Fréttir Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Það er mikilægt að fagna litlu sigrunum og því var sett upp áfangabjalla á Barnaspítala Hringsins. Deildarstjóri segir bjölluna eitthvað fyrir krakkana til að hlakka til. Innlent 27.5.2025 21:02 Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Sári Morg Gergö, var sofandi þegar eldur kviknaði í íbúð hans að Hjarðarhaga í síðustu viku. Hann komst lífs af, en þurfti að brjóta rúðu til að komast út og hlaut mikla áverka. Hann jafnar sig nú af sárum sínum á Landspítanum. Hann telur að meðleigjandi sinn hafi kveikt í. Innlent 27.5.2025 18:47 Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Formaður Framsýnar á Húsavík segir fyrirhugaða lokun kísilversins á Bakka reiðarslag fyrir samfélagið. Hann segir með ólíkindum að íslenskir framleiðendur skuli kaupa ódýran kínverskan kísil í stað íslenskrar framleiðslu. Rætt verður við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 27.5.2025 18:10 „Hann er að leika sér að eldinum!“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður ósáttur við Vladimír Pútín, kollega sinn í Rússlandi, vegna ítrekaðra árása Rússa á borgir og bæi Úkraínu. Þá segist hann íhuga frekari refsiaðgerðir gegn Rússlandi en það hefur hann sagt áður án þess að grípa til aðgerða. Trump taldi að gott samband sitt við Pútín myndi duga til. Erlent 27.5.2025 16:11 Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Maðurinn sem sakaður er um að hafa ekið inn í þvögu fólks í Liverpool í Englandi í gær, hefur verið formlega handtekinn. Hann er sakaður um morðtilraun og fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Erlent 27.5.2025 15:55 Erfiðast að læra íslenskuna Þrjár stelpur sem allar fengu verðlaun fyrir framúrskarandi námsárangur í Fjölbrautarskólanum í Ármúla og eru nýbúnar að læra íslensku stefna allar á nám við sama háskólann. Þær segja vináttuna hafa gefið sér margt og segjast stoltar af því að tala íslensku. Innlent 27.5.2025 15:16 Náðar spilltan fógeta Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gær að hann ætlaði sér að náða fógeta sem dæmdur var í tíu ára fangelsi fyrir mútuþægni og annarskonar spillingu. Forsetinn segir fógetann spillta hafa verið ofsóttan af öfgamönnum í dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Erlent 27.5.2025 14:06 Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Skóla- og frístundaráð samþykkti á fundi sínum í vikunni að afnema lengri opnun ákveðinna leikskóla til klukkan 17. Vísað var til lítillar nýtingar og kostnaðar vegna úrræðisins. Eftir breytinguna verða allir leikskólar opnir frá klukkan 7.30 til 16.30. Breytingin tekur gildi í september. Innlent 27.5.2025 13:44 Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Mikil gleði ríkti í Háskólabíó síðastliðinn föstudag þegar 209 nýstúdentar voru brautskráðir frá Kvennaskólanum við hátíðlega athöfn. Dúx skólans var Grímur Gunnhildarson Einarsson með einkunnina 9,69 en þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem dúx kemur af félagsvísindabraut. Innlent 27.5.2025 13:41 Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands David Lammy, utanríkisráðherra Bretlands, kemur til Íslands á fimmtudag í stutta vinnuheimsókn ásamt sendinefnd. Hann mun funda með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. Innlent 27.5.2025 13:09 Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Eldur kviknaði í hjólhýsi fyrir utan einbýlishús í Lundahverfi í Garðabæ laust fyrir klukkan 13. Slökkvilið hefur náð tökum á eldinum. Innlent 27.5.2025 13:07 Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína „Lífsánægja íslenskra ungmenna minnkaði um 6 prósent frá 2018 til 2022 sem eru þau ár sem skýrslan skoðar. Mælingin endurspeglar marga þætti eins og félagsleg tengsl, stuðning frá foreldrum, einelti og upplifun ungmenna á skólum. Niðurstöður