Síðbúið réttlæti er ranglæti 30. júní 2004 00:01 Tímaskyn skiptir máli. Hefjum söguna í Simbabve, sem hét áður Ródesía. Þar geisuðu hörð átök frá 1966 til 1979 milli hvíts minni hluta, sem réð lögum og lofum um landið, og svarts meiri hluta. Mannfallið var talsvert meðal blökkumanna. Skærunum lyktaði svo, að Simbabve hlaut sjálfstæði 1980, og blökkumenn tóku við stjórn landsins undir forustu Roberts Mugabe, gamals marxista. Landið hafði lotið minnihlutastjórn hvítra síðan 1965 og var áður brezk nýlenda. Við sjálfstæðistökuna var gert samkomulag um það, að blökkumenn myndu fyrst um sinn - næstu tíu árin - ekki gera lagakröfur um endurheimt lands, sem hvítir menn höfðu sölsað undir sig á fyrri tíð. Þetta var verðið, sem hvíti minni hlutinn heimtaði fyrir að halda friðinn. Samt var það deginum ljósara, að réttur hafði verið brotinn á frumbyggjum í stórum stíl á fyrri tíð, þegar hvítir menn lögðu landið undir sig. Við sjálfstæðistökuna 1980 áttu um 4000 hvítir bændur þriðjung af öllu ræktanlegu landi í Simbabve. Og þannig leið fyrsti áratugurinn að fengnu sjálfstæði án harðra átaka um eignarhald á landi, enda þótt ríkisstjórn Mugabes leitaði leiða í ljósi sögunnar til að færa búlendur í hendur blökkumanna. Fresturinn, sem samkomulag náðist um fyrir sjálfstæðistökuna 1980, rann út 1989. Þá fengu blökkumenn færi á að leita réttar síns fyrir dómstólum. Málin hrúguðust upp, en þeim lyktaði nær öllum á sömu lund: dómstólarnir dæmdu hvítum landeigendum í vil, yfirleitt af tæknilegum ástæðum. Dómarnir gengu m.ö.o. hvítum bændum í hag ekki vegna þess, að rétturinn væri talinn vera þeirra megin, heldur vegna meintra tæknigalla á málatilbúnaði frumbyggjanna, óvissu o.fl. Þegar dómstólaleiðin hafði reynzt ófær í tíu ár, var réttlætiskennd frumbyggjanna svo misboðið, að þeir misstu margir þolinmæðina, og allt fór í bál og brand. Mugabe forseti gaf út veiðileyfi á hvíta landeigendur, og menn hans tóku hvern búgarðinn á eftir öðrum með valdi, án þess að lögreglan hrærði legg eða lið. Búskapurinn hrundi, því að nýju eigendurnir - kunna ekki að reka bú. Eignarnámið snerist upp í einkavinavæðingu. Nú hvarflar það ekki að mér að mæla Mugabe forseta bót, enda er hann harðstjóri og að því kominn að leggja landið, sem hann segist elska, í rúst og ætlar að þjóðnýta allt ræktarland í þokkabót. En hann hefur þó þetta sér til málsbóta: það var brotinn réttur á blökkumönnum, og dómskerfið brást. Heiftin náði yfirhöndinni, og friðurinn slitnaði í sundur. Vandinn hér er sá, að núlifandi hvítir landeigendur í Simbabve hafa fæstir gert sig seka um að sölsa undir sig land án endurgjalds. Sumir þeirra gerðu það eitt að erfa land eftir feður og mæður og afa og ömmur, sem höfðu áður sölsað landið undir sig. Hinir seku eru dauðir og grafnir: það er of seint að sækja rétt sinn til þeirra. Og þá er spurningin þessi: eiga syndir þeirra að bitna á börnum þeirra og barnabörnum? Það er þung spurning. Sanngjarnir erfingjar þessara hvítingja myndu reyna eftir föngum að taka ábyrgð á gerðum forfeðra sinna og sýna auðmýkt og örlæti með því að deila eigum sínum með öðrum og koma þannig til móts við tilraunir ríkisstjórnarinnar til að uppræta gamalt ranglæti. Þvílík sanngirni er þó sjaldgæf í mannlegu félagi, einkum meðal frumstæðra þjóða. En óþekkt er hún ekki. Margir bandarískir auðmenn hafa kosið að deila eigum sínum með öðrum. John D. Rockefeller auðgaðist með ýmsu móti, m.a. einokun og ýmsu harðræði, og hann varði síðustu 40 árum ævinnar í góðgerðarstarf; þegar hann dó 1937, hafði hann látið hálfan milljarð dollara af hendi rakna. Afkomendur hans gerðu enn betur. Bill Gates mokar fé til fátækra landa, m.a. til að efla heilbrigðisþjónustu. Þennan lista væri hægt að hafa miklu lengri. Auðmenn Rússlands hafa ekki sýnt löndum sínum sambærilegt örlæti. Útvegsmenn lögðu undir sig Íslandsmið eftir 1984 með leyfi Alþingis líkt og hvítingjar lögðu þriðjunginn af búlendum Ródesíu undir sig á sinni tíð. Alþingi hefur ekki hirt um að uppræta ranglætið, enda þótt veiðigjald hafi loksins verið leitt í lög til málamynda 2002. Útvegsmenn hafa margir notað tímann til að skjóta auði sínum undan í þeirri von, að það verði að nægum tíma liðnum talið vera of seint að leiðrétta ranglætið. Þeir halda sennilega, að þeir séu hólpnir. Þeir ættu kannski að kynna sér ástandið í Simbabve Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Þorvaldur Gylfason Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Tímaskyn skiptir máli. Hefjum söguna í Simbabve, sem hét áður Ródesía. Þar geisuðu hörð átök frá 1966 til 1979 milli hvíts minni hluta, sem réð lögum og lofum um landið, og svarts meiri hluta. Mannfallið var talsvert meðal blökkumanna. Skærunum lyktaði svo, að Simbabve hlaut sjálfstæði 1980, og blökkumenn tóku við stjórn landsins undir forustu Roberts Mugabe, gamals marxista. Landið hafði lotið minnihlutastjórn hvítra síðan 1965 og var áður brezk nýlenda. Við sjálfstæðistökuna var gert samkomulag um það, að blökkumenn myndu fyrst um sinn - næstu tíu árin - ekki gera lagakröfur um endurheimt lands, sem hvítir menn höfðu sölsað undir sig á fyrri tíð. Þetta var verðið, sem hvíti minni hlutinn heimtaði fyrir að halda friðinn. Samt var það deginum ljósara, að réttur hafði verið brotinn á frumbyggjum í stórum stíl á fyrri tíð, þegar hvítir menn lögðu landið undir sig. Við sjálfstæðistökuna 1980 áttu um 4000 hvítir bændur þriðjung af öllu ræktanlegu landi í Simbabve. Og þannig leið fyrsti áratugurinn að fengnu sjálfstæði án harðra átaka um eignarhald á landi, enda þótt ríkisstjórn Mugabes leitaði leiða í ljósi sögunnar til að færa búlendur í hendur blökkumanna. Fresturinn, sem samkomulag náðist um fyrir sjálfstæðistökuna 1980, rann út 1989. Þá fengu blökkumenn færi á að leita réttar síns fyrir dómstólum. Málin hrúguðust upp, en þeim lyktaði nær öllum á sömu lund: dómstólarnir dæmdu hvítum landeigendum í vil, yfirleitt af tæknilegum ástæðum. Dómarnir gengu m.ö.o. hvítum bændum í hag ekki vegna þess, að rétturinn væri talinn vera þeirra megin, heldur vegna meintra tæknigalla á málatilbúnaði frumbyggjanna, óvissu o.fl. Þegar dómstólaleiðin hafði reynzt ófær í tíu ár, var réttlætiskennd frumbyggjanna svo misboðið, að þeir misstu margir þolinmæðina, og allt fór í bál og brand. Mugabe forseti gaf út veiðileyfi á hvíta landeigendur, og menn hans tóku hvern búgarðinn á eftir öðrum með valdi, án þess að lögreglan hrærði legg eða lið. Búskapurinn hrundi, því að nýju eigendurnir - kunna ekki að reka bú. Eignarnámið snerist upp í einkavinavæðingu. Nú hvarflar það ekki að mér að mæla Mugabe forseta bót, enda er hann harðstjóri og að því kominn að leggja landið, sem hann segist elska, í rúst og ætlar að þjóðnýta allt ræktarland í þokkabót. En hann hefur þó þetta sér til málsbóta: það var brotinn réttur á blökkumönnum, og dómskerfið brást. Heiftin náði yfirhöndinni, og friðurinn slitnaði í sundur. Vandinn hér er sá, að núlifandi hvítir landeigendur í Simbabve hafa fæstir gert sig seka um að sölsa undir sig land án endurgjalds. Sumir þeirra gerðu það eitt að erfa land eftir feður og mæður og afa og ömmur, sem höfðu áður sölsað landið undir sig. Hinir seku eru dauðir og grafnir: það er of seint að sækja rétt sinn til þeirra. Og þá er spurningin þessi: eiga syndir þeirra að bitna á börnum þeirra og barnabörnum? Það er þung spurning. Sanngjarnir erfingjar þessara hvítingja myndu reyna eftir föngum að taka ábyrgð á gerðum forfeðra sinna og sýna auðmýkt og örlæti með því að deila eigum sínum með öðrum og koma þannig til móts við tilraunir ríkisstjórnarinnar til að uppræta gamalt ranglæti. Þvílík sanngirni er þó sjaldgæf í mannlegu félagi, einkum meðal frumstæðra þjóða. En óþekkt er hún ekki. Margir bandarískir auðmenn hafa kosið að deila eigum sínum með öðrum. John D. Rockefeller auðgaðist með ýmsu móti, m.a. einokun og ýmsu harðræði, og hann varði síðustu 40 árum ævinnar í góðgerðarstarf; þegar hann dó 1937, hafði hann látið hálfan milljarð dollara af hendi rakna. Afkomendur hans gerðu enn betur. Bill Gates mokar fé til fátækra landa, m.a. til að efla heilbrigðisþjónustu. Þennan lista væri hægt að hafa miklu lengri. Auðmenn Rússlands hafa ekki sýnt löndum sínum sambærilegt örlæti. Útvegsmenn lögðu undir sig Íslandsmið eftir 1984 með leyfi Alþingis líkt og hvítingjar lögðu þriðjunginn af búlendum Ródesíu undir sig á sinni tíð. Alþingi hefur ekki hirt um að uppræta ranglætið, enda þótt veiðigjald hafi loksins verið leitt í lög til málamynda 2002. Útvegsmenn hafa margir notað tímann til að skjóta auði sínum undan í þeirri von, að það verði að nægum tíma liðnum talið vera of seint að leiðrétta ranglætið. Þeir halda sennilega, að þeir séu hólpnir. Þeir ættu kannski að kynna sér ástandið í Simbabve
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun