Línudans um landið 4. ágúst 2004 00:01 Jóhann Örn Ólafsson, yfirkennari Danssmiðjunnar, er betur þekktur um land allt sem Jói dans. Allavega eftir ferð sem hann fór í fyrrasumar þar sem fjölskyldan sameinaði skemmtiferð og vinnu og fór hringinn með línudansnámskeið. "Við fjölskyldan, ég og Theódóra Sæmundsdóttir og strákarnir okkar tveir, sex mánaða og átta ára, ákváðum með stuttum fyrirvara að skella okkur í hringinn og bjóða upp á línudansnámskeið í leiðinni þar sem við áttum næturstað. Þetta var töluvert fyrirtæki þar sem við hjónin erum ekki vön svona ferðum en við enduðum samt með því að auglýsa þetta í bak og fyrir á Bylgjunni svo það fór ekki fram hjá neinum að við fjölskyldan vorum á ferðinni. Við fengum lánað fellihýsi og hugsuðum okkur gott til glóðarinnar. Þegar við komum í Vík í Mýrdal sem var fyrsti áfangastaðurinn kunnum við ekkert á fellihýsið og eyddum nóttinni skjálfandi. Ég fór stundum á fætur og barði í gaskútinn en það hafði auðvitað ekkert að segja. Svona gekk þetta annað kvöldið líka þangað til við áttuðum okkur á því að við vorum ekki ein á tjaldstæðinu og þar var fólk sem kunni á fellihýsi og kenndi okkur að setja það upp. Námskeiðin gengu upp og ofan en það var allt í lagi því auðvitað vorum við líka í fríi. Þar sem hefð er fyrir línudansi var vel mætt og líka þar sem þetta var glænýtt og fólki hafði ekki gefist kostur á því að læra línudans áður. Á Breiðdalsvík mætti einn og ekkert varð úr danskennslu í það skiptið, sá sem mætti á námskeiðið var bara inni hjá okkur. En aðalmarkmiði ferðarinnar var náð sem var að sjá heilmikið af landinu og vera með fjölskyldunni," segir Jóhann og slær sér á hæl. Ferðalög Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Jóhann Örn Ólafsson, yfirkennari Danssmiðjunnar, er betur þekktur um land allt sem Jói dans. Allavega eftir ferð sem hann fór í fyrrasumar þar sem fjölskyldan sameinaði skemmtiferð og vinnu og fór hringinn með línudansnámskeið. "Við fjölskyldan, ég og Theódóra Sæmundsdóttir og strákarnir okkar tveir, sex mánaða og átta ára, ákváðum með stuttum fyrirvara að skella okkur í hringinn og bjóða upp á línudansnámskeið í leiðinni þar sem við áttum næturstað. Þetta var töluvert fyrirtæki þar sem við hjónin erum ekki vön svona ferðum en við enduðum samt með því að auglýsa þetta í bak og fyrir á Bylgjunni svo það fór ekki fram hjá neinum að við fjölskyldan vorum á ferðinni. Við fengum lánað fellihýsi og hugsuðum okkur gott til glóðarinnar. Þegar við komum í Vík í Mýrdal sem var fyrsti áfangastaðurinn kunnum við ekkert á fellihýsið og eyddum nóttinni skjálfandi. Ég fór stundum á fætur og barði í gaskútinn en það hafði auðvitað ekkert að segja. Svona gekk þetta annað kvöldið líka þangað til við áttuðum okkur á því að við vorum ekki ein á tjaldstæðinu og þar var fólk sem kunni á fellihýsi og kenndi okkur að setja það upp. Námskeiðin gengu upp og ofan en það var allt í lagi því auðvitað vorum við líka í fríi. Þar sem hefð er fyrir línudansi var vel mætt og líka þar sem þetta var glænýtt og fólki hafði ekki gefist kostur á því að læra línudans áður. Á Breiðdalsvík mætti einn og ekkert varð úr danskennslu í það skiptið, sá sem mætti á námskeiðið var bara inni hjá okkur. En aðalmarkmiði ferðarinnar var náð sem var að sjá heilmikið af landinu og vera með fjölskyldunni," segir Jóhann og slær sér á hæl.
Ferðalög Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira