Golf Heiðar á pari í Svíþjóð Kylfingurinn Heiðar Davíð Bragason er á pari eftir tvo fyrstu hringina á sænsku mótaröðinni í golfi sem fram fer á Haverdal vellinum. Heiðar lék á 71 höggi í dag eða einu höggi undir pari, en hann var á höggi yfir pari í gær. Heiðar er þó nokkuð langt frá efstu mönnum á mótinu. Golf 18.8.2006 14:20 Heiðar Davíð á höggi yfir pari Kylfingurinn Heiðar Davíð Bragason úr Kili lék fyrsta hringinn á sænsku mótaröðinni á 73 höggum, eða einu höggi yfir pari í dag. Keppnin fer fram í Haverdal í Svíþjóð og er efsti maður eftir fyrsta dag á sex höggum undir pari. Golf 17.8.2006 20:43 PGA-mótið í beinni á Sýn í kvöld PGA-meistaramótið í golfi sem fram fer á Medinah-vellinum í Illinois hefst í kvöld og hest bein útsending frá mótinu klukkan 21:50. Það er Phil Mickelson sem á titil að verja á mótinu síðan í fyrra, en auk hans eru skráðir til leiks flestir af sterkustu kylfingum heims. Þetta er síðasta risamót sumarsins á PGA-mótaröðinni og Sýn verður með beinar útsendingar frá mótinu alla fjóra keppnisdagana. Golf 17.8.2006 16:45 Slakur dagur hjá Michelle Wie Fyrsta umferðin í Opna breska meistaramóti kvenna í golfi stendur nú yfir á Royal Lytham og St Annes golfvellinum. Það er Juli Inkster frá Bandaríkjunum sem leiðir á sex höggum undir pari og hefur hún lokið hringnum. Michelle Wie hefur ekki náð sér á strik. Golf 3.8.2006 19:43 Michelle Wie er klár í slaginn Bandaríska undrabarnið Michelle Wie sést hér slá uppúr sandgryfju á Royal Lytham og St Annes golfvellinum í Lytham á Norðvestur-Englandi í dag. Hún er að búa sig undir Opna breska meistaramótið sem hefst þann 3. ágúst næstkomandi. Golf 1.8.2006 17:01 Birgir Leifur naumlega áfram Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG komst í dag naumlega í gegnum niðurskurð eftir þriðja hring á Ryder Cup áskorendamótinu í Golfi sem fram fer í Wales. Golf 29.7.2006 20:48 Birgir Leifur áfram í Wales Birgir Leifur Hafþórsson lék ágætlega á öðrum keppnisdegi áskorendamótsins í Wales í dag og lauk keppni á þremur höggum undir pari. Birgir lék á tveimur höggum yfir pari í gær, en komst naumlega í gegn um niðurskurðinn með góðum leik sínum í dag. Golf 28.7.2006 21:30 Birgir Leifur á tveimur yfir í Wales Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson var nokkuð frá sínu besta á fyrsta hringnum á áskorendamótinu í Wales og lauk hringnum á 73 höggum eða tveimur höggum yfir pari. Efsti maður á mótinu er að leika á sjö undir pari og er Birgir því nokkuð langt frá efstu mönnum. Golf 27.7.2006 14:33 Mjög ósáttur við ljósmyndara Hinn dagfarsprúði sigurvegari Opna breska meistaramótsins, Tiger Woods, var fjarri því að vera sáttur með ágang ljósmyndara á meðan mótið stóð yfir um helgina. Þar átti hann ekki við atvinnuljósmyndarana, heldur áhugamenn sem tóku myndir af honum, sumir hverjir með farsímamyndavélum. Golf 24.7.2006 18:27 Tiger Woods varði titil sinn Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods hefur tryggt sér sigur á opna breska meistaramótinu í golfi, annað árið í röð. Woods lék af fádæma öryggi í dag og tryggði sér sigur með því að leika lokahringinn á 67 höggum og endaði á 18 höggum undir pari. Chris DiMarco lék á 68 höggum í dag og lauk keppni tveimur höggum á eftir Woods, sem grét fögrum tárum þegar sigurinn var í höfn. Golf 23.7.2006 17:28 Slæmur endasprettur hjá Birgi Birgir Leifur Hafþórsson náði sér aldrei á strik á lokadeginum á áskorendamótinu í Austurríki í dag, en hann var í þriðja sæti á mótinu í gær eftir að leika frábært golf. Birgir hafnaði í 49-55 sæti á mótinu eftir lokadaginn, sem hann lék á 8 höggum yfir pari. Hann lauk keppni á 2 höggum undir pari. Golf 23.7.2006 16:52 