Fastir pennar Hof og hallir Páll Baldvin Baldvinsson skrifar Á síðustu metrunum verða ákafari úrtöluraddirnar að nýjar og glæsilegar byggingar í Reykjavík og á Akureyri hafi aldrei átt að rísa. "Seint séð Þuríður." Nú skal ekki hér rifjað upp hver tildrögin voru að því að Harpa og Hof voru undirbúin, hönnuð og reist. Aðdragandinn að báðum húsunum var langur og hugsjónir um byggingu þeirra kviknuðu af sárri þörf, hvorki norðan né sunnan heiða voru nein hús tiltæk til samkomuhalds þannig að sómi væri að. Og þá var sama til hvaða tónlistarnota var litið: sinfónískrar tónlistar, kórverka, hljómsveita stórra og smárra af hvaða tagi sem gafst. Íslenskum áhugamönnum um tónlist af öllu tagi var vísað í skítuga bari, íþróttahús, gamla bíósali, félagsheimili af annarri kynslóð - því ástandi varð að linna. Fastir pennar 21.6.2010 14:48 Í útlöndum er einmitt skjól Guðmundur Andri Thorsson skrifar Nýja auglýsingin frá Flugleiðum sýnir fólk í þjónustustörfum um allan heim að tala um Íslendinga. Ó svo kunnuglegt: þessi blanda af vanmetakennd og sjálfsupphafningu, þessi þörf að sjá sig með augum útlendinga, þessi hugmynd að fólk víða um lönd sé að bollaleggja fram og aftur um Íslendinga. Samskonar auglýsing dynur á okkur frá Keflavíkurflugvelli (sem vill væntanlega minna á sig til að við flykkjumst ekki á Akureyrar - eða Egilsstaðaflugvöll til að fljúga þaðan til útlanda) þar sem einhver Japani þruglar um breytta jeppa og „þessa Ísslendinga" áður en okkur er tjáð að þetta sé besti flugvöllur í heimi. Fastir pennar 21.6.2010 06:00 Steinunn Stefánsdóttir: Á móti vindi Steinunn Stefánsdóttir skrifar Íslendingar fagna því í dag að liðin eru 95 ár frá því að konur fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Sá áfangi náðist fyrir þrotlausa vinnu og baráttu kvenna undir forystu Bríetar Bjarnhéðinsdóttur og markar ákveðið upphaf kvennabaráttu á Íslandi, baráttunnar fyrir jafnrétti kynjanna. Ekki þótti öllum sjálfsagt þarna fyrir 95 árum að konur fengju kosningarétt. Bríet og stallsystur hennar létu andbyrinn í samfélaginu þó ekki á sig fá en héldu fram málstað jafnréttisins fullvissar um að þær væru á réttri leið og með tímanum hefur það orðið æ fjarstæðukenndara að búa í samfélagi þar sem kosningaréttur er bundinn við kyn. Fastir pennar 19.6.2010 06:00 Umræða á grunni staðreynda Ólafur Stephensen skrifar Samþykkt Evrópusambandsins um að hefja aðildarviðræður við Ísland þýðir ekki að Ísland verði aðildarríki ESB. Það ræðst ekki fyrr en þjóðin greiðir atkvæði um aðildarsamning. En ákvörðunin er vendipunktur að því leyti að nú er aðildarferlið formlega hafið og þá er vonandi hægt að færa Evrópuumræðuna á Íslandi á grunn staðreynda. Fastir pennar 18.6.2010 07:00 Ásælni óskast Pawel Bartoszek skrifar Ég fæ æluflog í hvert skipti sem ég heyri þá orðnotkun að einhverjir útlendingar ásælist íslenskar auðlindir, fyrirtæki, eða eitthvað annað sem íslenskt er. Í fyrsta lagi vegna þetta er ekki satt og í öðru lagi myndum við gjarnan vilja að það væri það. Við þurfum einfaldlega fleiri erlendar fjárfestingar, erlend fyrirtæki, erlent fagfólk og þá reynslu sem öllu þessu fylgir. Fastir pennar 18.6.2010 06:00 Ísland er velkomið Ólafur Þ. Stephensen skrifar Allar líkur eru á að leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins samþykki á fundi sínum í dag að hefja aðildarviðræður við Ísland. Það er enn einn áfanginn í endurreisn íslenzks samfélags og efnahagslífs eftir hrunið. Ísland þarf á öflugum bandamönnum að halda, nothæfum gjaldmiðli og skýrum ramma um efnahagsstefnuna. Þetta fæst allt með inngöngu í ESB. Fastir pennar 17.6.2010 06:00 Ólafur Þ. Stephensen: Nær brosið endum saman? Því verður ekki neitað að nýr andi sveif yfir vötnum í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær, þegar ný borgarstjórn tók við völdum. Jón Gnarr, nýr borgarstjóri Reykvíkinga, grínaðist meira en menn eiga að venjast í fyrstu ræðu sinni. Ekki er hægt annað en að brosa af og til þegar samstarfsyfirlýsing nýs meirihluta er lesin og sumir hlógu jafnvel upphátt þegar æviágrip nýja borgarstjórans var lesið á vef Reykjavíkurborgar í gær. Enda er markmið nýs meirihluta að „borginni verði stjórnað með bros á vör“. Fastir pennar 16.6.2010 06:00 Ný umræðuhefð? Ólafur Stephensen skrifar Sú málamiðlun, sem náðist í allsherjarnefnd Alþingis um breytingar á frumvarpinu um stjórnlagaþing, virðist vera fremur til bóta og óskandi væri að málið fengi afgreiðslu á þinginu, sem nú er að ljúka. Samkvæmt breytingartillögu fulltrúa allra flokka á meðal annars að fela stjórnlagaþinginu að fjalla um tvennt, sem láðist að nefna í upphaflegu frumvarpi forsætisráðherra; annars vegar framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana og meðferð utanríkismála og hins vegar umhverfismál, þar á meðal eignarhald á auðlindum. Hvort tveggja eru mál, sem mörgum finnst að eigi heima í nútímalegri stjórnarskrá. Fastir pennar 15.6.2010 06:00 Bótanískt útlendingahatur Ólafur Stephensen skrifar Það er miður júní og breiður af bláum blómum gleðja augað víða um land. Hæðir og holt í nágrenni höfuðborgarinnar, þar sem áður voru uppblásin moldarbörð, eru blá yfir að líta; einstaklega falleg sjón í sumarblíðunni að undanförnu. Lúpínan setur svip sinn á landið, klæðir það með þykku teppi þar sem áður var enginn, lítill eða rytjulegur gróður. Fastir pennar 14.6.2010 10:33 Enginn getur átt það Guðmundur Andri Thorsson skrifar Innan um og saman við allt morfís-þruglið sem liggur yfir alþingi eins og suður-afrísk lúðrasveit koma þar samt til umræðu og afgreiðslu mál sem varða okkur - varða framtíð okkar, sjálfa þjóðfélagsskipanina, það hvernig Ísland á eiginlega að vera; þetta sem pólitík snýst í raun og veru um og skiptir fólki í flokka sérhyggju og félagshyggju, hægri og vinstri. Fastir pennar 14.6.2010 06:00 Afnám mismununar Ólafur Stephensen skrifar Gærdagurinn var merkisdagur í sögu mannréttindabaráttu á Íslandi. Alþingi samþykkti frumvarp um að ein hjúskaparlög gildi fyrir samkynhneigða og gagnkynhneigða. Hjónaband samkynhneigðra para verður ekki lengur sett í annan flokk og kallað staðfest samvist; það heitir nú hjónaband að lögum. Fastir pennar 12.6.2010 06:00 Virðing Alþingis Ólafur Stephensen skrifar Engin leið hefur verið að sjá nokkur merki þess á Alþingi undanfarna daga að gömlu stjórnmálaflokkarnir fjórir séu nýkomnir úr sveitarstjórnarkosningum þar sem þeir fengu skell allir sem einn. Kjósendur reyndust ginnkeyptir fyrir nýjungum, jafnvel þótt þær væru settar fram undir merkjum gríns fremur en alvöru. Gestkomandi gætu reyndar haldið að gömlu flokkarnir hefðu brugðizt við með því að setja á svið gamanleikrit á þjóðþinginu, en vanir kjósendur vita að það er því miður sami lélegi farsinn og í fyrra - og árið þar áður. Fastir pennar 11.6.2010 06:00 Feyneyjar stefna í auðn Þorvaldur Gylfason skrifar Fyrir mörgum árum hringdi til mín kunnur athafnamaður, þetta var seint um kvöld, til að fræða mig um tillögu, sem hann hugðist bera fram á viðeigandi vettvangi, gott ef hann sagði ekki í Sjálfstæðisflokknum. Þegar þetta var, hafði gapandi og getulaus stjórnmálastéttin hrint þjóðarbúinu fram á bjargbrúnina eina ferðina enn. Horfurnar voru sótsvartar, verðbólga og verkföll. Maðurinn sagði: Mig langar að leggja til, að við drögum fram orf og ljái, skilvindur, strokka og rokka, ræsum kembivélarnar, breytum Íslandi í þímpark (hans orð, ekki mitt) og seljum inn. Ég þóttist ekki skilja grínið. Sauðkindin dregur ekki að, sagði ég alvarlegur í bragði, ekki útlendinga. Fastir pennar 10.6.2010 06:00 Í skjóli Kína? Ólafur Stephensen skrifar Gjaldeyrisskiptasamningur seðlabanka Íslands og Kína, sem undirritaður var í gær, markar að ýmsu leyti tímamót. Slíkir samningar hafa ekki verið gerðir við erlenda seðlabanka frá því fyrir hrun. Seðlabankar Bandaríkjanna og Evrópu hafa til að mynda hafnað slíku. Fastir pennar 10.6.2010 06:00 Dugar frysting launa til? Ólafur Stephensen skrifar Grein Árna Páls Árnasonar, félags- og tryggingamálaráðherra, hér í Fréttablaðinu í gær hefur vakið mikla athygli og viðbrögð. Ráðherrann velti þar fyrir sér leiðum til að ná fram bráðnauðsynlegum niðurskurði í ríkisrekstrinum á næstu árum og telur nauðsynlegt að ná þjóðarsátt um að frysta laun opinberra starfsmanna næstu þrjú árin, ásamt lífeyrisgreiðslum og öðrum afkomutengdum greiðslum ríkisins, til dæmis til bænda. Fastir pennar 9.6.2010 06:00 Allir sem einn Jónína Michaelsdóttir skrifar Þann 21. maí árið 1979, nokkrum dögum fyrir þingslit, ríkti sérstök stemning á löggjafarsamkomunni þegar fundur var settur í sameinuðu alþingi. Þingpallar voru þéttsetnir og mátti þar kenna nokkra nafntogaða menn. Í fréttamannastúkunni voru fleiri fréttamenn en maður átti að venjast og eftirvænting í loftinu. Í síðdegisblöðunum hafði þingmaður upplýst almenning um að fjármálaráðherra landsins yrði látinn svara til saka utan dagskrár þennan dag. Hafði hann tekið lán til bifreiðakaupa hjá ríkissjóði eða ekki? Ef mig misminnir ekki, var þetta í samræmi við nýjar reglur um hlunnindi ráðherra, og til þess gerðar að bifreiðin væri á þeirra ábyrgð, þótt reksturinn væri ríkisins. Hér var því ekki um lögbrot að ræða. Frést hafði að einn ráðherra hefði nýtt sér þetta, en ekki gefið upp hver það var. Fastir pennar 8.6.2010 06:00 Að þora ekki að veðja á hið þekkta Steinunn Stefánsdóttir skrifar Nýliðnar sveitarstjórnarkosningar sýndu glöggt að íslenskir kjósendur hafa misst trú á stjórnmálamönnum. Um það ber vitni lítil kosningaþátttaka, einkum í þeim sveitarfélögum þar sem eingöngu voru í boði listar gömlu flokkanna. Sömuleiðis árangur nýrra framboða, þar á meðal grínframboða, og talsvert miklar útstrikanir og tilfæringar á frambjóðendum á listum. Fastir pennar 8.6.2010 06:00 Guðmundur Andri: Fjárflokkakerfið Guðmundur Andri Thorsson skrifar Nú verður hópur stjórnmálamanna uppvís að því að hafa þegið stórfé af stórfyrirtækjum. Skulu þá þær konur sem í hópnum eru víkja. Fastir pennar 7.6.2010 17:24 Viturlegar ákvarðanir skila sér Ólafur Stephensen skrifar Hafrannsóknastofnunin hefur nú skilað tillögum sínum um hámarksafla á næsta fiskveiðiári, sem hefst í september. Stofnunin vildi ekki mæla með því í apríl síðastliðnum að þorskkvótinn yrði aukinn í sumar, þrátt fyrir þrýsting frá hagsmunaaðilum og stjórnmálamönnum. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafró, sagði þá hér í blaðinu að ekkert hefði komið fram sem breytti ráðleggingum stofnunarinnar fyrir yfirstandandi fiskveiðiár. Hins vegar mætti auka þorskkvótann í haust ef rannsóknir gæfu tilefni til. Fastir pennar 7.6.2010 06:00 Fjárflokkakerfið Guðmundur Andri Thorsson skrifar Nú verður hópur stjórnmálamanna uppvís að því að hafa þegið stórfé af stórfyrirtækjum. Skulu þá þær konur sem í hópnum eru víkja. Fastir pennar 7.6.2010 00:01 Tæknilandið Ísland Ólafur Þ. Stephensen skrifar „Það er eitthvað skrýtið við samfélag sem vantar fólk í vinnu en er með marga á atvinnuleysisskrá," sagði Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri Marorku, í samtali við Markaðinn, sérblað Fréttablaðsins um viðskipti, síðastliðinn miðvikudag. Fastir pennar 5.6.2010 10:41 Niðurgreiddir bílar Pawel Bartozsek skrifar Margir virðast afar sannfærðir um að bílar og bensín séu afar skattpínd fyrirbæri. Kannski ekki að ósekju. Þegar bensínlítrinn er greindur niður í krónur kemur vissulega á daginn að flestar þeirra enda hjá Ríkinu. Sömuleiðis hvíla fjölmörg gjöld á bílunum sjálfum, vörugjöld, bifreiðagjöld og þungaskattar. Fljótt á litið virðast því hagsmunaaðilar bíleigenda hafa nokkuð til síns máls. Ríkið skattpínir bíleigendur, en samt halda allir áfram að keyra. Fólkið hefur valið einkabílinn. Fastir pennar 4.6.2010 06:00 Skólar bornir saman Ólafur Stephensen skrifar Nú styttist í að Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra greini frá tillögum sínum um hvernig á að spara í rekstri háskólanna í landinu. Ráðherrans bíða erfiðar ákvarðanir. Allir háskólarnir halda fram sínum málstað og vilja sízt láta skera niður hjá sér. Fastir pennar 4.6.2010 06:00 Misskipting varðar miklu Þorvaldur Gylfason skrifar Suður-Kórea og Taíland eru meðal þeirra þrettán landa, þar sem tekjur á mann hafa vaxið um sjö prósent á ári eða meira í aldarfjórðung eða lengur. Kórea, eins og landið er kallað í daglegu tali, hefur náð enn lengra en Taíland. Kaupmáttur þjóðartekna á mann í Kóreu er nú kominn upp fyrir kaupmátt á mann á Íslandi, eða 28.000 dalir í Kóreu á móti 25.000 dölum hér heima samkvæmt upplýsingum Alþjóðabankans fyrir 2008. Bilið breikkar. Fastir pennar 3.6.2010 07:00 Tveir aðskildir menningarheimar Páll Baldvin Baldvinsson skrifar Framundan er sjómannadagurinn og víða um land má sjá merki þess að heimamenn í sjávarþorpum landsins ætli sér að gera vertíðarlokin og sjómannadaginn að héraðshátíðadögum sem vara ekki í einn stakan dag heldur teygja sig inn í vikuna og þá með veraldlegri hætti en hinar fornu kristnu hátíðir sem eru árvissar, pálmasunnudagur, dymbilvika, páskar, uppstigningardagur og hvítasunna. Fastir pennar 3.6.2010 06:30 Samþykki með aðgerðaleysi Steinunn Stefánsdóttir skrifar Enn hafa Ísraelsmenn gengið fram af heimsbyggðinni með árás Ísraelshers á skipalest sem var á leið með hjálpargögn til Gasasvæðisins, árás sem kostaði að minnsta kosti tíu manns lífið. Fastir pennar 2.6.2010 06:00 Yfirgripsmikið þekkingarleysi Ólafur Þ. Stephensen skrifar Samtök ungra bænda birtu dálítið sláandi auglýsingar í blöðunum á föstudaginn. Mynd af brynvörðum fallbyssubíl með eftirfarandi fyrirsögn: "Við viljum ekki senda afkomendur okkar í Evrópusambandsherinn." Lesendur, sem gengu kannski út frá því að höfundar auglýsingarinnar vissu um hvað þeir væru að tala, hefð Fastir pennar 1.6.2010 08:53 Bylting pólitísku viðrinanna Í útlöndum snúast svona flokkar sem koma brunandi af jaðrinum og hirða allt lausa- og óánægjufylgið oftast um hatur á innflytjendum en óánægjuflokkurinn hér er fullur af hlátri. Það er þó eitthvað. Það er eitthvað við Besta flokkinn sem erfitt er að koma orðum að, eitthvað „je ne sais quoi“. Fastir pennar 31.5.2010 06:00 Hrist upp í pólitíkinni Ólafur Stephensen skrifar Úrslit sveitarstjórnarkosninganna hrista rækilega upp í hinu pólitíska kerfi á Íslandi. Hefbundnu flokkarnir fjórir fá skell, sem á sér fá fordæmi. Þótt forystumenn flokkanna geti vísað til einhverra ljósra punkta, eru skilaboð kjósenda skýr og flokkarnir komast ekki hjá því að horfast í augu við það. Uppgjörið og siðbótin, sem skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kallaði á, hefur að mati margra kjósenda látið á sér standa. Kosningaúrslitin þrýsta á flokkana að gera hreint fyrir sínum dyrum. Fastir pennar 31.5.2010 06:00 Kjördagur óánægjunnar Þorsteinn Pálsson skrifar Þrennt einkennir einkum sveitarstjórnarkosningarnar í dag: Í fyrsta lagi eru þær ópólitískari og málefnasnauðari en endranær. Í öðru lagi hafa landsmálin ríkari áhrif en fyrr. Í þriðja lagi eru þær meira bundnar við fortíðina en gengur og gerist. Fastir pennar 29.5.2010 06:00 « ‹ 124 125 126 127 128 129 130 131 132 … 245 ›
