Útivistarkort af Reykjanesi 30. júní 2004 00:01 "Hér á Reykjanesi höfum við náttúruperlur sem vert er að skoða og svæðið er ríkt af minjum og sögnum," segir Reynir Sveinsson, varaformaður Ferðamálasamtaka Suðurnesja. Tilefnið er nýtt og glöggt útivistarkort af Reykjanesi. Það er gert upp úr loftmyndum og eru fjölmargar fornar gönguleiðir, gömul sel, hellar, veiðivötn og ýmis fleiri áhugaverð svæði merkt inn á. Kortið nær frá Herdísarvík í austri að Sandgerði í vestri; frá Grindavík í suðri til Kópavogs í norðri. Það er uppspretta fróðleiks um útivist á svæðinu. GPS er hnitað á kortinu þannig að hægt er að fylgja öllum leiðum nákvæmlega með GPS-tæki. Einnig verður það í stafrænu formi á netinu og hægt verður að kalla fram upplýsingar um einstaka staði í farsíma. Útivistarkortið eykur mjög öryggi fólks sem er á ferð um þessar slóðir. Bæði ætti það að koma í veg fyrir að fólk fari villur vegar og eins að nýtast björgunaraðilum við leitir. Í framtíðinni verður svo tengt ýmiskonar ítarefni inn á kortið á netinu. Allar upplýsingar verða inni á reykjanes.is. Kortið er gefið út af Ferðamálasamtökum Suðurnesja í samvinnu við Loftmyndir ehf. Það er í kortaflokknum Af stað frá Loftmyndum. 6000 heimili á Suðurnesjum fá það að gjöf því eins og Reynir komst að orði: "...besta auglýsingin er sú að heimamenn séu ánægðir með svæðið sitt og láti aðra vita af því sem þar er í boði". Einnig verður kortið til sölu í bókabúðum og upplýsingamiðstöðvum, bæði brotið og óbrotið. Þetta ku vera eina kortið sem gert er nákvæmlega með þessum hætti í heiminum, þannig að Suðurnesjamenn eru sannir brautryðjendur. Ferðalög Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
"Hér á Reykjanesi höfum við náttúruperlur sem vert er að skoða og svæðið er ríkt af minjum og sögnum," segir Reynir Sveinsson, varaformaður Ferðamálasamtaka Suðurnesja. Tilefnið er nýtt og glöggt útivistarkort af Reykjanesi. Það er gert upp úr loftmyndum og eru fjölmargar fornar gönguleiðir, gömul sel, hellar, veiðivötn og ýmis fleiri áhugaverð svæði merkt inn á. Kortið nær frá Herdísarvík í austri að Sandgerði í vestri; frá Grindavík í suðri til Kópavogs í norðri. Það er uppspretta fróðleiks um útivist á svæðinu. GPS er hnitað á kortinu þannig að hægt er að fylgja öllum leiðum nákvæmlega með GPS-tæki. Einnig verður það í stafrænu formi á netinu og hægt verður að kalla fram upplýsingar um einstaka staði í farsíma. Útivistarkortið eykur mjög öryggi fólks sem er á ferð um þessar slóðir. Bæði ætti það að koma í veg fyrir að fólk fari villur vegar og eins að nýtast björgunaraðilum við leitir. Í framtíðinni verður svo tengt ýmiskonar ítarefni inn á kortið á netinu. Allar upplýsingar verða inni á reykjanes.is. Kortið er gefið út af Ferðamálasamtökum Suðurnesja í samvinnu við Loftmyndir ehf. Það er í kortaflokknum Af stað frá Loftmyndum. 6000 heimili á Suðurnesjum fá það að gjöf því eins og Reynir komst að orði: "...besta auglýsingin er sú að heimamenn séu ánægðir með svæðið sitt og láti aðra vita af því sem þar er í boði". Einnig verður kortið til sölu í bókabúðum og upplýsingamiðstöðvum, bæði brotið og óbrotið. Þetta ku vera eina kortið sem gert er nákvæmlega með þessum hætti í heiminum, þannig að Suðurnesjamenn eru sannir brautryðjendur.
Ferðalög Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira