Viðskipti erlent

Atvinnuleysi í Bandaríkjunum mælist 8,6%

Atvinnuleysi í Bandaríkjunum er að dragast saman, samkvæmt nýjustu tölum, en það mælist nú 8,6%, miðað 9% mánuðinn á undan. Þetta þykja vera skýr merki um að bandaríska hagkerfið sé að rétta úr kútnum, að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins BBC.

Viðskipti erlent

Hlutabréfamarkaðir á uppleið

Hlutabréfamarkaðir í Evrópu hækkuðu í morgun og er ástæðan rakin til þess að leiðtogar helstu ríkja í Evrópu kalla nú eftir meira samstarfi til þess að fást við skuldakreppuna. Helstu hlutabréfavísitölur í Frakklandi, Þýskalandi og Bretlandi hækkuðu um 1,5% til 2% í viðskiptum í morgun. Í ræðu sem Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hélt fyrir þýska þingið sagði hún að Evrópuríkin væru að vinna sig í áttina að fjárhagslegu bandalagi. Fjárfestar búast líka við því að atvinnuleysistölur í Bandaríkjunum sem birtar verða í dag líti vel út.

Viðskipti erlent

Strauss-Kahn segir kynlíf með þernunni hafa verið heimskulegt

Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir að kynlíf hans með herbergisþernu í New York í vor hafi verið heimskuleg. Þau hafi þó verið með hennar samþykki. Þetta kemur fram í nýrri bók Strauss-Kahn. Í bókinni kemur fram að herbergisþernan, sem heitir Nafissatou Diallo, hafi gefið Strauss-Kahn hýrt auga þegar hann kom nakinn úr sturtunni og hann hafi tekið því sem tilboð um kynlíf. Lögmenn herbergiþernunnar hafna þessum fullyrðingum Strauss-Kahn. Opinbert mál sem höfðað var gegn Strauss-Kahn var látið niður falla, en hún rekur nú einkamál gegn honum.

Viðskipti erlent

Superman blað selt á 250 milljónir

Eintak af fyrsta tölublaði Action Comics þar sem Superman er kynntur til sögunnar var slegið á netuppboði fyrir rúmar tvær milljónir dollara eða tæplega 250 milljónir króna. Er þetta þar með orðið dýrasta hasarmyndablað í sögunni.

Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu fer hækkandi

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur farið hækkandi undanfarna daga. Brentolían er komin í yfir 110 dollara á tunnuna og bandaríska léttolían yfir 100 dollara. Hefur olíuverðið ekki verið hærra síðan um miðjan síðasta mánuð.

Viðskipti erlent

Rússneski björninn vaknaður

Rússneska hagkerfið hefur breyst mikið á undanförnum árum. Meiri velmegun er nú orðin einkennandi fyrir landið heldur en nokkru sinni fyrr. Einkum eru það jarðgas- og olíulindir sem þar hafa skipt sköpum.

Viðskipti erlent

Blússandi uppsveifla á fjármálamörkuðum

Blússandi uppsveifla hefur verið á fjármálamörkuðum eftir að stærstu seðlabankar heimsins tilkynntu í gærdag að þeir myndu setja peningaprentvélar sínar í yfirgír til að berjast gegn skuldakreppunni í Evrópu. Dow Jones vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið á einum degi síðan í mars arið 2009.

Viðskipti erlent

Helstu seðlabankar koma til bjargar

Seðlabankar Bandaríkjanna, Evrópusambandsins, Englands, Kanada, Japans og Sviss hafa tekið höndum saman til að auðvelda bönkum að útvega sér fé í kreppunni miklu, sem allt stefndi í að myndi kæfa fjármálakerfi heimsins að stórum hluta.

Viðskipti erlent

Fréttaskýring: Enn kemur Bernanke til bjargar

Sameiginleg tilkynning frá seðlabönkum Bandaríkjanna, Evrópu, Kanada, Japan og Sviss, um að þeir ætli að bregðast vanda á fjármálamörkuðum með því að viðhalda nægu lausu fé í umferð, og aðstoða ríki við endurfjármögnun skulda, þykir vera mikilvægasta viðspyrna við vaxandi skuldavanda sem komið hefur fram á undanförnum mánuðum. Um þetta eru fréttaskýrendur breska ríkisútvarpsins BBC og Wall Street Journal sammála.

Viðskipti erlent

Seðlabankar heimsins taka höndum saman

Nokkrir af stærstu seðlabönkum heimsins hafa tekið höndum saman í viðleitni sinni til sporna gegn slaka í hagkerfum heimsins. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu seðlabankanna, að því er greint er frá á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC. Að yfirlýsingunni standa Seðlabanki Bandaríkjanna, Seðlabanki Evrópu, Englandsbanki, Seðlabanki Kanada, Japans og Sviss.

Viðskipti erlent

Vilja auka traust á aðgerðum

Fjármálaráðherrar Evruríkjanna sautján reyndu í gær að auka traust fjárfesta á því að aðgerðir ríkjanna til að bjarga Grikklandi frá þjóðargjaldþroti séu nægilega vel fjármagnaðar á fundi í Brussel.

Viðskipti erlent

Yngstu milljarðamæringarnir koma úr hugbúnaðargeiranum

Þrír yngstu milljarðamæringar heimsins eru allir brautryðjendur úr hugbúnaðargeiranum. Samkvæmt lista Forbes yfir 400 ríkustu menn heims er hinn 27 ára gamli Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi Facebook, ríkastur þeirra sem eru undir fertugu. Hann er fjórtándi ríkasti maður heimsins en eignir hans eru metnar á 17,5 milljarða dollara, eða ríflega 2.000 milljarða króna.

Viðskipti erlent

Iceland-verslun fékk kaldar móttökur á Írlandi

Iceland verslunarkeðjan fékk heldur kaldar móttökur þegar ný verslun var opnuð í írska bænum Carlow í síðustu viku. Kaldrifjaðir þjófarnir stálu veltu fyrsta dagsins með því að brjóta sér leið inn í verslunina með því að nota litla gröfu. Þeir stálu síðan tveimur peningaskápum og komust á brott með um fimmtíu þúsund evrur í peningum, eða um átta milljónir íslenskra króna. Nokkur vitni urðu að ráninu en mennirnir komust engu að síður undan.

Viðskipti erlent

Settar verði strangari reglur um félagsvefi

„Fyrirtæki hafa sérstaka ábyrgð þegar helsta tekjulind þeirra eru persónugögn,“ sagði Viviane Reding, sem fer með dómsmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Hún kynnti í gær hugmyndir sínar um nýjar Evrópusambandsreglur um gagnavernd og netþjónustufyrirtæki, sem kæmu í staðinn fyrir misgamlar og misúreltar reglur einstakra aðildarlanda.

Viðskipti erlent

Vonir um betri tíð skýra grænar tölur

Hlutabréfavísitölur hækkuðu umtalsvert í dag eftir næra samfellt lækkunartímabil síðustu tvær vikur. Nasdaq vísitalan hækkaði um 3,5% og FTSE 100 vísitalan í Evrópu um 2,87%. Samkvæmt fréttum Wall Street Journal er það von um að aðgerðir leiðtoga Evrópu og Bandaríkjanna skili sér í betri horfum í efnhagsmálum sem skýra hækkanirnar.

Viðskipti erlent

Obama hittir leiðtoga ESB

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, mun funda með forseta Evrópuráðs ESB, Herman Van Rompuy, og forseta framkvæmdastjórnar ESB, Jose Manuel Barroso, á næstunni þar sem rætt verður um skuldavanda Evrópu og evrópskra banka.

Viðskipti erlent