gefa því góða vísbendingu um almenna líðan 15 ára ungmenna,“ segir Inger Erla Thomsen, sérfræðingur í málsvarastarfi UNICEF á Íslandi. Innlent 27.5.2025 13:06 Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Uppreisn, ungliðahreyfing Viðreisnar, hélt sitt árlega Landsþing 17. maí síðastliðinn, kaus þar nýja framkvæmdastjórn og ályktaði gegn áformum ríkisstjórnarinnar um afnám samsköttunar. Innlent 27.5.2025 13:06 Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Flugvélin sem lent var á Suðurlandsvegi í gærkvöldi er sú sama og samband rofnaði við þegar verið var að fljúga henni frá Grænlandi í gær. Landhelgisgæslan lýsti yfir óvissustigi vegna flugvélarinnar eftir að flugmaður hennar hafði ekki samband við flugumferðarstjórn á tilteknum tíma, svaraði ekki kalli og flugvélin sást ekki á ratsjám. Innlent 27.5.2025 12:19 Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur fundað með vararíkissaksóknara og lagt tillögur um lausn á hans málum á borðið. Hún tjáir sig ekki um það hvort ein tillagnanna hafi verið um að gera hann að vararíkislögreglustjóra og sú staða þannig endurvakin eftir fimmtán ára dvala. Innlent 27.5.2025 12:08 Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Gestur Pálmason, markþjálfi og fyrrverandi lögreglumaður, segist eiga skýrslur, trúnaðargögn, sem hann skrifaði sjálfur fyrir tíu árum. Hann bætist nú í hóp þeirra sem gagnrýna yfirstjórn lögreglumála hart en Úlfar Lúðvíksson fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum vandaði þeim sem fara fyrir löggæslumönnum ekki kveðjurnar. Innlent 27.5.2025 11:56 Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Aðeins helmingur landsmanna treysti íslenskum fjölmiðlum til að færa sér réttar upplýsingar og hlutlæga umfjöllun í tengslum við Alþingiskosningarnar í fyrra. Yfir sextíu prósent svarenda í könnun töldu sig hafa orðið vör við falsfréttir í aðdraganda kosninga, flestar frá stjórnmálaflokkunum sjálfum. Innlent 27.5.2025 11:45 Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Í hádegisfréttum fjöllum við um stöðuna á Húsavík en útlit er fyrir vinnslustöðvun í verksmiðju PCC Bakka í bænum. Innlent 27.5.2025 11:37 Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Finnska rannsóknarlögreglan rannsakar nú mannskætt þyrluslys sem varð fyrr í þessum mánuði sem manndráp af gáleysi. Fimm mannst fórust þegar tvær þyrlur rákust saman. Erlent 27.5.2025 11:22 Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Lögreglunni á Norðurlandi eystra barst í nótt tilkynning um heimilisofbeldi í heimahúsi á Húsavík. Fylgdi tilkynningunni að hnífi hefði verið beitt. Innlent 27.5.2025 11:08 Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista „Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum.“ Þannig hefst viðhorfsgrein eftir Kristján Blöndal sem titlar sig Warhammer Boss en hann vill ekki að nördum landsins sé líkt við Sósíalistaflokkinn. Innlent 27.5.2025 11:05 Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Íslensk móðir búsett í Texas í Bandaríkjunum er hugsi eftir að ungur piltur í blóma lífsins var skotinn til bana í útskriftarveislu um helgina en dóttir hennar var í veislunni. Hún veltir fyrir sér hvað verði til þess að börn og ungt fólk ákveði að vopnast þegar þau haldi úr húsi. Enginn hefur verið handtekinn vegna árásarinnar. Innlent 27.5.2025 10:55 Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Ný stjórn Evrópuhreyfingarinnar var kjörin á aðalfundi hreyfingarinnar 22. maí síðastliðinn. Magnús Árni Skjöld er nýr formaður hreyfingarinnar en í nýju stjórninni eru nokkrir fyrrverandi þingmenn, þar á meðal Helga Vala Helgadóttir og Helgi Hrafn Guðmundsson. Innlent 27.5.2025 10:12 Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar gefur lítið fyrir orð Guðmundar Hrafns Arngrímssonar formanns Leigjendasamtakanna og segir