Viðskipti erlent Hreinlætisvörufyrirtæki kærir Apple Enn á ný neyðist Apple til að standa í málaferlum í Kína. Nú hefur kínverskt fyrirtæki kært tæknirisann fyrir að hafa notað vörumerkið Snow Leopard í leyfisleysi. Viðskipti erlent 3.7.2012 22:30 Miklar verðsveiflur á áli á síðustu tveimur árum Miklar sveiflur hafa verið á álverði undanfarin ár, en staðgreiðsluverð á markaði er nú 1.867 dalir á tonnið, eða sem nemur um 233 þúsund krónum miðað við núverandi gengi. Fyrir ári síðan fór verðið í 2.800 dali á tonnið og hefur það því lækkað um 30 prósent á einu ári. Undanfarna daga hefur það verið að þokast lítið eitt upp á við, samhliða hækkunum á olíu eftir skarpa lækkun. Viðskipti erlent 3.7.2012 10:30 Paris Hilton vill stofna eigin hótelkeðju Raunveruleikastjarnan og hótelerfinginn Paris Hilton hefur áhuga á að stofna sína eigin hótelkeðju og ganga þar með í fótspor langafa síns Conrad Hilton. Viðskipti erlent 3.7.2012 10:12 Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar að nýju Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað nokkuð í morgun eða um tæpt prósent hjá bæði Brent olíunni og bandarísku léttolíunni. Viðskipti erlent 3.7.2012 09:48 Bankastjóri Barclays segir af sér Bob Diamond bankastjóri Barclays bankans hefur sagt upp störfum og hættir hann strax hjá bankanum. Viðskipti erlent 3.7.2012 07:47 Metsala á notuðum bílum í Danmörku Sala á notuðum bílum hefur aldrei verið meiri í sögunni í Danmörku. Í frétt um málið á vefsíðu börsen segir að á fyrstu fimm mánuðum ársins hafi um 217.000 notaðir bílar verið seldir í Danmörku eða að jafnaði 1.400 bílar á hverjum degi. Viðskipti erlent 3.7.2012 06:39 GlaxoSmithKline greiðir 376 milljarða í sekt Bandaríska lyfjarisanum GlaxoSmithKline hefur verið gert að greiða þrjá milljarða dollara eða um 376 milljörðum króna í sekt í Bandaríkjunum í stærsta lyfjamisferlismáli sem upp hefur komið þar í landi. Viðskipti erlent 3.7.2012 06:28 David Cameron segir framferði Barclays manna hneyksli David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir framferði starfsmanna Barclays-bankans, og eftir atvikum annarra bankamanna, er varðar vaxtasvindl bankans vera hneyksli og tilkynnti um það í breska þinginu í dag að ítarleg rannsókn myndi fara fram á starfsháttum banka í landinu. Viðskipti erlent 2.7.2012 16:11 Apple greiðir 7,5 milljarð króna Apple borgar 7,5 miljarð króna til að sætta mál í Kína um eignarétt á iPad vörumerkinu. Viðskipti erlent 2.7.2012 11:08 Atvinnuleysi á evrusvæðinu eykst áfram Atvinnuleysi á evrusvæðinu heldur áfram að aukast. Atvinnleysið mældist 11,1% í maí samanborið við 11% í apríl og hefur aldrei verið meira í sögu evrusvæðisins. Viðskipti erlent 2.7.2012 09:35 Stjórnarformaðurinn yfirgefur Barclays Barclays bankinn staðfesti í morgun fréttir breska ríkisútvarpsins, BBC, um að stjórnarformaðurinn, Marcus Aguis, myndi láta af störfum. Ástæðan er sú að bankinn var á dögunum sektaður um það sem samsvarar 57 milljörðum íslenskra króna fyrir að hafa reynt að hafa áhrif á stýrivexti með ólöglegum aðgerðum. Bob Diamond, framkvæmdastjóri Barclays, mun gefa skýrslu fyrir fjármálanefnd breska þingsins á miðvikudag vegna hneykslisins. Aguis mætir svo fyrir nefndina á fimmtudaginn. Viðskipti erlent 2.7.2012 09:18 Olíuverðið gefur eftir í kjölfar gífurlegrar hækkunnar Heimsmarkaðsverð á olíu hefur aðeins gefið eftir í morgun en það hækkaði gífurlega seinnipartinn á föstudag. Viðskipti erlent 2.7.2012 07:00 Eignir Batista hrynja í verði Brasilíski milljarðamæringurinn Eike Batista, einn ríkasti maður Brasilíu, hefur tapað helmingnum af auði sínu á síðustu þremur mánuðum, að því er fram kemur á vef Forbes. Þar segir að „ástarsambandi Batista“ við hlutabréfamarkaði sé lokið, en frá því í mars mánuði hefur hann tapað 15,5 milljörðum dala, eða sem nemur ríflega 1.900 milljörðum krónum. Enginn milljarðamæringur í heiminum hefur tapað meiru á árinu en Batista, samkvæmt Forbes. Viðskipti erlent 1.7.2012 22:30 Stjórnarformaður Barclays mun segja upp Marcus Agius stjórnarformaður Barclays mun segja upp vegna vaxtahneykslisins. Bankinn er sakaður um að hafa með markaðsmisnoktun reynt að hafa áhrif á stýrivexti. Robert Peston, viðskiptaritstjóri breska ríkisútvarpsins BBC fullyrðir að Agius muni tilkynna afsögn sína á morgun. Barclays bankinn var sektaður um 290 milljónir sterlingspunda vegna hneykslisins. Royal Bank of Scotland hefur nú þegar rekið fjóra miðlara vegna þáttar þeirra í svindlinu. Viðskipti erlent 1.7.2012 20:39 Bankar fá fé beint úr neyðarsjóðum Leiðtogar ríkjanna á Evrusvæðinu hafa komist að samkomulagi um lausn á vandræðunum með gjaldmiðilinn. Einnig hafa langtímamarkmið verið sett. Leiðtogarnir funduðu í Brussel í gær. Viðskipti erlent 30.6.2012 04:30 Yfirþjóðlegt fjármálaeftirlit í ESB Seðlabanki Evrópu fær auknar valdheimildir með eins konar yfirþjóðlegu fjármálaeftirliti yfir bönkum í ríkjunum sautján á evrusvæðinu, en það var meðal þess sem ákveðið var á fundi leiðtoga evruríkjanna í Brussel í dag. Um er að ræða stórt skref í átt til sérstaks bankabandalags evruríkjanna. Þá var samþykkt að veita 100 milljarða evra í endurfjármögnun spænskra banka, en peningarnir verða ekki veittir fyrr en hinu evrópska fjármálaeftirliti hefur formlega verið komið á laggirnar. Markaðir brugðust vel við tíðindunum og gengi evru gagnvart dollar styrktist eftir að tilkynnt var um áformin í dag. Viðskipti erlent 29.6.2012 20:20 Allt á niðurleið hjá RIM Svo virðist sem að dagar Research in Motion, framleiðanda BlackBerry snjallsímanna, séu taldir. Síðasti ársfjórðungur var afar erfiður fyrirtækinu og er talið að um 5 þúsund starfsmönnum verði sagt upp á næstu dögum. Viðskipti erlent 29.6.2012 17:41 Miklar hækkanir á hlutabréfamörkuðum Fjárfestar hafa brugðist einkar vel við fréttum af fundi leiðtoga Evrópusambandsins (ESB), sem nú fer fram í Brussell, og er þar einkum horft til ákvarðana um að björgunarsjóður ESB fái heimildir til þess að endurfjármagna bankakerfi allra landa innan ESB, ef í óefni er komið. Viðskipti erlent 29.6.2012 15:37 Nú er hægt að fá Chrome á iPhone Tæknirisinn Gooogle tilkynnti fyrr í vikunni að Chrome netvafrinn yrði brátt fáanlegur fyrir iOS stýrikerfið. Það var síðan í gær sem að vafrinn vinsæli birtist í smáforrita safni Apple. Viðskipti erlent 29.6.2012 11:31 Fréttaskýring: Fjársjóður og umhverfisvá á Norðurslóðum Landsframleiðsla í Grænlandi mun aukast um 300 prósent á næstu þremur árum ef uppbyggingaráform London Mining og Alcoa ganga eftir. Þetta kemur fram í ítarlegri úttekt The Economist á efnahagslegum tækifærum á Norðurslóðum sem birtist með tölublaði ritsins 16. júní sl. Ritið er 14 síður og er farið ítarlega yfir efnahagsleg og umhverfisleg áhrif þess ef farið verður út í mikla nýtingu á olíuauðlindum svæðisins, sem er raunar þegar komin af stað. Viðskipti erlent 29.6.2012 11:23 Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar að nýju Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað nokkuð í morgun. Tunnan af Brent olíunni er komin í 93,5 dollara og hefur hækkað um 1,6%. Viðskipti erlent 29.6.2012 10:28 Evrópumarkaðir í mikilli uppsveiflu Markaðir í Evrópu hafa verið í mikilli uppsveiflu frá því að þeir voru opnaðir í morgun. Viðskipti erlent 29.6.2012 08:03 Neyðarsjóður ESB má lána beint til banka Leiðtogar Evrópusambandsins hafa samþykkt að sérstakur neyðarsjóður á vegum sambandsins geti lánað bönkum innan þess beint þannig að það hafi ekki áhrif á ríkisfjármál þeirra landa sem bankarnir eru staðsettir í. Viðskipti erlent 29.6.2012 06:48 Bankahrunin á Íslandi og Írlandi þau allra verstu Ísland og Írland tróna á toppi lista Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um kostnaðarsömustu bankahrun síðustu áratuga miðað við aukningu í ríkisskuldum. Viðskipti erlent 28.6.2012 21:30 Google kynnir Project Glass og nýja spjaldtölvu Tæknirisinn Google ætlar sér stóra hluti á komandi misserum. Stjórnendur fyrirtækisins opinberuðu helstu nýjunar þessu á I/O ráðstefnunni í San Francisco í gær. Viðskipti erlent 28.6.2012 11:53 New York Times reynir að ná til Kínverja New York Times birti í gær, í fyrsta skipti, fréttavef sinn á kínversku og hyggst framvegis bjóða upp á að skoða fréttir á því tungumáli. Ætlun ritstjórnar fjölmiðilsins er að ná til þess fólks í Asíu og Kína sem hefur tök á því að skoða alþjóðlegar fréttir, og er þar ekki síst horft til ört vaxandi millistéttar, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC um þessa breytingu hjá New York Times. Viðskipti erlent 28.6.2012 09:59 Leiðtogar funda á ný um skuldavanda Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna munu funda í Brussel í dag og á morgun. Leiðtogarnir funda um sama mál og oftast undanfarin ár, skuldavanda álfunnar og mögulegar lausnir á henni. Viðskipti erlent 28.6.2012 06:45 Barclays greiðir 57 milljarða króna í sekt Barclays bankinn mun greiða 290 milljónir sterlingspunda, jafnvirði 57 milljarða íslenskra króna, í sekt fyrir að hafa haft óeðlileg áhrif á stýrivexti með markaðsmisnotkun. Það eru bresk og bandarísk yfirvöld sem leggja sektina á og segja þau að brotið sé alvarlegt og útbreitt. Umræddir bankavextir hafa áhrif á kostnað við lántöku einstaklinga, eins og húsnæðislán. Bob Diamond, forstjóri Barclays, og þrír aðrir stjórnendur bankans hafa afsalað sér launabónusum sínum í ár vegna þessa. Viðskipti erlent 27.6.2012 15:52 Google kynnir nýja spjaldtölvu Ný tegund spjaltölvu er væntanleg frá Google vörumerkinu og talið er að hún verði kynnt á ráðstefnu sem hefst í San Fransisco í dag. Viðskipti erlent 27.6.2012 14:32 Air Finland gjaldþrota Flugfélagið Air Finland er gjaldþrota. Erlendir fréttamiðlar greina frá því að stutta tilkynningu væri að finna á heimasíðu félagsins sem birtist í gærkvöldi. Félagið var stofnað árið 2002 og var með höfuðstöðvar í Helsinki. Viðskipti erlent 27.6.2012 11:53 « ‹ 177 178 179 180 181 182 183 184 185 … 334 ›
Hreinlætisvörufyrirtæki kærir Apple Enn á ný neyðist Apple til að standa í málaferlum í Kína. Nú hefur kínverskt fyrirtæki kært tæknirisann fyrir að hafa notað vörumerkið Snow Leopard í leyfisleysi. Viðskipti erlent 3.7.2012 22:30
Miklar verðsveiflur á áli á síðustu tveimur árum Miklar sveiflur hafa verið á álverði undanfarin ár, en staðgreiðsluverð á markaði er nú 1.867 dalir á tonnið, eða sem nemur um 233 þúsund krónum miðað við núverandi gengi. Fyrir ári síðan fór verðið í 2.800 dali á tonnið og hefur það því lækkað um 30 prósent á einu ári. Undanfarna daga hefur það verið að þokast lítið eitt upp á við, samhliða hækkunum á olíu eftir skarpa lækkun. Viðskipti erlent 3.7.2012 10:30
Paris Hilton vill stofna eigin hótelkeðju Raunveruleikastjarnan og hótelerfinginn Paris Hilton hefur áhuga á að stofna sína eigin hótelkeðju og ganga þar með í fótspor langafa síns Conrad Hilton. Viðskipti erlent 3.7.2012 10:12
Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar að nýju Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað nokkuð í morgun eða um tæpt prósent hjá bæði Brent olíunni og bandarísku léttolíunni. Viðskipti erlent 3.7.2012 09:48
Bankastjóri Barclays segir af sér Bob Diamond bankastjóri Barclays bankans hefur sagt upp störfum og hættir hann strax hjá bankanum. Viðskipti erlent 3.7.2012 07:47
Metsala á notuðum bílum í Danmörku Sala á notuðum bílum hefur aldrei verið meiri í sögunni í Danmörku. Í frétt um málið á vefsíðu börsen segir að á fyrstu fimm mánuðum ársins hafi um 217.000 notaðir bílar verið seldir í Danmörku eða að jafnaði 1.400 bílar á hverjum degi. Viðskipti erlent 3.7.2012 06:39
GlaxoSmithKline greiðir 376 milljarða í sekt Bandaríska lyfjarisanum GlaxoSmithKline hefur verið gert að greiða þrjá milljarða dollara eða um 376 milljörðum króna í sekt í Bandaríkjunum í stærsta lyfjamisferlismáli sem upp hefur komið þar í landi. Viðskipti erlent 3.7.2012 06:28
David Cameron segir framferði Barclays manna hneyksli David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir framferði starfsmanna Barclays-bankans, og eftir atvikum annarra bankamanna, er varðar vaxtasvindl bankans vera hneyksli og tilkynnti um það í breska þinginu í dag að ítarleg rannsókn myndi fara fram á starfsháttum banka í landinu. Viðskipti erlent 2.7.2012 16:11
Apple greiðir 7,5 milljarð króna Apple borgar 7,5 miljarð króna til að sætta mál í Kína um eignarétt á iPad vörumerkinu. Viðskipti erlent 2.7.2012 11:08
Atvinnuleysi á evrusvæðinu eykst áfram Atvinnuleysi á evrusvæðinu heldur áfram að aukast. Atvinnleysið mældist 11,1% í maí samanborið við 11% í apríl og hefur aldrei verið meira í sögu evrusvæðisins. Viðskipti erlent 2.7.2012 09:35
Stjórnarformaðurinn yfirgefur Barclays Barclays bankinn staðfesti í morgun fréttir breska ríkisútvarpsins, BBC, um að stjórnarformaðurinn, Marcus Aguis, myndi láta af störfum. Ástæðan er sú að bankinn var á dögunum sektaður um það sem samsvarar 57 milljörðum íslenskra króna fyrir að hafa reynt að hafa áhrif á stýrivexti með ólöglegum aðgerðum. Bob Diamond, framkvæmdastjóri Barclays, mun gefa skýrslu fyrir fjármálanefnd breska þingsins á miðvikudag vegna hneykslisins. Aguis mætir svo fyrir nefndina á fimmtudaginn. Viðskipti erlent 2.7.2012 09:18
Olíuverðið gefur eftir í kjölfar gífurlegrar hækkunnar Heimsmarkaðsverð á olíu hefur aðeins gefið eftir í morgun en það hækkaði gífurlega seinnipartinn á föstudag. Viðskipti erlent 2.7.2012 07:00
Eignir Batista hrynja í verði Brasilíski milljarðamæringurinn Eike Batista, einn ríkasti maður Brasilíu, hefur tapað helmingnum af auði sínu á síðustu þremur mánuðum, að því er fram kemur á vef Forbes. Þar segir að „ástarsambandi Batista“ við hlutabréfamarkaði sé lokið, en frá því í mars mánuði hefur hann tapað 15,5 milljörðum dala, eða sem nemur ríflega 1.900 milljörðum krónum. Enginn milljarðamæringur í heiminum hefur tapað meiru á árinu en Batista, samkvæmt Forbes. Viðskipti erlent 1.7.2012 22:30
Stjórnarformaður Barclays mun segja upp Marcus Agius stjórnarformaður Barclays mun segja upp vegna vaxtahneykslisins. Bankinn er sakaður um að hafa með markaðsmisnoktun reynt að hafa áhrif á stýrivexti. Robert Peston, viðskiptaritstjóri breska ríkisútvarpsins BBC fullyrðir að Agius muni tilkynna afsögn sína á morgun. Barclays bankinn var sektaður um 290 milljónir sterlingspunda vegna hneykslisins. Royal Bank of Scotland hefur nú þegar rekið fjóra miðlara vegna þáttar þeirra í svindlinu. Viðskipti erlent 1.7.2012 20:39
Bankar fá fé beint úr neyðarsjóðum Leiðtogar ríkjanna á Evrusvæðinu hafa komist að samkomulagi um lausn á vandræðunum með gjaldmiðilinn. Einnig hafa langtímamarkmið verið sett. Leiðtogarnir funduðu í Brussel í gær. Viðskipti erlent 30.6.2012 04:30
Yfirþjóðlegt fjármálaeftirlit í ESB Seðlabanki Evrópu fær auknar valdheimildir með eins konar yfirþjóðlegu fjármálaeftirliti yfir bönkum í ríkjunum sautján á evrusvæðinu, en það var meðal þess sem ákveðið var á fundi leiðtoga evruríkjanna í Brussel í dag. Um er að ræða stórt skref í átt til sérstaks bankabandalags evruríkjanna. Þá var samþykkt að veita 100 milljarða evra í endurfjármögnun spænskra banka, en peningarnir verða ekki veittir fyrr en hinu evrópska fjármálaeftirliti hefur formlega verið komið á laggirnar. Markaðir brugðust vel við tíðindunum og gengi evru gagnvart dollar styrktist eftir að tilkynnt var um áformin í dag. Viðskipti erlent 29.6.2012 20:20
Allt á niðurleið hjá RIM Svo virðist sem að dagar Research in Motion, framleiðanda BlackBerry snjallsímanna, séu taldir. Síðasti ársfjórðungur var afar erfiður fyrirtækinu og er talið að um 5 þúsund starfsmönnum verði sagt upp á næstu dögum. Viðskipti erlent 29.6.2012 17:41
Miklar hækkanir á hlutabréfamörkuðum Fjárfestar hafa brugðist einkar vel við fréttum af fundi leiðtoga Evrópusambandsins (ESB), sem nú fer fram í Brussell, og er þar einkum horft til ákvarðana um að björgunarsjóður ESB fái heimildir til þess að endurfjármagna bankakerfi allra landa innan ESB, ef í óefni er komið. Viðskipti erlent 29.6.2012 15:37
Nú er hægt að fá Chrome á iPhone Tæknirisinn Gooogle tilkynnti fyrr í vikunni að Chrome netvafrinn yrði brátt fáanlegur fyrir iOS stýrikerfið. Það var síðan í gær sem að vafrinn vinsæli birtist í smáforrita safni Apple. Viðskipti erlent 29.6.2012 11:31
Fréttaskýring: Fjársjóður og umhverfisvá á Norðurslóðum Landsframleiðsla í Grænlandi mun aukast um 300 prósent á næstu þremur árum ef uppbyggingaráform London Mining og Alcoa ganga eftir. Þetta kemur fram í ítarlegri úttekt The Economist á efnahagslegum tækifærum á Norðurslóðum sem birtist með tölublaði ritsins 16. júní sl. Ritið er 14 síður og er farið ítarlega yfir efnahagsleg og umhverfisleg áhrif þess ef farið verður út í mikla nýtingu á olíuauðlindum svæðisins, sem er raunar þegar komin af stað. Viðskipti erlent 29.6.2012 11:23
Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar að nýju Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað nokkuð í morgun. Tunnan af Brent olíunni er komin í 93,5 dollara og hefur hækkað um 1,6%. Viðskipti erlent 29.6.2012 10:28
Evrópumarkaðir í mikilli uppsveiflu Markaðir í Evrópu hafa verið í mikilli uppsveiflu frá því að þeir voru opnaðir í morgun. Viðskipti erlent 29.6.2012 08:03
Neyðarsjóður ESB má lána beint til banka Leiðtogar Evrópusambandsins hafa samþykkt að sérstakur neyðarsjóður á vegum sambandsins geti lánað bönkum innan þess beint þannig að það hafi ekki áhrif á ríkisfjármál þeirra landa sem bankarnir eru staðsettir í. Viðskipti erlent 29.6.2012 06:48
Bankahrunin á Íslandi og Írlandi þau allra verstu Ísland og Írland tróna á toppi lista Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um kostnaðarsömustu bankahrun síðustu áratuga miðað við aukningu í ríkisskuldum. Viðskipti erlent 28.6.2012 21:30
Google kynnir Project Glass og nýja spjaldtölvu Tæknirisinn Google ætlar sér stóra hluti á komandi misserum. Stjórnendur fyrirtækisins opinberuðu helstu nýjunar þessu á I/O ráðstefnunni í San Francisco í gær. Viðskipti erlent 28.6.2012 11:53
New York Times reynir að ná til Kínverja New York Times birti í gær, í fyrsta skipti, fréttavef sinn á kínversku og hyggst framvegis bjóða upp á að skoða fréttir á því tungumáli. Ætlun ritstjórnar fjölmiðilsins er að ná til þess fólks í Asíu og Kína sem hefur tök á því að skoða alþjóðlegar fréttir, og er þar ekki síst horft til ört vaxandi millistéttar, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC um þessa breytingu hjá New York Times. Viðskipti erlent 28.6.2012 09:59
Leiðtogar funda á ný um skuldavanda Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna munu funda í Brussel í dag og á morgun. Leiðtogarnir funda um sama mál og oftast undanfarin ár, skuldavanda álfunnar og mögulegar lausnir á henni. Viðskipti erlent 28.6.2012 06:45
Barclays greiðir 57 milljarða króna í sekt Barclays bankinn mun greiða 290 milljónir sterlingspunda, jafnvirði 57 milljarða íslenskra króna, í sekt fyrir að hafa haft óeðlileg áhrif á stýrivexti með markaðsmisnotkun. Það eru bresk og bandarísk yfirvöld sem leggja sektina á og segja þau að brotið sé alvarlegt og útbreitt. Umræddir bankavextir hafa áhrif á kostnað við lántöku einstaklinga, eins og húsnæðislán. Bob Diamond, forstjóri Barclays, og þrír aðrir stjórnendur bankans hafa afsalað sér launabónusum sínum í ár vegna þessa. Viðskipti erlent 27.6.2012 15:52
Google kynnir nýja spjaldtölvu Ný tegund spjaltölvu er væntanleg frá Google vörumerkinu og talið er að hún verði kynnt á ráðstefnu sem hefst í San Fransisco í dag. Viðskipti erlent 27.6.2012 14:32
Air Finland gjaldþrota Flugfélagið Air Finland er gjaldþrota. Erlendir fréttamiðlar greina frá því að stutta tilkynningu væri að finna á heimasíðu félagsins sem birtist í gærkvöldi. Félagið var stofnað árið 2002 og var með höfuðstöðvar í Helsinki. Viðskipti erlent 27.6.2012 11:53