Viðskipti erlent

Apple breytir auglýsingum sínum - iPad ekki 4G

Héðan í frá verður nýjasta spjaldtölva Apple, iPad, ekki auglýst sem 4G jaðartæki. Fyrirtækið hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir auglýsingar sína eftir að í ljós kom að eiginleikar fjórðu kynslóðar farsímanetkerfa eru mismunandi milli landa — þannig er óvíst hvort að iPad geti í raun notast við 4G netkerfi mismunandi landa.

Viðskipti erlent

Hlutabréf falla skarplega í Evrópu

Hlutabréf í Evrópu hafa fallið skarplega í verði í morgun, en ástæðan er vaxandi hræðsla á mörkuðum við það að Grikkir hverfi úr evrusamstarfinu og taki upp drökmuna á nýjan leik. Samræmd hlutabréfavísitala fyrir Evrópu, DAX, hefur lækkað um 2,3 prósent það sem af er degi, en mesta lækkunin er á mörkuðum í Suður-Evrópu.

Viðskipti erlent

Jamie Dimon: Svona á ekki að stunda viðskipti

"Svona á ekki að stunda viðskipti," sagði Jamie Dimon, forstjóri bandaríska bankans JP Morgan Chase, í viðtali við New York Times í dag, og vitnaði til viðskipta bankans með fyrirtækjaskuldabréf sem bankinn tapaði tveimur milljörðum dala á.

Viðskipti erlent

Levin: Sýnir að það verður að herða regluverkið

Þetta sýnir hversu nauðsynlegt það er, að herða reglurverkið þegar kemur að viðskiptum bankanna sem eru of stórir til að falla," segir öldungadeildarþingmaðurinn Carl Levin, í viðtali við New York Times, vegna taps risabankans JP Morgan upp á tvo milljarða dala sem tilkynnt var um eftir lokun markaða í gær. Það er tilkomið vegna viðskipta með bandarísk fyrirtækjaskuldabréf, en bankinn veðjaði á að bandarískur efnahagur myndi rétta meira úr kútnum en raunin varð.

Viðskipti erlent

JP Morgan tapar ótrúlegum upphæðum

Stærsti banki Bandaríkjanna, JP Morgan Chase hefur greint frá tapi upp á heila tvo milljarða dollara eða 250 milljarða króna vegna flókinna hlutabréfaviðskipta sem ekki gengu upp. Fregnirnar koma flestum á óvart en búist er við að heildartap bankans á öðrum ársfjórðungi muni nema 800 milljónum dollara eða um 100 milljörðum króna.

Viðskipti erlent

Facebook mun opna vefverslun

Samskiptavefurinn Facebook mun opinbera vefverslun sína á næstu vikum. Áhersla verður lögð á smáforrit fyrir snjallsíma en fyrirtækið hefur hingað til átt í erfiðleikum með að afla tekna í gegnum snjallsímanotkun notenda sinna.

Viðskipti erlent

Pólitískur titringur í Evrópu skekur markaði

Pólitískur titringur í Evrópu og vaxandi hætta á því að ríkissjóðir í Suður-Evrópu, einkum Grikkland og Spánn, lendi í greiðsluvanda, skók markaði í dag að því er segir á vef Wall Street Journal, en víðast hvar einkenndust hlutabréfamarkaðir af rauðum tölum lækkunar. Þannig lækkaði FTSE 100 vísitala hlutabréfamarkaða í Evrópu um 1,78 prósent og Nasdaq vísitalan í Bandaríkjunum lækkaði um 0,59 prósent.

Viðskipti erlent

Ástralar grípa til aðgerða vegna skulda

Fjármálaráðherra Ástralíu, Wayne Swan, segir að ríkisfjármálum Ástralíu verði komið á réttan kjöl á næstu tveimur árum, en stefnt er að því að rekstrarafgangur verði upp á 1,5 milljarða Ástralíudala, sem jafngildir um 187,5 milljörðum króna.

Viðskipti erlent

Buffet ætlar ekki að fjárfesta í Facebook

Warren Buffet, einn þekktasti og ríkasti fjárfestir heims, segir að hann ætli ekki að kaupa hlutabréf í Facebook þegar fyrirtækið fer á hlutabréfamarkað. Þetta sagði Buffet, sem er stjórnarformaður fjárfestingafélagsins Berkshire Hathaway, rétt áður en hluthafafundur hófst í Omaha í Nebraska í Bandaríkjunum. Fjöldi fjárfesta er þar samankominn til þess að hlýða á Buffet fjalla um hugleiðingar sínar varðandi fjárfestingar og stöðu markaðarins.

Viðskipti erlent

Bandaríkjamenn óðir í ofurhetjurnar

Ofurhetjurnar í „The Avengers" hafa slegið enn eitt metið. Kvikmyndin var frumsýnd í Bandaríkjunum í gær og halaði hún inn 80.5 milljón dollurum eða rúmum 10 milljörðum króna en það er önnur besta opnun kvikmyndasögunnar.

Viðskipti erlent

Fréttaskýring: Söguleg skráning FB á markað

Stefnt er að skráningu Facebook á markað 18. maí næstkomandi en samfélagsmiðillinn verður með einkennið FB á markaðsvaktinni í Bandaríkjunum. Skráningin er um margt söguleg en um er að ræða langsamlega umfangsmestu skráningu internetfyrirtækis í sögunni þegar horft er til markaðsvirðis við skráningu.

Viðskipti erlent

Samsung Galaxy S III er mættur

Suður-Kóreski tæknirisinn Samsung svipti hulunni af nýjasta snjallsíma sínum í dag, Galaxy S III. Samsung er stærsti snjallsímaframleiðandi veraldar og eru Galaxy símarnir vinsælustu vörur fyrirtækisins.

Viðskipti erlent

Facebook metið á 85 til 95 milljarða dala

Verðmæti Facebook er á bilinu 85 til 95 milljarðar dala, samkvæmt því verði sem hlutir í fyrirtækinu verða skráðir á, að því er upplýst var í dag. Hlutir í fyrirtækinu, sem líklega verður skráð á markað undir einkenninu FB hinn 18. maí, verða skráðir á bilinu 28 til 35 dali.

Viðskipti erlent