Viðskipti erlent

Ótrúlegar hagnaðartölur Apple

Hugbúnaðarrisinn Apple hagnaðist um 13,6 milljarða dollara, eða sem nemur tæplega 1.700 milljörðum króna, á síðustu þremur mánuðum síðasta árs. Hagnaðurinn hækkað um 118% samanborið við sama tímabil árið 2010.

Viðskipti erlent

Stýrivextir í Indlandi 8,5 prósent

Seðlabanki Indlands heldur áfram að berjast við töluverða verðbólgu í landinu, sem mælist nú 7,47 prósent samkvæmt fréttum breska ríkisútvarpsins BBC. Stýrivöxtum var í dag haldið í 8,5 samkvæmt ákvörðun seðlabankans.

Viðskipti erlent

Slaki í Evrópu dregur hagvöxtinn niður

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur endurskoðað hagvaxtarspá sína og spáir því nú að árið 2012 verði örlítið verra í efnahagslegu tilliti en fyrri spá gerði ráð fyrir. Meðaltalshagvöxtur verður 3,3 prósent samanborið við tæplega fjögur prósent miðað í fyrri spá.

Viðskipti erlent

Forstjóri Renault óttast árið 2012

Forstjóri Renault, Carlos Ghosn, segir að horfur í efnahagsmálum á þessu ári séu slæmar. Hann telur að sala á bifreiðum gæti dregist saman um tvö til þrjú prósent á árinu og jafnvel enn meira í Frakklandi heldur en annars staðar. "Þetta verður erfitt fyrir alla, ekki aðeins Renault," sagði Ghosn í samtali við Wall Street Journal.

Viðskipti erlent

Rauðar tölur á hlutabréfamörkuðum

Hlutabréfamarkaðir hafa víðast hvar einkennst af rauðum lækkunartölum. Markaðir í Bandaríkjunum opnuðu með lækkun. Nasdaq vísitalan í Bandaríkjunum hefur lækkað um 0,55% en í Evrópu eru lækkunartölurnar heldur skarpari. Flestar vísitölur hafa lækkað um ríflega eitt prósent.

Viðskipti erlent

Statoil styrkir sig við Grænland

Norski olíurisinn Statoil, þar sem norska ríkið fer með tæplega 70% hlutafjár, hefur keypt 30% hlut í félagi sem hefur leyfi til olíurannsókna við Grænlandsstrendur af Cairn Energy. Frá þessu greint á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC í dag.

Viðskipti erlent

Vaxandi spenna vegna vanda Grikkja

Vaxandi spennu gætir nú meðal þjóðarleiðtoga Evrulandanna vegna efnahagsvanda Grikklands. Fyrirsjáanlegt þykir að Grikkir geti ekki staðið við skuldbindingar sínar í mars næstkomandi þegar 14,4 milljarða evra, tæplega 2.300 milljarðar króna, falla á gjalddaga.

Viðskipti erlent

Mikill áhugi á olíuleit við Austur-Grænland

Grænlensk stjórnvöld hafa boðið út olíuleit við Austur-Grænland en þetta er í fyrsta sinn sem opnað er á olíuleit við austurströnd þessa næsta nágrannalands Íslands. Mikill áhugi er á útboðinu og mættu 70 olíufyrirtæki á kynningarfund Grænlendinga í Kaupmannahöfn í síðasta mánuði.

Viðskipti erlent

Framkvæmdastjórar RIM víkja

Research In Motion, framleiðandi Blackberry snjallsímanna, tilkynnti í dag að framkvæmdastjórar fyrirtækisins muni víkja á næstu dögum. Fyrirtækið hefur átt afar erfitt uppdráttar í samkeppni við Apple og Google.

Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar töluvert

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað töluvert frá því fyrir helgina. Bandarísk léttolían hefur lækkað um 2% og er komin niður í 98 dollara á tunnuna, Brentolían er komin niður í 110 dollara á tunnuna að nýju og hefur lækkað um rúmt prósent.

Viðskipti erlent

Kína reiðir sig 175,6% á Bandaríkin

Gordon Chang, sérfræðingur viðskiptatímaritsins Forbes í málefnum Kína og Asíu, segir að nýjustu tölur um vöruskiptajöfnuð Kína sýna að samband landsins við Bandaríkin sé að verða enn nánara en áður.

Viðskipti erlent

Besti janúarmánuður í fimmtán ár

Það er útlit fyrir að þessi mánuður verði besti janúarmánuður í Kauphöllinni á Wall Street síðustu fimmtán árin. Óstöðugleikinn hefur ekki verið minni á markaðnum síðan í júlí síðastliðnum.

Viðskipti erlent

Einn þingmaður tók Warren Buffett á orðinu

Ofurfjárfesturinn Warren Buffett skoraði nýlega á þingmenn Repúblikanaflokksins að gefa hluta af launum sínum í ríkissjóð til að styrkja afleita stöðu sjóðsins. Buffett myndi leggja fram sömu upphæð sjálfur. Einn þeirra tók Buffett strax á orðinu.

Viðskipti erlent