36 prósent toll á vörur frá Taílandi. Erlent 8.7.2025 06:57 Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Þingfundi var slitið klukkan ellefu mínútur yfir eitt í nótt, eftir langar og strangar umræður um veiðigjaldið. Innlent 8.7.2025 06:45 Einu verslun Þingeyringa lokað Einu verslun Þingeyringa verður lokað að öllu óbreyttu um mánaðamótin. Um ræðir sjoppuna Hammonu sem selur matvæli og ýmislegt nytsamlegt. Eiganda verslunarinnar bauðst starf í vegavinnu. Innlent 8.7.2025 06:44 Rigning í Reykjavík en hlýtt og gott fyrir austan Dálítil væta verður í dag og bætir í úrkomu síðdegis en að mestu þurrt um landið austanvert fram á kvöld. Hiti er á bilinu tíu til tuttugu stig og hlýjast á Norðaustur- og Austurlandi. Veður 8.7.2025 06:28 „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi frá því í gær að Bandaríkjamenn myndu halda áfram að sjá Úkraínumönnum fyrir vopnum, þrátt fyrir að varnarmálaráðuneytið hefði tilkynnt fyrir helgi að hlé yrði gert á sendingunum. Erlent 8.7.2025 06:28 Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Aldrei hafa fleiri umsóknir borist um nám í lögreglufræði fyrir verðandi lögreglumenn við Háskólann á Akureyri. Alls bárust 250 umsóknir. Inntökupróf stóðu yfir mestallan apríl mánuð. Innlent 8.7.2025 06:21 Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Skipstjóri var handtekinn í gærkvöldi þegar hann kom í höfn í Reykjavík. Innlent 8.7.2025 06:10 Yfir hundrað látnir í Texas Tala látinna í hamfaraflóðunum í Texas í Bandaríkjunum um liðna helgi hefur náð 104, þar af eru 28 börn. Á fimmta tug er enn saknað, þar á meðal stúlkna sem dvöldu í sumarbúðum í Kerr-sýslu í miðhluta ríkisins. Erlent 7.7.2025 23:57 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 … 334 ›
Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Átta ökumenn eiga yfir höfði sér sviptingu ökuréttinda, auk sektar, og 246 ökumenn til viðbótar von á sekt vegna hraðaksturs við framkvæmdasvæði hjá Kringlumýrarbraut á vegarkafla á milli Háaleitisbrautar og Miklubrautar á móts við Bólstaðarhlíð. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 8.7.2025 14:20
Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Múmínturninn er nú tilbúinn til notkunar á leiksvæði Skógræktar Eyfirðinga í Kjarnaskógi. Uppsetningu á turninum lauk fyrir helgi. Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktar Eyfirðinga, segir leiktækin hafa verið afar vinsæl frá því að þau voru tekin í notkun, meðal ungra og aldna. Innlent 8.7.2025 14:02
Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Þrír karlmenn, á sextugs- og sjötugsaldri, hafa verið ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að smygla rétt rúmum þremur kílóum af kókaíni til landsins frá Spáni í apríl á þessu ári. Þeim er gefið að sök að smygla efnunum, hvers styrkleiki hafi verið á bilinu 78 til 80 prósent, í þremur pottum frá Spáni til Íslands. Innlent 8.7.2025 13:41
Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Talsmaður stjórvalda í Kreml segir fréttir af dauða fyrrverandi samgönguráðherra Rússlands sorglegar en vill ekki tjá sig um hvernig hann bar að. Yfirvöld segja að ráðherrann virðist hafa svipt sig lífi skömmu eftir að hann var rekinn úr embætti. Erlent 8.7.2025 13:33
Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna „Auschwitz var ekki mannúðarborg, við skulum orða það þannig,“ segir Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Fram kom í fréttum í morgun að Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísraels, hafi fyrirskipað hernum að undirbúa flóttamannabúðir, eða „mannúðarborg“ eins og hann kallar það, á rústum Rafah-borgar á Gasa. Innlent 8.7.2025 13:26
Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Þrír menn hafa verið sakfelldir í Lundúnum fyrir að hafa kveikt í fyrirtækjum með tengsl við Úkraínu fyrir hönd rússneska málaliðahópsins Wagner. Erlent 8.7.2025 12:59
Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segist ekki hafa áhyggjur af fylgistapi flokksins í könnun Maskínu. Íbúar borgarinnar hafi gleymt því að hlutirnir geti verið betri en þeir eru. Innlent 8.7.2025 12:11
Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Aðeins þrír þingmenn greiddu atkvæði með dagskrártillögu stjórnarandstöðunnar við upphaf þingfundar og var hún því kolfelld. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir dagskrárvaldið hjá meirihlutanum, óháð fjölda stjórnarandstöðuþingmanna. Innlent 8.7.2025 12:11
„Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Rektor Háskólans á Akureyri segir vanfjármögnun háskólakerfisins sníða skólanum þrengri stakk í að mennta þá sem sækja nám í skólanum. Hún skilur sjónarmið nemenda en segir að skráningargjöldin virðist vera þau einu sem ekki megi snerta. Innlent 8.7.2025 12:00
Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki upptekinn af áhrifum framgöngu stjórnarandstöðuflokkanna á fylgi þeirra. Aðeins þrír þingmenn stjórnarandstöðunnar greiddu atkvæði með dagskrártillögu við upphaf þingfundar og var hún því kolfelld. Innlent 8.7.2025 11:36
Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga vill að við gerð svæðisskipulags Suðurnesja fyrir tímabilið 2024 til 2040 verði tekið jákvætt í tillögu starfshóps innviðaráðuneytis um að svæði í Hvassahrauni verði tekið frá undir framtíðarflugvallarstæði. Þetta var samþykkt á fundi bæjarráðs síðastliðinn miðvikudag. Innlent 8.7.2025 11:22
Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Bæjarstjóri Sjálfstæðisflokksins í Ölfusi leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 sem mögulega lausn á ágreiningi stjórnar og stjórnarandstöðu um þinglok. Hægt væri að kjósa um hana samhliða þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Innlent 8.7.2025 11:07
Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Karlmaður hefur verið ákærður fyrir stórfellda líkamsárás og stórfellt brot í nánu sambandi sem eru sögð hafa beinst að fyrrverandi sambýliskonu sinni og barnungum syni þeirra. Innlent 8.7.2025 11:03
Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Flugvél Play, sem var í leiguflugi fyrir pólska ferðaskrifstofu, var snúið við til lendingar skömmu eftir flugtak frá Katowice í Póllandi eftir að hafa lent í hagléli sem olli töluverðum skemmdum. Innlent 8.7.2025 10:29
Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Ráðist var á lögreglumann á sextugsaldri á goslokahátíðinni í Vestmannaeyjum á aðfaranótt sunnudags. Árásin var alvarleg að sögn yfirlögregluþjóns og var hann fluttur á sjúkrahús. Innlent 8.7.2025 09:16
Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins varði samskipti sín við forstjóra lyfjarisans Pfizer í kórónuveirufaraldrinum þegar hann kom fyrir Evrópuþingið í gær. Það var í fyrsta skipti sem forsetinn varði sig opinberlega eftir að framkvæmdastjórnin var talin hafa brotið stjórnsýslureglur þegar hún neitaði að afhenda textaskilaboðin í vor. Erlent 8.7.2025 08:55
Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Stjórnvöld á Bretlandseyjum hyggjast gera breytingar á vinnuverndarlöggjöfinni, sem munu gera það að verkum að vinnuveitendur geta ekki lengur múlbundið starfsmenn sína með því að láta þá undirrita trúnaðarsamning. Erlent 8.7.2025 08:48
Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Alls höfðu um 1.300 verið greindir með mislinga í Bandaríkjunum síðasta föstudag og hafa tilfellin ekki verið svo mörg í 33 ár. Árið 2000 var því lýst yfir að búið væri að útrýma sjúkdómnum í Bandaríkjunum. Auðvelt er að koma í veg fyrir að fólk fái sjúkdóminn með bóluefni. Erlent 8.7.2025 08:04
Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Varnarmálaráðherra Ísrael, Israel Katz, segist hafa fyrirskipað hernum að undirbúa flóttamannabúðir, eða „mannúðarborg“ eins og hann kallar það, á rústum Rafah-borgar á Gasa. Erlent 8.7.2025 07:48
Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu um hvort og þá hvaða ráðagerðir séu uppi til að vinna bug á þeim vanda sem Útlendingastofnun virðist eiga við að etja við afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt. Innlent 8.7.2025 07:26
Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri Lögreglan leitar að 75 ára konu með heilabilun á Akureyri. Hún er talin hafa farið út úr húsi á miðbæjarsvæðinu um fjögurleytið í nótt. Innlent 8.7.2025 07:17
„Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Í dag leggja þau María Björk Guðnadóttir, Mikael Máni Elínarson, Kristín Guðrún Ólafsdóttir og Ragnheiður Bríet Luckas Eddudóttir af stað í langt ferðalag til Páskaeyju. Ferðina fara þau fyrir Kristian Helga, bróður Mikaels Mána, sem lést í apríl á þessu ári, og móður þeirra, Elínu Hrund Guðnadóttur, sem lést í fyrra. Kristian Helgi og Elín Hrund létust bæði úr séríslenska arfgenga sjúkdómnum, Arfgengri heilablæðingu. Innlent 8.7.2025 07:03
Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Greint var frá því í gær að Bandaríkjamenn hygðust leggja 25 prósent toll á allar vörur frá Japan og Suður-Kóreu, nánum bandamönnum, 30 prósent toll á vörur frá Suður-Afríku og 36 prósent toll á vörur frá Taílandi. Erlent 8.7.2025 06:57
Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Þingfundi var slitið klukkan ellefu mínútur yfir eitt í nótt, eftir langar og strangar umræður um veiðigjaldið. Innlent 8.7.2025 06:45
Einu verslun Þingeyringa lokað Einu verslun Þingeyringa verður lokað að öllu óbreyttu um mánaðamótin. Um ræðir sjoppuna Hammonu sem selur matvæli og ýmislegt nytsamlegt. Eiganda verslunarinnar bauðst starf í vegavinnu. Innlent 8.7.2025 06:44
Rigning í Reykjavík en hlýtt og gott fyrir austan Dálítil væta verður í dag og bætir í úrkomu síðdegis en að mestu þurrt um landið austanvert fram á kvöld. Hiti er á bilinu tíu til tuttugu stig og hlýjast á Norðaustur- og Austurlandi. Veður 8.7.2025 06:28
„Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi frá því í gær að Bandaríkjamenn myndu halda áfram að sjá Úkraínumönnum fyrir vopnum, þrátt fyrir að varnarmálaráðuneytið hefði tilkynnt fyrir helgi að hlé yrði gert á sendingunum. Erlent 8.7.2025 06:28
Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Aldrei hafa fleiri umsóknir borist um nám í lögreglufræði fyrir verðandi lögreglumenn við Háskólann á Akureyri. Alls bárust 250 umsóknir. Inntökupróf stóðu yfir mestallan apríl mánuð. Innlent 8.7.2025 06:21
Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Skipstjóri var handtekinn í gærkvöldi þegar hann kom í höfn í Reykjavík. Innlent 8.7.2025 06:10
Yfir hundrað látnir í Texas Tala látinna í hamfaraflóðunum í Texas í Bandaríkjunum um liðna helgi hefur náð 104, þar af eru 28 börn. Á fimmta tug er enn saknað, þar á meðal stúlkna sem dvöldu í sumarbúðum í Kerr-sýslu í miðhluta ríkisins. Erlent 7.7.2025 23:57