hann mótsagnakenndan. Innlent 27.5.2025 10:03 Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Íslenska ríkið var í dag sýknað af kröfum þriggja mótmælenda sem hlutu dóma fyrir setumótmæli í dómsmálaráðuneytinu árið 2019 í Mannréttindadómstóli Evrópu. Dómstóllinn taldi ríkið ekki hafa brotið gegn samkomufrelsi mótmælendanna. Innlent 27.5.2025 10:01 Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Meira en sextíu prósent svarenda í könnun á vegum Fjölmiðlanefndar töldu sig hafa orðið vör við að falsfréttum væri beitt til að hafa áhrif á niðurstöður alþingiskosninganna í fyrra. Aðeins rétt rúmur helmingur sagðist treysta fjölmiðlum. Innlent 27.5.2025 09:09 Margrét Hauksdóttir er látin Margrét Hauksdóttir, húsmóðir og fyrrverandi ráðherrafrú, varð bráðkvödd í sumarhúsi sínu á Hallandaengjum í Flóa í fyrradag, sjötíu ára að aldri. Hún lætur eftir sig eiginmanninn Guðna Ágústsson, dæturnar Brynju, Agnesi og Sigurbjörgu og sjö barnabörn. Innlent 27.5.2025 07:46 Víða skýjað, væta og hiti að þrettán stigum Veðurstofan gerir ráð fyrir breytilegri átt í dag, þremur til átta metrum á sekúndu, en norðvestantil er hins vegar spáð átta til þrettán metrum fram á kvöld. Veður 27.5.2025 07:10 Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna hefur sagt sig úr Sósíalistaflokknum. Hann hefur verið með flokknum frá upphafi og hefur stutt Gunnar Smára Egilsson fyrrverandi formann framkvæmdastjórnar. Hann var staddur á sögulegum aðalfundi þar sem þeir sem eldri voru var sópað út með miklu hópefli. Guðmundur Hrafn segir grasserandi illdeilur og óþol hafa haft yfirhöndina í Sósíalistaflokknum. Innlent 27.5.2025 07:00 Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra er sögð hafa boðið Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara að taka við embætti vararíkislögreglustjóra, sem ekki hefur verið skipað í frá 2010. Innlent 27.5.2025 06:45 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 … 334 ›
Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Það er mikilægt að fagna litlu sigrunum og því var sett upp áfangabjalla á Barnaspítala Hringsins. Deildarstjóri segir bjölluna eitthvað fyrir krakkana til að hlakka til. Innlent 27.5.2025 21:02
Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Sári Morg Gergö, var sofandi þegar eldur kviknaði í íbúð hans að Hjarðarhaga í síðustu viku. Hann komst lífs af, en þurfti að brjóta rúðu til að komast út og hlaut mikla áverka. Hann jafnar sig nú af sárum sínum á Landspítanum. Hann telur að meðleigjandi sinn hafi kveikt í. Innlent 27.5.2025 18:47
Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Formaður Framsýnar á Húsavík segir fyrirhugaða lokun kísilversins á Bakka reiðarslag fyrir samfélagið. Hann segir með ólíkindum að íslenskir framleiðendur skuli kaupa ódýran kínverskan kísil í stað íslenskrar framleiðslu. Rætt verður við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 27.5.2025 18:10
„Hann er að leika sér að eldinum!“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður ósáttur við Vladimír Pútín, kollega sinn í Rússlandi, vegna ítrekaðra árása Rússa á borgir og bæi Úkraínu. Þá segist hann íhuga frekari refsiaðgerðir gegn Rússlandi en það hefur hann sagt áður án þess að grípa til aðgerða. Trump taldi að gott samband sitt við Pútín myndi duga til. Erlent 27.5.2025 16:11
Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Maðurinn sem sakaður er um að hafa ekið inn í þvögu fólks í Liverpool í Englandi í gær, hefur verið formlega handtekinn. Hann er sakaður um morðtilraun og fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Erlent 27.5.2025 15:55
Erfiðast að læra íslenskuna Þrjár stelpur sem allar fengu verðlaun fyrir framúrskarandi námsárangur í Fjölbrautarskólanum í Ármúla og eru nýbúnar að læra íslensku stefna allar á nám við sama háskólann. Þær segja vináttuna hafa gefið sér margt og segjast stoltar af því að tala íslensku. Innlent 27.5.2025 15:16