Hof og hallir Páll Baldvin Baldvinsson skrifar Á síðustu metrunum verða ákafari úrtöluraddirnar að nýjar og glæsilegar byggingar í Reykjavík og á Akureyri hafi aldrei átt að rísa. "Seint séð Þuríður." Nú skal ekki hér rifjað upp hver tildrögin voru að því að Harpa og Hof voru undirbúin, hönnuð og reist. Aðdragandinn að báðum húsunum var langur og hugsjónir um byggingu þeirra kviknuðu af sárri þörf, hvorki norðan né sunnan heiða voru nein hús tiltæk til samkomuhalds þannig að sómi væri að. Og þá var sama til hvaða tónlistarnota var litið: sinfónískrar tónlistar, kórverka, hljómsveita stórra og smárra af hvaða tagi sem gafst. Íslenskum áhugamönnum um tónlist af öllu tagi var vísað í skítuga bari, íþróttahús, gamla bíósali, félagsheimili af annarri kynslóð - því ástandi varð að linna. Fastir pennar 21.6.2010 14:48
Í útlöndum er einmitt skjól Guðmundur Andri Thorsson skrifar Nýja auglýsingin frá Flugleiðum sýnir fólk í þjónustustörfum um allan heim að tala um Íslendinga. Ó svo kunnuglegt: þessi blanda af vanmetakennd og sjálfsupphafningu, þessi þörf að sjá sig með augum útlendinga, þessi hugmynd að fólk víða um lönd sé að bollaleggja fram og aftur um Íslendinga. Samskonar auglýsing dynur á okkur frá Keflavíkurflugvelli (sem vill væntanlega minna á sig til að við flykkjumst ekki á Akureyrar - eða Egilsstaðaflugvöll til að fljúga þaðan til útlanda) þar sem einhver Japani þruglar um breytta jeppa og „þessa Ísslendinga" áður en okkur er tjáð að þetta sé besti flugvöllur í heimi. Fastir pennar 21.6.2010 06:00
Steinunn Stefánsdóttir: Á móti vindi Steinunn Stefánsdóttir skrifar Íslendingar fagna því í dag að liðin eru 95 ár frá því að konur fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Sá áfangi náðist fyrir þrotlausa vinnu og baráttu kvenna undir forystu Bríetar Bjarnhéðinsdóttur og markar ákveðið upphaf kvennabaráttu á Íslandi, baráttunnar fyrir jafnrétti kynjanna. Ekki þótti öllum sjálfsagt þarna fyrir 95 árum að konur fengju kosningarétt. Bríet og stallsystur hennar létu andbyrinn í samfélaginu þó ekki á sig fá en héldu fram málstað jafnréttisins fullvissar um að þær væru á réttri leið og með tímanum hefur það orðið æ fjarstæðukenndara að búa í samfélagi þar sem kosningaréttur er bundinn við kyn. Fastir pennar 19.6.2010 06:00
Umræða á grunni staðreynda Ólafur Stephensen skrifar Samþykkt Evrópusambandsins um að hefja aðildarviðræður við Ísland þýðir ekki að Ísland verði aðildarríki ESB. Það ræðst ekki fyrr en þjóðin greiðir atkvæði um aðildarsamning. En ákvörðunin er vendipunktur að því leyti að nú er aðildarferlið formlega hafið og þá er vonandi hægt að færa Evrópuumræðuna á Íslandi á grunn staðreynda. Fastir pennar 18.6.2010 07:00
Ásælni óskast Pawel Bartoszek skrifar Ég fæ æluflog í hvert skipti sem ég heyri þá orðnotkun að einhverjir útlendingar ásælist íslenskar auðlindir, fyrirtæki, eða eitthvað annað sem íslenskt er. Í fyrsta lagi vegna þetta er ekki satt og í öðru lagi myndum við gjarnan vilja að það væri það. Við þurfum einfaldlega fleiri erlendar fjárfestingar, erlend fyrirtæki, erlent fagfólk og þá reynslu sem öllu þessu fylgir. Fastir pennar 18.6.2010 06:00
Ísland er velkomið Ólafur Þ. Stephensen skrifar Allar líkur eru á að leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins samþykki á fundi sínum í dag að hefja aðildarviðræður við Ísland. Það er enn einn áfanginn í endurreisn íslenzks samfélags og efnahagslífs eftir hrunið. Ísland þarf á öflugum bandamönnum að halda, nothæfum gjaldmiðli og skýrum ramma um efnahagsstefnuna. Þetta fæst allt með inngöngu í ESB. Fastir pennar 17.6.2010 06:00
Ólafur Þ. Stephensen: Nær brosið endum saman? Því verður ekki neitað að nýr andi sveif yfir vötnum í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær, þegar ný borgarstjórn tók við völdum. Jón Gnarr, nýr borgarstjóri Reykvíkinga, grínaðist meira en menn eiga að venjast í fyrstu ræðu sinni. Ekki er hægt annað en að brosa af og til þegar samstarfsyfirlýsing nýs meirihluta er lesin og sumir hlógu jafnvel upphátt þegar æviágrip nýja borgarstjórans var lesið á vef Reykjavíkurborgar í gær. Enda er markmið nýs meirihluta að „borginni verði stjórnað með bros á vör“. Fastir pennar 16.6.2010 06:00
Ný umræðuhefð? Ólafur Stephensen skrifar Sú málamiðlun, sem náðist í allsherjarnefnd Alþingis um breytingar á frumvarpinu um stjórnlagaþing, virðist vera fremur til bóta og óskandi væri að málið fengi afgreiðslu á þinginu, sem nú er að ljúka. Samkvæmt breytingartillögu fulltrúa allra flokka á meðal annars að fela stjórnlagaþinginu að fjalla um tvennt, sem láðist að nefna í upphaflegu frumvarpi forsætisráðherra; annars vegar framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana og meðferð utanríkismála og hins vegar umhverfismál, þar á meðal eignarhald á auðlindum. Hvort tveggja eru mál, sem mörgum finnst að eigi heima í nútímalegri stjórnarskrá. Fastir pennar 15.6.2010 06:00
Bótanískt útlendingahatur Ólafur Stephensen skrifar Það er miður júní og breiður af bláum blómum gleðja augað víða um land. Hæðir og holt í nágrenni höfuðborgarinnar, þar sem áður voru uppblásin moldarbörð, eru blá yfir að líta; einstaklega falleg sjón í sumarblíðunni að undanförnu. Lúpínan setur svip sinn á landið, klæðir það með þykku teppi þar sem áður var enginn, lítill eða rytjulegur gróður. Fastir pennar 14.6.2010 10:33
Enginn getur átt það Guðmundur Andri Thorsson skrifar Innan um og saman við allt morfís-þruglið sem liggur yfir alþingi eins og suður-afrísk lúðrasveit koma þar samt til umræðu og afgreiðslu mál sem varða okkur - varða framtíð okkar, sjálfa þjóðfélagsskipanina, það hvernig Ísland á eiginlega að vera; þetta sem pólitík snýst í raun og veru um og skiptir fólki í flokka sérhyggju og félagshyggju, hægri og vinstri. Fastir pennar 14.6.2010 06:00
Afnám mismununar Ólafur Stephensen skrifar Gærdagurinn var merkisdagur í sögu mannréttindabaráttu á Íslandi. Alþingi samþykkti frumvarp um að ein hjúskaparlög gildi fyrir samkynhneigða og gagnkynhneigða. Hjónaband samkynhneigðra para verður ekki lengur sett í annan flokk og kallað staðfest samvist; það heitir nú hjónaband að lögum. Fastir pennar 12.6.2010 06:00
Virðing Alþingis Ólafur Stephensen skrifar Engin leið hefur verið að sjá nokkur merki þess á Alþingi undanfarna daga að gömlu stjórnmálaflokkarnir fjórir séu nýkomnir úr sveitarstjórnarkosningum þar sem þeir fengu skell allir sem einn. Kjósendur reyndust ginnkeyptir fyrir nýjungum, jafnvel þótt þær væru settar fram undir merkjum gríns fremur en alvöru. Gestkomandi gætu reyndar haldið að gömlu flokkarnir hefðu brugðizt við með því að setja á svið gamanleikrit á þjóðþinginu, en vanir kjósendur vita að það er því miður sami lélegi farsinn og í fyrra - og árið þar áður. Fastir pennar 11.6.2010 06:00
Feyneyjar stefna í auðn Þorvaldur Gylfason skrifar Fyrir mörgum árum hringdi til mín kunnur athafnamaður, þetta var seint um kvöld, til að fræða mig um tillögu, sem hann hugðist bera fram á viðeigandi vettvangi, gott ef hann sagði ekki í Sjálfstæðisflokknum. Þegar þetta var, hafði gapandi og getulaus stjórnmálastéttin hrint þjóðarbúinu fram á bjargbrúnina eina ferðina enn. Horfurnar voru sótsvartar, verðbólga og verkföll. Maðurinn sagði: Mig langar að leggja til, að við drögum fram orf og ljái, skilvindur, strokka og rokka, ræsum kembivélarnar, breytum Íslandi í þímpark (hans orð, ekki mitt) og seljum inn. Ég þóttist ekki skilja grínið. Sauðkindin dregur ekki að, sagði ég alvarlegur í bragði, ekki útlendinga. Fastir pennar 10.6.2010 06:00
Í skjóli Kína? Ólafur Stephensen skrifar Gjaldeyrisskiptasamningur seðlabanka Íslands og Kína, sem undirritaður var í gær, markar að ýmsu leyti tímamót. Slíkir samningar hafa ekki verið gerðir við erlenda seðlabanka frá því fyrir hrun. Seðlabankar Bandaríkjanna og Evrópu hafa til að mynda hafnað slíku. Fastir pennar 10.6.2010 06:00
Dugar frysting launa til? Ólafur Stephensen skrifar Grein Árna Páls Árnasonar, félags- og tryggingamálaráðherra, hér í Fréttablaðinu í gær hefur vakið mikla athygli og viðbrögð. Ráðherrann velti þar fyrir sér leiðum til að ná fram bráðnauðsynlegum niðurskurði í ríkisrekstrinum á næstu árum og telur nauðsynlegt að ná þjóðarsátt um að frysta laun opinberra starfsmanna næstu þrjú árin, ásamt lífeyrisgreiðslum og öðrum afkomutengdum greiðslum ríkisins, til dæmis til bænda. Fastir pennar 9.6.2010 06:00
Allir sem einn Jónína Michaelsdóttir skrifar Þann 21. maí árið 1979, nokkrum dögum fyrir þingslit, ríkti sérstök stemning á löggjafarsamkomunni þegar fundur var settur í sameinuðu alþingi. Þingpallar voru þéttsetnir og mátti þar kenna nokkra nafntogaða menn. Í fréttamannastúkunni voru fleiri fréttamenn en maður átti að venjast og eftirvænting í loftinu. Í síðdegisblöðunum hafði þingmaður upplýst almenning um að fjármálaráðherra landsins yrði látinn svara til saka utan dagskrár þennan dag. Hafði hann tekið lán til bifreiðakaupa hjá ríkissjóði eða ekki? Ef mig misminnir ekki, var þetta í samræmi við nýjar reglur um hlunnindi ráðherra, og til þess gerðar að bifreiðin væri á þeirra ábyrgð, þótt reksturinn væri ríkisins. Hér var því ekki um lögbrot að ræða. Frést hafði að einn ráðherra hefði nýtt sér þetta, en ekki gefið upp hver það var. Fastir pennar 8.6.2010 06:00
Að þora ekki að veðja á hið þekkta Steinunn Stefánsdóttir skrifar Nýliðnar sveitarstjórnarkosningar sýndu glöggt að íslenskir kjósendur hafa misst trú á stjórnmálamönnum. Um það ber vitni lítil kosningaþátttaka, einkum í þeim sveitarfélögum þar sem eingöngu voru í boði listar gömlu flokkanna. Sömuleiðis árangur nýrra framboða, þar á meðal grínframboða, og talsvert miklar útstrikanir og tilfæringar á frambjóðendum á listum. Fastir pennar 8.6.2010 06:00
Guðmundur Andri: Fjárflokkakerfið Guðmundur Andri Thorsson skrifar Nú verður hópur stjórnmálamanna uppvís að því að hafa þegið stórfé af stórfyrirtækjum. Skulu þá þær konur sem í hópnum eru víkja. Fastir pennar 7.6.2010 17:24
Viturlegar ákvarðanir skila sér Ólafur Stephensen skrifar Hafrannsóknastofnunin hefur nú skilað tillögum sínum um hámarksafla á næsta fiskveiðiári, sem hefst í september. Stofnunin vildi ekki mæla með því í apríl síðastliðnum að þorskkvótinn yrði aukinn í sumar, þrátt fyrir þrýsting frá hagsmunaaðilum og stjórnmálamönnum. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafró, sagði þá hér í blaðinu að ekkert hefði komið fram sem breytti ráðleggingum stofnunarinnar fyrir yfirstandandi fiskveiðiár. Hins vegar mætti auka þorskkvótann í haust ef rannsóknir gæfu tilefni til. Fastir pennar 7.6.2010 06:00
Fjárflokkakerfið Guðmundur Andri Thorsson skrifar Nú verður hópur stjórnmálamanna uppvís að því að hafa þegið stórfé af stórfyrirtækjum. Skulu þá þær konur sem í hópnum eru víkja. Fastir pennar 7.6.2010 00:01
Tæknilandið Ísland Ólafur Þ. Stephensen skrifar „Það er eitthvað skrýtið við samfélag sem vantar fólk í vinnu en er með marga á atvinnuleysisskrá," sagði Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri Marorku, í samtali við Markaðinn, sérblað Fréttablaðsins um viðskipti, síðastliðinn miðvikudag. Fastir pennar 5.6.2010 10:41
Niðurgreiddir bílar Pawel Bartozsek skrifar Margir virðast afar sannfærðir um að bílar og bensín séu afar skattpínd fyrirbæri. Kannski ekki að ósekju. Þegar bensínlítrinn er greindur niður í krónur kemur vissulega á daginn að flestar þeirra enda hjá Ríkinu. Sömuleiðis hvíla fjölmörg gjöld á bílunum sjálfum, vörugjöld, bifreiðagjöld og þungaskattar. Fljótt á litið virðast því hagsmunaaðilar bíleigenda hafa nokkuð til síns máls. Ríkið skattpínir bíleigendur, en samt halda allir áfram að keyra. Fólkið hefur valið einkabílinn. Fastir pennar 4.6.2010 06:00
Skólar bornir saman Ólafur Stephensen skrifar Nú styttist í að Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra greini frá tillögum sínum um hvernig á að spara í rekstri háskólanna í landinu. Ráðherrans bíða erfiðar ákvarðanir. Allir háskólarnir halda fram sínum málstað og vilja sízt láta skera niður hjá sér. Fastir pennar 4.6.2010 06:00
Misskipting varðar miklu Þorvaldur Gylfason skrifar Suður-Kórea og Taíland eru meðal þeirra þrettán landa, þar sem tekjur á mann hafa vaxið um sjö prósent á ári eða meira í aldarfjórðung eða lengur. Kórea, eins og landið er kallað í daglegu tali, hefur náð enn lengra en Taíland. Kaupmáttur þjóðartekna á mann í Kóreu er nú kominn upp fyrir kaupmátt á mann á Íslandi, eða 28.000 dalir í Kóreu á móti 25.000 dölum hér heima samkvæmt upplýsingum Alþjóðabankans fyrir 2008. Bilið breikkar. Fastir pennar 3.6.2010 07:00
Tveir aðskildir menningarheimar Páll Baldvin Baldvinsson skrifar Framundan er sjómannadagurinn og víða um land má sjá merki þess að heimamenn í sjávarþorpum landsins ætli sér að gera vertíðarlokin og sjómannadaginn að héraðshátíðadögum sem vara ekki í einn stakan dag heldur teygja sig inn í vikuna og þá með veraldlegri hætti en hinar fornu kristnu hátíðir sem eru árvissar, pálmasunnudagur, dymbilvika, páskar, uppstigningardagur og hvítasunna. Fastir pennar 3.6.2010 06:30
Samþykki með aðgerðaleysi Steinunn Stefánsdóttir skrifar Enn hafa Ísraelsmenn gengið fram af heimsbyggðinni með árás Ísraelshers á skipalest sem var á leið með hjálpargögn til Gasasvæðisins, árás sem kostaði að minnsta kosti tíu manns lífið. Fastir pennar 2.6.2010 06:00
Yfirgripsmikið þekkingarleysi Ólafur Þ. Stephensen skrifar Samtök ungra bænda birtu dálítið sláandi auglýsingar í blöðunum á föstudaginn. Mynd af brynvörðum fallbyssubíl með eftirfarandi fyrirsögn: "Við viljum ekki senda afkomendur okkar í Evrópusambandsherinn." Lesendur, sem gengu kannski út frá því að höfundar auglýsingarinnar vissu um hvað þeir væru að tala, hefð Fastir pennar 1.6.2010 08:53
Bylting pólitísku viðrinanna Í útlöndum snúast svona flokkar sem koma brunandi af jaðrinum og hirða allt lausa- og óánægjufylgið oftast um hatur á innflytjendum en óánægjuflokkurinn hér er fullur af hlátri. Það er þó eitthvað. Það er eitthvað við Besta flokkinn sem erfitt er að koma orðum að, eitthvað „je ne sais quoi“. Fastir pennar 31.5.2010 06:00
Hrist upp í pólitíkinni Ólafur Stephensen skrifar Úrslit sveitarstjórnarkosninganna hrista rækilega upp í hinu pólitíska kerfi á Íslandi. Hefbundnu flokkarnir fjórir fá skell, sem á sér fá fordæmi. Þótt forystumenn flokkanna geti vísað til einhverra ljósra punkta, eru skilaboð kjósenda skýr og flokkarnir komast ekki hjá því að horfast í augu við það. Uppgjörið og siðbótin, sem skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kallaði á, hefur að mati margra kjósenda látið á sér standa. Kosningaúrslitin þrýsta á flokkana að gera hreint fyrir sínum dyrum. Fastir pennar 31.5.2010 06:00
Kjördagur óánægjunnar Þorsteinn Pálsson skrifar Þrennt einkennir einkum sveitarstjórnarkosningarnar í dag: Í fyrsta lagi eru þær ópólitískari og málefnasnauðari en endranær. Í öðru lagi hafa landsmálin ríkari áhrif en fyrr. Í þriðja lagi eru þær meira bundnar við fortíðina en gengur og gerist. Fastir pennar 29.5.2010 06:00