
Veður

Erfitt að elta veðrið um verslunarmannahelgina
Ef fólk hyggst elta veðrið um verslunarmannahelgina gæti það reynst erfitt. Veðrið er best í höfuðborginni í dag, á Vestfjörðum á morgun en á Austur- og Norðausturlandi á sunnudag og mánudag.

Heitast fyrir sunnan í dag og hlýtt langt fram á kvöld
Í dag er spáð norðan og norðaustan 5 til 13 metrum á sekúndu, en sterkari vindi í vindstrengjum við fjöll á suðaustanverðu landinu.

Úrkoman er komin austur
Norðan og norðaustanátt fimm til þrettán metrar á sekúndu ríkir í allan dag og á morgun með rigningu eða þokusúld með köflum, en samfelldari úrkomu norðaustantil. Þurrt og bjart verður suðvestanlands. Hiti verður á bilinu sex til sextán stig, hlýjast á Suðurlandi.

Víða skúrir á landinu í dag
Suðaustlæg eða breytileg átt 3 til 10 metrar á sekúndu og skúrir verða á öllu landinu í dag. Lengst af verður þó þurrt og bjart á Norðausturlandi. Hiti verður á bilinu 9 til 19 gráður og hlýast verður á Austurlandi.

Fólki sem finnst rigningin góð ætti að geta notið dagsins
Suðlæg átt verður á landinu í dag, víða 5-10 m/s og súld eða rigning með köflum. Á norðaustanverðu landinu verður úrkomulítið fram eftir degi en þar má búast við sæmilega öflugum síðdegisskúrum að því er segir hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands í morgun. Hiti verður á bilinu 10 til 22 stig og sem fyrr hlýjast á Austurlandi.

Rigning í kortunum á landinu öllu
Búast má við suðlægum áttum með þokulofti eða rigningu á sunnan- og vestanverðu landinu í dag en skúraleiðingum síðdegis á morgun. Rigning hefst þá að nýju á sunnudag.

Löngum og vænum hlýindakafla á Norður- og Austurlandi að ljúka
Löngum og vænum hlýindakafla á Norður- og Austurlandi fer senn að ljúka. Spáð er háloftalægð um helgina með svalara lofti og bleytu. Sunnan og vestanlands er útlit fyrir vætu af gagni, 10 til 15 mm á sunnudag. Í kjölfarið fer veður þar mjög kólnandi.

Hlýjasti júlímánuður aldarinnar á Norður- og Austurlandi
Yfirstandandi júlímánuður er sá hlýjasti sem mælst hefur á Norður- og Austurlandi á þessari öld. Hið sama á við um Miðhálendið en óvenjuhlýtt hefur verið í landshlutunum að undanförnu.

Áfram blíðskaparveður á landinu
Búast má við svipuðu veðri í dag og var í gær og sömuleiðis á morgun. Sólin er þegar farin að skína á Norðurlandi, Austurlandi og hálendinu.

Sólin lætur sjá sig í Reykjavík
Svo virðist sem veðurguðirnir ætli að verða góðir við höfuðborgarbúa í dag en útlit er fyrir fyrsta sólardaginn í talsverðan tíma. Sólin hefur nær alveg fært sig á vestur- og suðurhorn landsins í dag, annað en verið hefur undanfarin misseri.

Hlýtt og sólríkt veður víða á sunnudag
Suðvestlæg eða breytileg átt í dag og víða gola eða kaldi, 3 til 10 metrar á sekúndu og dálítil væta með köflum. Gengur í suðvestan 8 til 15 metra á sekúndu suðaustantil á landinu og birtir til þar seinnipartinn.

Tuttugu stiga hiti tuttugu daga í röð en þó ekki í Reykjavík
Eftir tuttugu daga í röð þar sem hiti mældist yfir tuttugu stig einhvers staðar á landinu náði hitinn hvergi þeim hæðum í gær.

Áfram hlýjast á Norður- og Austurlandi
Í dag má víða gera ráð fyrir suðlægri átt, 5 til 13 metrum á sekúndu en 10 til 18 um landið norðvestanvert fram eftir degi. Lítilsháttar væta verður sunnan- og vestantil, en léttskýjað á Norður- og Austurlandi. Hiti 10 til 21 stig, hlýjast á Norður- og Austurlandi þar sem líklegt er að hiti fari yfir 20 gráður.

Hiti gæti náð 24 stigum í dag
Áfram verður tiltölulega hlýtt á landinu í dag og á morgun áður en það kólnar aðeins um miðja viku. Hiti gæti náð 24 stigum í dag, hvar annars staðar en á Austurlandi þar sem hefur verið mikil sumarblíða síðustu tvær vikurnar.

Áfram bongóblíða fyrir austan
Austurlandið virðist ætla að vera rétti staðurinn til að vera á – allavega ef fólk er hrifið af sól og hita. Áfram verður besta veðrið á landinu þar um helgina og út næstu viku. Einnig verður nokkuð gott veður á Akureyri í næstu viku, ef marka má nýjustu spákort Veðurstofunnar.

Hlýjast á Austurlandi um helgina
Ætli einhverjir landsmenn að ferðast um helgina munu þeir líklegast halda austur á land þar sem blíðskaparveður hefur verið undanfarna daga og verður áfram. Allvíða verður sól austantil og í kring um 20°C, eða meira, í innsveitum um helgina.

Hiti allt að 24 stigum norðaustantil
Spáð er suðvestan átta til þrettán metrum á sekúndu norðvestan- og vestanlands, og einnig með suðausturströndinni, en hægari breytileg átt annarsstaðar. Skýjað og úrkomulítið verður á vesturhelmingi landsins en dálítil rigning norðvestantil.

Áfram hlýtt í veðri næstu daga
Engar stórar breytingar verða á veðrinu næstu daga, en þó má búast við smá vætu um landið norðvestanvert. Áfram verður hlýtt í veðri og fer hiti víða yfir tuttugu stig þar sem sólin nær að skína um landið austanvert.

Hlýtt loft ættað suður úr höfum yfir landinu
Fremur hægar suðlægar áttir verða ríkjandi í dag og víða verður þungbúið, en bjartara austast á landinu. Birtir heldur til norðaustan- og austanlands þegar líður á daginn, en áfram skýjað og úrkomulítið um landið vestanvert.

Víða þungbúið með þoku en rofar til þegar líður á morguninn
Það stefnir í breytilega átt í dag, þrír til átta metrar á sekúndu. Þungbúið verður með þoku víða í morgunsárið, en rofar til þegar líður á morguninn.

Þoka spillir blíðunni á höfuðborgarsvæðinu
Mikið þokuloft hangir nú yfir höfuðborgarsvæðinu og kemur í veg fyrir að höfuðborgarbúar geti notið blíðviðrisins sem ríkir á vesturhluta landsins. Veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands óttast að þokan eigi eftir að hanga yfir borginni í allan dag.

Áfram spáð auknum leysingum í hlýindum norðan- og austantil
Veðurspá gerir ráð fyrir að á vestanverðu landinu, þar sem sólin er á bak við ský, verði frekar svalt í veðri í dag og átta til þrettán gráðu hiti. Áfram verður þó sól og hlýtt austantil með hita allt að 26 stigum.

Hiti að 27 stigum austanlands
Gular viðvaranir standa til kvölds fyrir Strandir og Norðurland vestra og Norðurland eystra, en reikna má með fremur hægum vindi á suðvesturhorninu og á Austfjörðum í dag.

Gular viðvaranir norðvestantil en að 26 stiga hiti fyrir austan
Allhvasst verður á norðvestanverðu landinu í dag og einnig á norðaustanverðu landinu á morgun – sunnan og suðvestan tíu til átján metrar á sekúndu og hviður um þrjátíu metrar á sekúndu í vindstrengjum við fjöll.

Víða hæglætisveður en þoka eða lágskýjað framan af degi
Landsmenn mega reikna með hæglætisveðri víða um landið í dag, en þoku eða lágskýjuðu framan af degi og gæti jafnvel haldast út daginn við sjávarsíðuna. Inn til landsins léttir til þegar líður á daginn og verður fallegasta veðrið þar sem sólin nær að bræða skýin af landinu.

Hiti í kringum tuttugu stig fyrir austan út vikuna
Hlýtt loft verður á öllu landinu næstu daga. Það verður þó langhlýjast fyrir austan þar sem hiti verður í kring um 20 stig og gæti farið upp í allt að 25 stig í dag.

Glampandi sól og allt að 24 stiga hiti
Þrátt fyrir mikið hvassviðri og appelsínugular og gular viðvaranir fyrir norðan fyrri part dags verður glampandi sól víðast hvar á landinu í dag. Langhlýjast verður austanlands þar sem hiti fer upp í 24 stig í dag.

Víða vindasamt á landinu og appelsínugular viðvaranir í gildi
Reikna má með allhvassri eða hvassri suðvestanátt í dag, en hvassviðri eða stormi norðvestantil á landinu og austur í Eyjafjörð. Einnig hvessir verulega allra syðst, sem og í Öræfasveit.

Appelsínugul viðvörun á þremur svæðum
Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun vegna hvassviðris á þremur svæðum. Áður voru gular viðvaranir í gildi á sömu svæðum, en áfram eru gular viðvaranir í gildi á þremur öðrum svæðum.

Gul viðvörun víðs vegar um land
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun á miðhálendinu, Norðurlandi eystra, Ströndum, Norðurlandi vestra, Vestfjörðum og í Breiðafirði.