Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Rússneskur kvikmyndagerðarmaður, sem sýnir heimildarmyndina Smákarl gegn Pútín á RIFF, nær ekki að fylgja myndinni til Íslands þar sem afgreiðslu vegabréfs hans „hefur verið frestað“ af rússneskum yfirvöldum. Bíó og sjónvarp 2.10.2025 12:17
Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Tælenska leikstjóranum Apichatpong Weerasethakul voru veitt heiðursverðlaun á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík (RIFF) í gærkvöldi. Forseti Íslands veitti hollenska leikstjóranum Anton Corbijn jafnframt heiðursverðlaun um helgina. Bíó og sjónvarp 1.10.2025 15:46
Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið árið 2027, tveimur áratugum eftir að síðasta kvikmyndin um fjöldskylduna kom í bíó. Bíó og sjónvarp 30.9.2025 11:58
Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp 18.9.2025 14:09
Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Leikarinn Ice Cube lýsir því hvernig var að leika í sæfæ-tryllinum Innrásinni frá Mars í miðjum Covid-faraldri þar sem hann var algjörlega einangraður án meðleikara og leikstjóra með sér á tökustað. Bíó og sjónvarp 16.9.2025 16:23
Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Framleiðslufyrirtækið Glassriver hefur keypt réttinn að bókaseríunni um rannsóknarlögreglumanninn Konráð eftir Arnald Indriðason og hyggst aðlaga hana að sjónvarpi. Bíó og sjónvarp 16.9.2025 11:19
Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Leikarinn John Malkovich hefur tjáð sig í fyrsta skiptið opinberlega um ástarsambandið sem hann átti með meðleikkonu sinni, Michelle Pfeiffer, árið 1988 sem varð til þess að þau skildu bæði við maka sína. Bíó og sjónvarp 8.9.2025 12:18
Sophie Turner verður Lara Croft Breska leikkonan Sophie Turner, sem er þekktust fyrir að leika Sönsu Stark í Game of Thrones, mun leika fornleifafræðinginn og ævintýrakonuna Löru Croft í sjónvarpsþáttunum Tomb Raider á Prime Video. Bíó og sjónvarp 5.9.2025 10:19
Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Leikstjórinn James Gunn tilkynnti næstu kvikmynd um Ofurmennið með teikningu af ofurhetjunni og erkióvini hans, Lex Luthor. Myndin ber, enn sem komið er, titilinn „Man of Tomorrow“ og kemur í bíó 9. júlí 2027. Bíó og sjónvarp 4.9.2025 13:57
Kim Novak heiðursgestur RIFF Hollywood-stjarnan Kim Novak verður einn heiðursgesta Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík (RIFF) sem hefst 25. september. Ný heimildarmynd um leikkonuna verður opnunarmynd hátíðarinnar og verða tvær sígildar myndir hennar einnig sýndar. Bíó og sjónvarp 3.9.2025 19:02
Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Leikarinn Dwayne Johnson brast í grát á Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum þegar nýjasta kvikmynd hans, Smashing Machine, hlaut fimmtán mínútna lófatak. Fólk er þegar byrjað að máta leikarann við Óskarsverðlaunastyttuna. Bíó og sjónvarp 2.9.2025 15:46
Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Á fimmtudag hefst hinsegin kvikmyndahátíðin Icelandic Queer Film Festival. Hátíðin stendur yfir í fjóra daga og fer fram í Bíó Paradís. Hátíðin er skipulögð af Óla Hirti Ólafssyni, rekstrarstjóra kvikmyndahússins, Sigríði Ásgeirsdóttur, kynja- og menningarfræðingi, og Charlottu Rós Sigmundsdóttur, kynningarstjóra hátíðarinnar. Bíó og sjónvarp 2.9.2025 08:02
ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Íslenska kvikmyndaframleiðslufyrirtækið ACT4 hefur gert samstarfssamning við eitt stærsta kvikmyndaver Evrópu, hið spænska Secuoya Studios, um fjármögnun og samframleiðslu á efni sem ACT4 framleiðir. Bíó og sjónvarp 28.8.2025 13:57
Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Saga Garðarsdóttir og Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., munu fara með aðalhlutverk í nýrri gamanþáttaröð sem íslenska framleiðslufyrirtækið Glassriver vinnur að í samstarfi við rúmenska fyrirtækið Idea Film. Bíó og sjónvarp 28.8.2025 11:09
Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Kvikmyndin Ástin sem eftir er í leikstjórn Hlyns Pálmasonar verður framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2026 í flokknum besta alþjóðlega kvikmyndin. Bíó og sjónvarp 27.8.2025 08:32
Sopranos-stjarna látin Bandaríski leikarinn Jerry Adler, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt sem Herman „Hesh“ Rabkin í þáttunum The Sopranos, er látinn. Hann varð 96 ára. Bíó og sjónvarp 25.8.2025 08:29
Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Fyrsta kitlan úr rómantíska spennutryllinum Eldunum er komin á Vísi. Eldarnir er fyrsta kvikmynd Uglu Hauksdóttur, skartar Vigdísi Hrefnu Pálsdóttur og Pilou Asbæk í aðalhlutverkum og verður frumsýnd hér á landi 11. september. Bíó og sjónvarp 25.8.2025 07:28
Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Leikstjórinn Woody Allen, sem hefur ekki átt upp á dekk síðastliðin ár, hefur ekki verið slaufað algjörlega því hann verður aðalnúmerið á alþjóðlegri kvikmyndaviku í Moskvu sem fer fram dagana 23. til 27. ágúst. Bíó og sjónvarp 23.8.2025 15:14
Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Hlynur Pálmason, leikstjóri og myndlistarmaður, sýnir tvær kvikmyndir í keppni kvikmyndahátíðarinnar í San Sebastián og er jafnframt heiðraður með einkasýningu á Tabakalera, alþjóðlegri miðstöð samtímalistar í borginni. Bíó og sjónvarp 23.8.2025 14:30
Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík (RIFF) býður árlega til sérviðburðar þar sem hátíðin fær veitingastaði bæjarins í samstarf. Úr verður bíóveisla fyrir bæði augun og bragðlaukana en í ár verður boðið upp á sjónræna matarveislu og smakkbíó. Bíó og sjónvarp 21.8.2025 08:42
Sannfærði Balta um að snúa aftur Leikstjórinn Baldvin Z sannfærði Baltasar Kormák, sem hefur einblínt á kvikmyndaleikstjórn frá aldamótum, um að færa sig úr leikstjórastólnum fram fyrir kvikmyndatökuvélina á ný fyrir nýja spennumynd. Bíó og sjónvarp 20.8.2025 15:32
Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Hobbitinn Fróði og galdrakarlinn Gandálfur munu snúa aftur á stóra skjáinn í nýrri mynd úr söguheimi Hringadróttinssögu um hinn dýrslega Gollri. Bíó og sjónvarp 18.8.2025 18:00
Terence Stamp látinn Breski leikarinn Terence Stamp, sem er þekktastur fyrir að hafa leikið Zod hershöfðingja frá Krypton, lést á sunnudag, 87 ára að aldri. Bíó og sjónvarp 18.8.2025 10:51
Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Fulltrúar íslensku sjónvarpsstöðvanna auglýsa eftir innsendingum til Íslensku sjónvarpsverðlaunna sem verða veitt í fyrsta sinn, frá ákvörðun Eddunnar að beina sjónum eingöngu að kvikmyndagerð, 30. október næstkomandi. Bíó og sjónvarp 12.8.2025 13:40
Nýr Rambo fundinn Búið er að finna nýjan leikara sem á að bregða sér í hlutverk bandaríska hermannsins Johns Rambo, sem Sylvester Stallone lék í fimm kvikmyndum, en það er hinn 29 ára Noah Centineo. Bíó og sjónvarp 12.8.2025 08:52