Bíó og sjónvarp

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Stjörnufans þegar hundruð kíktu á for­sýningu Iceguys 2

Í gær fór fram forsýning á hinum vinsælu þáttum IceGuys en yfir áttahundruð manns mættu í Smárabíó þar sem fyrstu tveir þættirnir voru sýndir í heilum þremur bíósölum. Að sögn framleiðenda var mikil gleði og spenna í loftinu og augljóst að hér var um að ræða viðburð sem enginn vildi missa af.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Stór­stjarna úr tón­listar­heiminum í nýrri seríu White Lotus

Aðdáendur hinna gífurlega vinsælu sjónvarpsþátta The White Lotus bíða eflaust spenntir og jafnvel óþreyjufullir eftir nýrri seríu, sem er væntanleg á næsta ári. Nýverið birtist stutt klippa úr seríu þrjú þar sem kunnuglegir karakterar mæta splunkunýjum á framandi slóðum. K-pop súperstjarnan Lisa úr suður-kóresku stúlknasveitinni BLACKPINK fer þar á meðal með hlutverk. 

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens

Brynjar Úlfur Morthens mun fara með hlutverk föður síns Bubba Morthens í nýrri leikinni þáttaröð sem ber heitið „Morthens.“ Þáttaröðin byggir á lífi og upphafi ferils tónlistarmannsins sem allir Íslendingar þekkja.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið

Það hefur líkast til ekki farið framhjá neinum að Hrekkjavakan er haldin hátíðleg í dag með öllu tilheyrandi. Þá er fátt meira viðeigandi en að grípa í eina hryllilega hrekkjavökumynd. Vísir ákvað að heyra í kvikmyndarýninum og hlaðvarpsþáttastjórnandanum Þórarni Þórarinssyni sem tók sig til og setti saman lista yfir tíu ómissandi hryllingsmyndir.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Ulf Pilgaard er látinn

Danski leikarinn Ulf Pilgaard er látinn, 83 ára að aldri, eftir snörp veikindi. Hann gerði garðinn helst frægan fyrir leik í kvikmyndaflokknum Næturvaktinni og fyrir þátttöku í Sirkusrevíunni í fjóra áratugi.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Vilja gefa út síðustu þættina með Payne

Forsvarsmenn bandarísku streymisveitunnar Netflix hafa sett framleiðslu sjónvarpsþáttaraðarinnar Building the Band á pásu en breski söngvarinn Liam Payne var þar aðalsprautan sem dómari. Þeir ætla sér að ræða málin við fjölskyldu söngvarans en vilja samt gefa þættina út að lokum. 

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Frum­sýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum

Auðunn Blöndal ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í nýrri þáttaröð þar sem hann býður 25 fyndnustu Íslendingunum í fimm ólík matarboð. Þar er eina reglan sú að það er bannað að hlæja og kemst einn áfram í hverjum þætti í síðasta matarboðið. Eðli málsins samkvæmt geta brandararnir orðið ansi svartir og er því alls ekki um fjölskylduþátt að ræða.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Bíó Para­dís heiðrað af blindum

Stjórn Blindrafélagsins veitti Bíó Paradís Samfélagslampann svokallaða á alþjóðlegum degi hvíta stafsins, þann 15. október. Var fyrirtækið heiðrað fyrir „brautryðjendastarf í aðgengi fatlaðra að menningarviðburðum og að opna aðgang blindra og sjónskertra að sjónlýstum kvikmyndum“.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Hollywood stjörnur við Höfða

Stórstjörnur úr Hollywood á borð við Jeff Daniels og J.K Simmons eru nú staddar í kvikmyndatökum við Höfða í Reykjavík. Fjölmennt tökulið auk mikils búnaðar er nú við sögufræga húsið.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið

Leikstjóri kvikmyndar um Laugavegshlaupið segir það hafa verið gríðarlega krefjandi verkefni að fylgja eftir tveimur hlaupurum fyrir myndina. Hlaupið hafi ekki gengið áfallalaust fyrir sig, hvorki fyrir hlauparana né tökulið. Myndin er frumsýnd í kvikmyndahúsum í dag. Hlaupararnir segjast hafa gefið tökuliði lítinn gaum, enda hlaupið nógu krefjandi fyrir.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Lýsir augna­blikinu þegar hann náði Örnu á sitt band

Björn Jörundur Friðbjörnsson og Arna Magnea Danks aðalleikarar kvikmyndarinnar Ljósvíkingar segjast muna það vel þegar þau hittust í fyrsta sinn við tökur á myndinni á Ísafirði. Björn hélt einkatónleika fyrir Örnu í sjoppu og segist fullviss um að þetta hafi verið augnablikið sem hann hafi náð henni á sitt band.

Bíó og sjónvarp