Tiger Woods í forystu fyrir lokadaginn Bandaríski kylfingurinn Tiger Wodds hefur eins höggs forystu á opna breska meistaramótinu í golfi þegar keppni er að ljúka á þriðja degi. Woods lék á höggi undir pari í dag og og er því samtals á 13 höggum undir pari á mótinu. Höggi þar á eftir koma þeir Sergio Garcia, Chris DiMarco og Ernie Els. Golf 22.7.2006 17:42 Faldo Series til Íslands Golfklúbbur Reykjavíkur hefur undirritað samning við golfgoðsögnina Nick Faldo um að Ísland verði fyrsta landið utan Bretlands sem heldur mót í Faldo Series-mótaröðinni og mun það fara fram á Korpuvelli dagana 7-9 ágúst. Hér er um að ræða unglingamót og fyrirhugað er að mótið verði haldið víðar í Evrópu á næstunni. Þetta kemur fram á vefsíðu Golfklúbbs Reykjavíkur. Golf 22.7.2006 14:07 Birgir Leifur frábær í dag Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson er að leika frábærlega á áskorendamótinu í Austurríki og í dag lauk hann þriðja hringnum á mótinu á 64 höggum eða 6 höggum undir pari. Birgir er því samtals á 10 höggum undir pari á mótinu og er á meðal allra efstu manna. Golf 22.7.2006 13:49 Woods í stuði Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods er í miklu stuði á Opna breska meistaramótinu í golfi í dag og jafnaði kappinn vallarmetið þegar hann lék á 65 höggum í dag, eða 7 undir pari. Hann hefur sem stendur þriggja högga forystu á næsta mann á mótinu sem er Chris DiMarco. Golf 21.7.2006 14:29 McDowell í forystu Norður-írski kylfingurinn Graeme McDowell hefur óvænt forystu eftir fyrsta keppnisdag á opna breska meistaramótinu í golfi sem fram fer á Hoylake-vellinum í Liverpool. McDowell lék á 66 höggum í dag, eða 6 höggum undir pari og er höggi á undan meistara ársins í fyrra Tiger Woods og tveimur Bretum sem koma þar á eftir. Golf 20.7.2006 22:01 « ‹ 175 176 177 178 ›
Heiðar á pari í Svíþjóð Kylfingurinn Heiðar Davíð Bragason er á pari eftir tvo fyrstu hringina á sænsku mótaröðinni í golfi sem fram fer á Haverdal vellinum. Heiðar lék á 71 höggi í dag eða einu höggi undir pari, en hann var á höggi yfir pari í gær. Heiðar er þó nokkuð langt frá efstu mönnum á mótinu. Golf 18.8.2006 14:20
Heiðar Davíð á höggi yfir pari Kylfingurinn Heiðar Davíð Bragason úr Kili lék fyrsta hringinn á sænsku mótaröðinni á 73 höggum, eða einu höggi yfir pari í dag. Keppnin fer fram í Haverdal í Svíþjóð og er efsti maður eftir fyrsta dag á sex höggum undir pari. Golf 17.8.2006 20:43
PGA-mótið í beinni á Sýn í kvöld PGA-meistaramótið í golfi sem fram fer á Medinah-vellinum í Illinois hefst í kvöld og hest bein útsending frá mótinu klukkan 21:50. Það er Phil Mickelson sem á titil að verja á mótinu síðan í fyrra, en auk hans eru skráðir til leiks flestir af sterkustu kylfingum heims. Þetta er síðasta risamót sumarsins á PGA-mótaröðinni og Sýn verður með beinar útsendingar frá mótinu alla fjóra keppnisdagana. Golf 17.8.2006 16:45
Slakur dagur hjá Michelle Wie Fyrsta umferðin í Opna breska meistaramóti kvenna í golfi stendur nú yfir á Royal Lytham og St Annes golfvellinum. Það er Juli Inkster frá Bandaríkjunum sem leiðir á sex höggum undir pari og hefur hún lokið hringnum. Michelle Wie hefur ekki náð sér á strik. Golf 3.8.2006 19:43
Michelle Wie er klár í slaginn Bandaríska undrabarnið Michelle Wie sést hér slá uppúr sandgryfju á Royal Lytham og St Annes golfvellinum í Lytham á Norðvestur-Englandi í dag. Hún er að búa sig undir Opna breska meistaramótið sem hefst þann 3. ágúst næstkomandi. Golf 1.8.2006 17:01
Birgir Leifur naumlega áfram Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG komst í dag naumlega í gegnum niðurskurð eftir þriðja hring á Ryder Cup áskorendamótinu í Golfi sem fram fer í Wales. Golf 29.7.2006 20:48
