Regngyðjurnar snúa aftur 21. júlí 2004 00:01 Helga Soffía Einarsdóttir er þýðandi og þýddi meðal annars hina geysivinsælu bók um Kvenspæjara númer eitt. Helga Soffía á ekki langt að sækja Afríkuáhugann því hún bjó í Tansaníu með fjölskyldu sinni þegar hún var lítil. Fyrir nokkrum árum fór hún ásamt vinkonu sinni á fornar slóðir. "Það var mjög skrýtið að koma aftur til Tansaníu því að þegar við fórum var allt frekar aftarlega á merinni og landið algjört þriðjaheims land. Þegar við komum aftur voru internetkaffi á hverju götuhorni og allir með gemsa. " Þær vinkonurnar gerðu víðreist í þessari ferð. "Hildur vinkona mín bjó í Kenýa og ég í Tansaníu svo við heimsóttum bæði löndin, fórum fyrst til Tansaníu og Zansibar og tókum svo rútu til Kenýa og enduðum í tveggja daga brúðkaupsveislu hjá vinkonu hennar. Eitt af því fjölmarga sem hafði áhrif á mig í heimsókninni var að þegar við bjuggum þarna var Tansanía fátæka landið og maður fór til Kenýa til að fá smá siðmenningu, íspinna, bíó og þessháttar. Nú hefur dæmið snúist við og við fórum úr gemsavæddri malbikaðri Tansaníu yfir á holótta vegi í vatns- og rafmagnslausu Kenýa. Þetta má kenna spillingunni sem því miður þrífst of vel í mörgum Afríkulöndum." En ferðin var skemmtileg og þær stöllur náðu að leggja sitt af mörkum til Afríku. " Þegar við komum til Kenýa hafði ekki rignt þar í tvö ar. Við sögðum fólki að örvænta ekki því við kæmum frá regnlandinu mikla og værum regngyðjur. Og viti menn, daginn eftir fór að rigna. Góða veðrið núna stafar væntanlega af því að vinkona mín frá Chile er í heimsókn og hún er örugglega sólgyðja frá sólarlöndum..." Ferðalög Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
Helga Soffía Einarsdóttir er þýðandi og þýddi meðal annars hina geysivinsælu bók um Kvenspæjara númer eitt. Helga Soffía á ekki langt að sækja Afríkuáhugann því hún bjó í Tansaníu með fjölskyldu sinni þegar hún var lítil. Fyrir nokkrum árum fór hún ásamt vinkonu sinni á fornar slóðir. "Það var mjög skrýtið að koma aftur til Tansaníu því að þegar við fórum var allt frekar aftarlega á merinni og landið algjört þriðjaheims land. Þegar við komum aftur voru internetkaffi á hverju götuhorni og allir með gemsa. " Þær vinkonurnar gerðu víðreist í þessari ferð. "Hildur vinkona mín bjó í Kenýa og ég í Tansaníu svo við heimsóttum bæði löndin, fórum fyrst til Tansaníu og Zansibar og tókum svo rútu til Kenýa og enduðum í tveggja daga brúðkaupsveislu hjá vinkonu hennar. Eitt af því fjölmarga sem hafði áhrif á mig í heimsókninni var að þegar við bjuggum þarna var Tansanía fátæka landið og maður fór til Kenýa til að fá smá siðmenningu, íspinna, bíó og þessháttar. Nú hefur dæmið snúist við og við fórum úr gemsavæddri malbikaðri Tansaníu yfir á holótta vegi í vatns- og rafmagnslausu Kenýa. Þetta má kenna spillingunni sem því miður þrífst of vel í mörgum Afríkulöndum." En ferðin var skemmtileg og þær stöllur náðu að leggja sitt af mörkum til Afríku. " Þegar við komum til Kenýa hafði ekki rignt þar í tvö ar. Við sögðum fólki að örvænta ekki því við kæmum frá regnlandinu mikla og værum regngyðjur. Og viti menn, daginn eftir fór að rigna. Góða veðrið núna stafar væntanlega af því að vinkona mín frá Chile er í heimsókn og hún er örugglega sólgyðja frá sólarlöndum..."
Ferðalög Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira