Lífið

Fallegast heima hjá mér

Helga Arnalds lærði brúðugerð á Spáni og starfar við brúðugerð og brúðuleikhús. Hún fór á mósaíknámskeið og þá var ekki aftur snúið. "Það sem er flottast heima hjá mér er mósaíkmyndin mín. Ég fór á námskeið sem Alexandra Kjuregej stóð fyrir og heillaðist algerlega af mósaíkinni. Ég var í marga mánuði að búa myndina til. Ég var að vinna í henni þegar ég var ófrísk og hún ber þess ákveðin merki því þemað í myndinni er heimilið, frjósemin og börnin. Það er ekkert mál að búa til mósaík. Flísarnar eru úr leir eða gleri og maður límir þær á einhvern ákveðinn flöt. Ég límdi á spýtu sem ég fann í bílskúrnum. Flísarnar fást í búðum en það hægt að nota hvaða glerbrot sem er. Það er sniðugt að gera svona á vatnskönnur og krukkur sem eru farnar að láta á sjá. Hægt er að taka gamla bollastellið sitt, brjóta það niður og búa til eitthvað nýtt. Og svo er bara best að láta hugmyndaflugið ráða ferðinni. Á neðri hæðinni var til dæmis gler í útihurðinni sem brotnaði og ég fékk að eiga glerið og bjó til fyrirtaks krukku úr því."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×