Viðskipti erlent

Markaðir í uppsveiflu

Áætlanir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um að auka útlánagetu sína upp í nær 1.000 milljarða dollara til að berjast gegn skuldakreppunni á evrusvæðinu olli töluverðum hækkunum á mörkuðum í Bandaríkjunum í gærkvöldi og Asíumörkuðum í nótt.

Viðskipti erlent

Bílasafn Saab selt í útboði

Á föstudag rennur út frestur til að skila inn tilboðum til þrotabús Saab-bílaverksmiðjunnar í Trollhättan í Svíþjóð vegna sölu á bílasafni Saab. Á vef Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) segir að þá komi í ljós hvaða verð fáist fyrir bílana 123 og sömuleiðis hvort safnið verði "selt í heilu lagi eða bílarnir dreifist út um tvist og bast“.

Viðskipti erlent

Sjö ákærðir í innherjamáli á Wall Street

Bandaríska alríkislögreglan handtók í dag sjö menn sem grunaðir eru um innherjasvik. Handtökurnar fóru fram í New York, Boston og Los Angeles. Allir hafa verið ákærðir, en þeir eru grunaðir um að hafa hagnast um 62 milljónir dollara, eða um átta milljarða króna.

Viðskipti erlent

Margar af stærstu vefsíðum heims loka

Margar af stærstu vefsíðum heims hafa lokað í dag eða munu loka til að mótmæla svokölluðu SOPA frumvarpi sem liggur fyrir þinginu. Aðrar vefsíður sem munu loka eru til að mynda tenglasíðan Reddit. Þegar farið er inn á Google úr tölvum í Bandaríkjunum sést svo Google merkið ritskoðað.

Viðskipti erlent

Rafmagn í stað olíu?

Rafmagnsbílar eru framtíðin, hefur verið sagt árum saman. Nú er svo komið að þeir verða að teljast vera nútíðin. Fjölmargir bílaframleiðlendur veðja á rafmagnsbíla fremur en olíubíla nú til dags.

Viðskipti erlent

Samsung kynnir snertiskjá sem er gegnsær

Tæknirisinn Samsung kynnti byltingarkenndan snertiskjá á CES tækniráðstefnunni í Las Vegas en var haldin í vikunni. Skjárinn er gegnsær og er honum ætlað að vera komið fyrir í glugga. Skjárinn fékk nýsköpunarverðlaun ráðstefnunnar.

Viðskipti erlent

Verðbólga minnkar í Bretlandi

Verðbólga í Bretlandi mældist 4,2 prósent í desember sl. samanborið við 4,8% mánuðinn á undan. Hún féll því um 0,6 prósentustig milli mánaða sem telst vera mikið fall, að því er fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC.

Viðskipti erlent

Geithner ræðir stuðning Kínverja við Íran

Spennan í samskiptum Bandaríkjanna og Írans magnast. Timothy Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, var á dögunum staddur í Kína til þess að ræða stuðning alþýðulýðveldisins við Íran. Sjá má myndband um heimsókn Geithners, og þá efnahagslegu hagsmuni sem eru í húfi, inn á viðskiptavef Vísis.

Viðskipti erlent

Murdoch segir Google stuðla að lögbrotum

Rupert Murdoch, fjölmiðlafjárfestirinn umdeildi, sakar Google um aðstoða við þjófnað á höfundarréttarvörðu efni. Þetta kom fram á Twitter-síðu Murdochs. Hann sagði Google meðal annars stuðla að því að hægt væri að nálgast kvikmyndir frítt.

Viðskipti erlent

Moody's heldur Frakklandi í hæsta flokki

Matsfyrirtækið Moody´s hefur ákveðið að halda lánshæfi Frakklands áfram í hæstu einkunn, AAA. Þetta er þvert á niðurstöðu Standard & Poor's sem ákvað að lækka lánshæfi Frakklands, og átta annarra ríkja, á dögunum.

Viðskipti erlent

Black segir Lehman hafa stundað svik árum saman

Íslandsvinurinn William Black, sem á árum áður stýrði eftirlitsdeild innan Seðlabanka Bandaríkjanna, sagði frammi bandarískri þingnefnd að hinn fallni fjárfestingabanki Lehman Brothers hefði stundað sviksama starfsemi í það minnsta frá árinu 2001.

Viðskipti erlent

Atvinnulífið áfram hlynnt upptöku evru

Samtök atvinnulífsins í Danmörku (Dansk Industri) eru enn þeirrar skoðunar að upptaka evrunnar væri í þágu hagsmuna dansks efnahagslífs, þrátt fyrir umrótið á evrusvæðinu. Þetta segir Karsten Dybvad, framkvæmdastjóri samtakanna.

Viðskipti erlent

Fréttaskýring: Matsfyrirtækin enn með heiminn í fanginu

Þrátt fyrir að svo til óumdeilt sé, að hin alþjóðlegu lánshæfismatsfyrirtæki, einkum Standard & Poor´s, Moodys og Fitch, hafi gert mikil og stór mistök á árunum fyrir brestina á fjármögnunarmörkuðum sem komu fram á sumarmánuðum 2007, hafa áhrif þessara fyrirtækja ekkert minnkað.

Viðskipti erlent

Lækkuðu lánshæfismat níu evruríkja

Matsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði í gærkvöldi lánshæfismat níu evruríkja, þar á meðal Frakklands. Yfirmaður efnahagsmála hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gagnrýnir ákvörðun fyrirtækisins harðlega.

Viðskipti erlent