Náðar spilltan fógeta Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gær að hann ætlaði sér að náða fógeta sem dæmdur var í tíu ára fangelsi fyrir mútuþægni og annarskonar spillingu. Forsetinn segir fógetann spillta hafa verið ofsóttan af öfgamönnum í dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Erlent 27.5.2025 14:06
Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Skóla- og frístundaráð samþykkti á fundi sínum í vikunni að afnema lengri opnun ákveðinna leikskóla til klukkan 17. Vísað var til lítillar nýtingar og kostnaðar vegna úrræðisins. Eftir breytinguna verða allir leikskólar opnir frá klukkan 7.30 til 16.30. Breytingin tekur gildi í september. Innlent 27.5.2025 13:44
Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Mikil gleði ríkti í Háskólabíó síðastliðinn föstudag þegar 209 nýstúdentar voru brautskráðir frá Kvennaskólanum við hátíðlega athöfn. Dúx skólans var Grímur Gunnhildarson Einarsson með einkunnina 9,69 en þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem dúx kemur af félagsvísindabraut. Innlent 27.5.2025 13:41
Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands David Lammy, utanríkisráðherra Bretlands, kemur til Íslands á fimmtudag í stutta vinnuheimsókn ásamt sendinefnd. Hann mun funda með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. Innlent 27.5.2025 13:09
Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Eldur kviknaði í hjólhýsi fyrir utan einbýlishús í Lundahverfi í Garðabæ laust fyrir klukkan 13. Slökkvilið hefur náð tökum á eldinum. Innlent 27.5.2025 13:07
Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína „Lífsánægja íslenskra ungmenna minnkaði um 6 prósent frá 2018 til 2022 sem eru þau ár sem skýrslan skoðar. Mælingin endurspeglar marga þætti eins og félagsleg tengsl, stuðning frá foreldrum, einelti og upplifun ungmenna á skólum. Niðurstöður gefa því góða vísbendingu um almenna líðan 15 ára ungmenna,“ segir Inger Erla Thomsen, sérfræðingur í málsvarastarfi UNICEF á Íslandi. Innlent 27.5.2025 13:06
Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Uppreisn, ungliðahreyfing Viðreisnar, hélt sitt árlega Landsþing 17. maí síðastliðinn, kaus þar nýja framkvæmdastjórn og ályktaði gegn áformum ríkisstjórnarinnar um afnám samsköttunar. Innlent 27.5.2025 13:06
Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Flugvélin sem lent var á Suðurlandsvegi í gærkvöldi er sú sama og samband rofnaði við þegar verið var að fljúga henni frá Grænlandi í gær. Landhelgisgæslan lýsti yfir óvissustigi vegna flugvélarinnar eftir að flugmaður hennar hafði ekki samband við flugumferðarstjórn á tilteknum tíma, svaraði ekki kalli og flugvélin sást ekki á ratsjám. Innlent 27.5.2025 12:19
Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur fundað með vararíkissaksóknara og lagt tillögur um lausn á hans málum á borðið. Hún tjáir sig ekki um það hvort ein tillagnanna hafi verið um að gera hann að vararíkislögreglustjóra og sú staða þannig endurvakin eftir fimmtán ára dvala. Innlent 27.5.2025 12:08
Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Gestur Pálmason, markþjálfi og fyrrverandi lögreglumaður, segist eiga skýrslur, trúnaðargögn, sem hann skrifaði sjálfur fyrir tíu árum. Hann bætist nú í hóp þeirra sem gagnrýna yfirstjórn lögreglumála hart en Úlfar Lúðvíksson fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum vandaði þeim sem fara fyrir löggæslumönnum ekki kveðjurnar. Innlent 27.5.2025 11:56
Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Aðeins helmingur landsmanna treysti íslenskum fjölmiðlum til að færa sér réttar upplýsingar og hlutlæga umfjöllun í tengslum við Alþingiskosningarnar í fyrra. Yfir sextíu prósent svarenda í könnun töldu sig hafa orðið vör við falsfréttir í aðdraganda kosninga, flestar frá stjórnmálaflokkunum sjálfum. Innlent 27.5.2025 11:45
Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Í hádegisfréttum fjöllum við um stöðuna á Húsavík en útlit er fyrir vinnslustöðvun í verksmiðju PCC Bakka í bænum. Innlent 27.5.2025 11:37
Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Finnska rannsóknarlögreglan rannsakar nú mannskætt þyrluslys sem varð fyrr í þessum mánuði sem manndráp af gáleysi. Fimm mannst fórust þegar tvær þyrlur rákust saman. Erlent 27.5.2025 11:22
Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Lögreglunni á Norðurlandi eystra barst í nótt tilkynning um heimilisofbeldi í heimahúsi á Húsavík. Fylgdi tilkynningunni að hnífi hefði verið beitt. Innlent 27.5.2025 11:08
Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista „Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum.“ Þannig hefst viðhorfsgrein eftir Kristján Blöndal sem titlar sig Warhammer Boss en hann vill ekki að nördum landsins sé líkt við Sósíalistaflokkinn. Innlent 27.5.2025 11:05
Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Íslensk móðir búsett í Texas í Bandaríkjunum er hugsi eftir að ungur piltur í blóma lífsins var skotinn til bana í útskriftarveislu um helgina en dóttir hennar var í veislunni. Hún veltir fyrir sér hvað verði til þess að börn og ungt fólk ákveði að vopnast þegar þau haldi úr húsi. Enginn hefur verið handtekinn vegna árásarinnar. Innlent 27.5.2025 10:55
Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Ný stjórn Evrópuhreyfingarinnar var kjörin á aðalfundi hreyfingarinnar 22. maí síðastliðinn. Magnús Árni Skjöld er nýr formaður hreyfingarinnar en í nýju stjórninni eru nokkrir fyrrverandi þingmenn, þar á meðal Helga Vala Helgadóttir og Helgi Hrafn Guðmundsson. Innlent 27.5.2025 10:12
Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar gefur lítið fyrir orð Guðmundar Hrafns Arngrímssonar formanns Leigjendasamtakanna og segir hann mótsagnakenndan. Innlent 27.5.2025 10:03
Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Íslenska ríkið var í dag sýknað af kröfum þriggja mótmælenda sem hlutu dóma fyrir setumótmæli í dómsmálaráðuneytinu árið 2019 í Mannréttindadómstóli Evrópu. Dómstóllinn taldi ríkið ekki hafa brotið gegn samkomufrelsi mótmælendanna. Innlent 27.5.2025 10:01
Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Meira en sextíu prósent svarenda í könnun á vegum Fjölmiðlanefndar töldu sig hafa orðið vör við að falsfréttum væri beitt til að hafa áhrif á niðurstöður alþingiskosninganna í fyrra. Aðeins rétt rúmur helmingur sagðist treysta fjölmiðlum. Innlent 27.5.2025 09:09
Margrét Hauksdóttir er látin Margrét Hauksdóttir, húsmóðir og fyrrverandi ráðherrafrú, varð bráðkvödd í sumarhúsi sínu á Hallandaengjum í Flóa í fyrradag, sjötíu ára að aldri. Hún lætur eftir sig eiginmanninn Guðna Ágústsson, dæturnar Brynju, Agnesi og Sigurbjörgu og sjö barnabörn. Innlent 27.5.2025 07:46
Víða skýjað, væta og hiti að þrettán stigum Veðurstofan gerir ráð fyrir breytilegri átt í dag, þremur til átta metrum á sekúndu, en norðvestantil er hins vegar spáð átta til þrettán metrum fram á kvöld. Veður 27.5.2025 07:10
Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna hefur sagt sig úr Sósíalistaflokknum. Hann hefur verið með flokknum frá upphafi og hefur stutt Gunnar Smára Egilsson fyrrverandi formann framkvæmdastjórnar. Hann var staddur á sögulegum aðalfundi þar sem þeir sem eldri voru var sópað út með miklu hópefli. Guðmundur Hrafn segir grasserandi illdeilur og óþol hafa haft yfirhöndina í Sósíalistaflokknum. Innlent 27.5.2025 07:00
Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra er sögð hafa boðið Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara að taka við embætti vararíkislögreglustjóra, sem ekki hefur verið skipað í frá 2010. Innlent 27.5.2025 06:45