Viðskipti erlent

Markaðir í Evrópu í jafnvægi

Markaðir í Evrópu eru í jafnvægi eftir að þeir voru opnaðir í morgun. FTSE vísitalan hækkar mest eða um tæpt prósent en Dax í Frankfurt og Cac 40 í París eru einnig í smávægilegum plús.

Viðskipti erlent

Varaforseti Bandaríkjanna reynir að róa Kínverja

Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin muni aldrei fara í greiðsluþrot. Þetta sagði hann í ræðu sem hann hélt í Kína í nótt, þar sem hann er staddur í heimsókn. Á lokadegi heimsóknar sinnar sagði Biden að allar þær eignir sem Kínverjar ættu í bandarískum dollurum væru öruggar. Á fréttavef BBC segir að samskipti Bandaríkjanna og Kínverja hafi stirðnað mjög mikið að undanförnu vegna skulda Bandaríkjanna. Kínverjar hafi gagnrýnt stjórnmálamenn í Bandaríkjunum fyrir að hafa hækkað skuldaþakið. Einnig hafi Kínverjar lýst áhyggjum af lækkun lánshæfismats Bandaríkjanna.

Viðskipti erlent

Verðbólgan á evrusvæðinu er 2,5%

Verðbólgan á evrusvæðinu mældist 2,5% í júlí síðastliðnum samkvæmt samræmdu vísitölu neysluverðs sem Eurostat birti í gær. Sé miðað við Evrópska efnahagssvæðið (EES) í heild mældist verðbólgan að jafnaði nokkuð meiri, eða 2,9%. Dregur því áfram úr tólf mánaða taktinum milli mánaða en í júní mældist verðbólgan á evrusvæðinu 2,7% en á EES 3,1%.

Viðskipti erlent

Yfirvöld rannsaka S&P

Nú stendur yfir rannsókn á starfsemi matsfyrirtækisins Standard og Poor's (S&P) á árunum fyrir hrun. Ráðuneytið vonast til að finna næg sönnunargögn til að styðja þá getgátu að fyrirtækið hafi ekki starfað á faglegan hátt að öllu leyti

Viðskipti erlent

Gullverðið aftur komið yfir 1.800 dollara

Heimsmarkaðsverð á gulli er aftur komið yfir 1.800 dollara á únsuna og hefur hækkað um 0,5% það sem af er degi. Gullverðið rauf síðast 1.800 dollara hrunið í upphafi mánaðarins þegar miklar sveiflur voru á hlutabréfamörkuðum heimsins.

Viðskipti erlent

Tíu milljarða maðurinn

Peyton Manning leikstjórnandi Indianapolis Colts í bandarísku NFL deildinni, það er ruðningi, er hæstlaunaði leikmaður deildarinnar. Manning er kallaður 90 milljón dollara maðurinn, eða tíu milljarða króna maðurinn, eftir að hann gerði nýjan fimm ára samning fyrir þá upphæð við lið sitt fyrr í ár

Viðskipti erlent

Osló er dýrasta borg heims

Osló er dýrasta borg heimsins að búa í að því er fram kemur í nýrri úttekt svissneska stórbankans UBS. Næst á eftir koma borgirnar Zurich og Genf í Sviss og síðan Kaupmannahöfn og Stokkhólmur.

Viðskipti erlent

Fitch staðfestir AAA einkunn Bandaríkjanna

Matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur staðfest topplánshæfiseinkunn Bandaríkjanna sem þrefalt A. Þar með er Fitch ósammála Standard & Poor´s um lánshæfi Bandaríkjanna en Standard & Poor´s lækkaði það fyrir tveimur vikum síðan.

Viðskipti erlent

Þýska aflvélin á evrusvæðinu hikstar

Flest allir markaðir í Evrópu eru í rauðum tölum í morgun eftir að þýska hagstofan tilkynnti að verulega hefði dregið úr hagvexti í landinu á öðrum ársfjórðungi ársins. Mældist hagvöxturinn aðeins 0,1% en hann var 1,3% á fyrsta ársfjórðungi ársins.

Viðskipti erlent

Nordea bankinn kærður til lögreglu vegna Pandóru

Fjármálaeftirlit Danmerkur hefur kært Nordea bankinn til lögreglunnar vegna aðkomu bankans að markaðsskráningu skartgripaframleiðandans Pandóru. Eftirlitið segir að Nordea hafa haldið því leyndu að bankinn átti fjárhagslegra hagsmuna að gæta þegar hann mælti með því við fjárfesta að þeir keyptu hluti í Pandóru þegar fyrirtækið var skráð á markað.

Viðskipti erlent

Matvælaverð í heiminum sjaldan verið hærra

Heimsmarkaðsverð á matvælum er enn með því hæsta sem þekkst hefur. Matvælavísitala Alþjóða bankans hefur hækkað um 33% frá því á sama tíma í fyrra og er nú aftur orðin jafnhá og hún var í aðdraganda fjármálakreppunnar fyrir þremur árum síðan.

Viðskipti erlent

Google kaupir Motorola

Tæknirisinn Google hefur tilkynnt að hann muni kaupa Motorola Mobility, sem er farsímahluti Motorola. Þessum kaupum fylgja allir símar sem Motorola framleiðir, sem og spjaldtölvur. Motorola Solutions, sem sér um fjarskiptalausnir fyrirtækisins, er ekki inni í kaupum Google og mun starfa áfram sjálfstætt. Þetta þykja mikil tíðindi í tækniheiminum þar sem Google mun nú sitja beggja vegna borðsiðns, sem eigandi og framleiðandi Android-stýrikerfisins, og svo nú sem einn stærsti framleiðandi snjallsíma sem keyra Android. Samkvæmt upplýsingum á bloggsíðu sem Google heldur úti mun Motorola starfa sem sér deild innan Google, til að byrja með hið minnsta. Tilkynnt var um kaupin fyrr í dag en Google hefur skuldbundið sig til að kaupa hvern hlut í Motorola á genginu 40 dali. Þetta er um 63 prósentum hærra en gengi á mörkuðum. Heildarvirði kaupanna er um 1500 milljarðar króna. Þetta eru stærstu einstöku kaup Google frá því fyrirtækið var stofnað fyrir fimmtán árum.

Viðskipti erlent