Birgir Leifur áfram í Wales Birgir Leifur Hafþórsson lék ágætlega á öðrum keppnisdegi áskorendamótsins í Wales í dag og lauk keppni á þremur höggum undir pari. Birgir lék á tveimur höggum yfir pari í gær, en komst naumlega í gegn um niðurskurðinn með góðum leik sínum í dag. Golf 28.7.2006 21:30
Birgir Leifur á tveimur yfir í Wales Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson var nokkuð frá sínu besta á fyrsta hringnum á áskorendamótinu í Wales og lauk hringnum á 73 höggum eða tveimur höggum yfir pari. Efsti maður á mótinu er að leika á sjö undir pari og er Birgir því nokkuð langt frá efstu mönnum. Golf 27.7.2006 14:33
Mjög ósáttur við ljósmyndara Hinn dagfarsprúði sigurvegari Opna breska meistaramótsins, Tiger Woods, var fjarri því að vera sáttur með ágang ljósmyndara á meðan mótið stóð yfir um helgina. Þar átti hann ekki við atvinnuljósmyndarana, heldur áhugamenn sem tóku myndir af honum, sumir hverjir með farsímamyndavélum. Golf 24.7.2006 18:27
Tiger Woods varði titil sinn Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods hefur tryggt sér sigur á opna breska meistaramótinu í golfi, annað árið í röð. Woods lék af fádæma öryggi í dag og tryggði sér sigur með því að leika lokahringinn á 67 höggum og endaði á 18 höggum undir pari. Chris DiMarco lék á 68 höggum í dag og lauk keppni tveimur höggum á eftir Woods, sem grét fögrum tárum þegar sigurinn var í höfn. Golf 23.7.2006 17:28
Slæmur endasprettur hjá Birgi Birgir Leifur Hafþórsson náði sér aldrei á strik á lokadeginum á áskorendamótinu í Austurríki í dag, en hann var í þriðja sæti á mótinu í gær eftir að leika frábært golf. Birgir hafnaði í 49-55 sæti á mótinu eftir lokadaginn, sem hann lék á 8 höggum yfir pari. Hann lauk keppni á 2 höggum undir pari. Golf 23.7.2006 16:52
Tiger Woods í forystu fyrir lokadaginn Bandaríski kylfingurinn Tiger Wodds hefur eins höggs forystu á opna breska meistaramótinu í golfi þegar keppni er að ljúka á þriðja degi. Woods lék á höggi undir pari í dag og og er því samtals á 13 höggum undir pari á mótinu. Höggi þar á eftir koma þeir Sergio Garcia, Chris DiMarco og Ernie Els. Golf 22.7.2006 17:42
Faldo Series til Íslands Golfklúbbur Reykjavíkur hefur undirritað samning við golfgoðsögnina Nick Faldo um að Ísland verði fyrsta landið utan Bretlands sem heldur mót í Faldo Series-mótaröðinni og mun það fara fram á Korpuvelli dagana 7-9 ágúst. Hér er um að ræða unglingamót og fyrirhugað er að mótið verði haldið víðar í Evrópu á næstunni. Þetta kemur fram á vefsíðu Golfklúbbs Reykjavíkur. Golf 22.7.2006 14:07
Birgir Leifur frábær í dag Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson er að leika frábærlega á áskorendamótinu í Austurríki og í dag lauk hann þriðja hringnum á mótinu á 64 höggum eða 6 höggum undir pari. Birgir er því samtals á 10 höggum undir pari á mótinu og er á meðal allra efstu manna. Golf 22.7.2006 13:49
Woods í stuði Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods er í miklu stuði á Opna breska meistaramótinu í golfi í dag og jafnaði kappinn vallarmetið þegar hann lék á 65 höggum í dag, eða 7 undir pari. Hann hefur sem stendur þriggja högga forystu á næsta mann á mótinu sem er Chris DiMarco. Golf 21.7.2006 14:29
McDowell í forystu Norður-írski kylfingurinn Graeme McDowell hefur óvænt forystu eftir fyrsta keppnisdag á opna breska meistaramótinu í golfi sem fram fer á Hoylake-vellinum í Liverpool. McDowell lék á 66 höggum í dag, eða 6 höggum undir pari og er höggi á undan meistara ársins í fyrra Tiger Woods og tveimur Bretum sem koma þar á eftir. Golf 20.7.2006 22:01
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti