Viðskipti erlent

Gjaldþrotameðferð Lehman Brothers er lokið

Gjaldþrotameðferð bandaríska fjárfestingarbankans Lehman Brothers er lokið. Reiknað er með að fyrstu greiðslur úr þrotabúinu verði í næsta mánuði og að um 65 milljarðar dollara, eða yfir 8.000 milljarðar króna, verði þá greiddir til kröfuhafa.

Viðskipti erlent

FIH bankinn í Danmörku er aftur til sölu

Dönsku lífeyrissjóðirnir ATP og PFA eru nú að undirbúa söluna á FIH bankanum. Sjóðirnir keyptu FIH af Seðlabankanum um haustið 2010 og telja nú að þeir hafi keypt köttinn í sekknum að því er fram kemur í dönskum fjölmiðlum í morgun.

Viðskipti erlent

Vinsældir App Store með ólíkindum

Notendur App Store, vefverslunar Apple, hafa náð í 25 milljarða af smáforritum frá því að verslunin opnaði árið 2007. Áfanganum var náð í gær og fékk heppinn notandi 10.000 dollara inneign í verðlaun.

Viðskipti erlent

ICEconsult í samstarfi með Statsbygg

Íslenska fyrirtækið ICEconsult ehf. og norska ríkisfyrirtækið Statsbygg hafa skrifað undir samning að andvirðir 17 milljóna norskra króna. Statsbygg hefur því tryggt sér rétt á notkun MainManager hugbúnaðarins sem ICEconsult hefur þróað frá árinu 1995.

Viðskipti erlent

Losun gjaldeyrishafta er lykilatriði fyrir Ísland

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að lykilatriði sé fyrir Ísland að ná að losa um gjaldeyrishöftin. "Það er engin auðveld lausn á þessu vandamáli. Það er fyrir hendi áætlun um losun haftanna og það skiptir máli að allir þeir sem koma að því að losa um höftin, séu einbeittir á verkefnið,“ sagði Julie Kozcak, sem hefur séð um málefni Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, í viðtali við fréttastofu í morgun.

Viðskipti erlent

Apple stærra en Pólland

Virði tæknifyrirtækisins Apple er nú meira en verg landsframleiðsla Póllands. Verðmæti fyrirtækisins, miðað við síðustu viðskipti með hlutabréf þess, er rúmlega 500 milljarðar dollarar.

Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á áli hefur hækkað verulega

Heimsmarkaðsverð á áli hefur hækkað verulega að undanförnu. Á málmarkaðinum í London stendur verðið nú í 2.349 dollurum á tonnið. Fyrir viku síðan var það 2.170 dollara á tonnið og hefur því hækkað um tæplega 180 dollara á þessum tíma eða um 8%.

Viðskipti erlent