Íbúðaskipti í sumarfríinu 4. ágúst 2004 00:01 Húsnæðisskipti milli landa er þrælsniðug lausn fyrir þá sem vilja láta fara vel um sig í sumarfríinu. Margar miðlanir eru starfræktar á netinu og koma á sambandi milli fólks sem hefur áhuga á að skipta tímabundið á íbúð. Einnig er hægt að láta bíla fylgja með í skiptunum en það sparar fyrirhöfn og pening til bílaleigu. Flestar skiptimiðlanir starfa á þann veg að eign er skráð gegn gjaldi í gagnabanka miðlananna og eigandinn fær upplýsingar um skráð húsnæði um allan heim. Þá er þitt að komast að samkomulagi við aðra íbúðareigendur um hvernig skiptin eiga að fara fram. Nokkrum skandinavískum miðlunum er haldið úti sem miðla húsnæði á Norðurlöndunum en flest fyrirtækjanna hafa að geyma skrár yfir íbúðir allstaðar í heiminum. Íbúðaskiptum fylgja margir kostir og gagnkvæm ábyrgð skiptiaðila en hótelkostnaður í fríinu er þá úr sögunni. Fjölskyldur sem ferðast með börn geta því dvalið afslappað í útlöndum á heimili með fullbúnu eldhúsi, þvottaaðstöðu og jafnvel bíl. Þú hirðir vel um skiptiíbúðina sem þú býrð í líkt og hirt verður um þína eigin íbúð. Skiptimiðlanirnar útvega staðlaða skiptisamninga sem skrifa þarf undir áður en skiptin fara fram auk aðgátslista sem tryggir öryggi við skiptin. Fjárhagslega er hagstæðast að skipta á íbúð staðsettum á ódýrum flugáfangastöðum s.s. í stórborgum Evrópu. Íbúðin þín mun ekki standa auð í fríinu og venjan er að ekkert verð greiðist milli íbúðaskipta þrátt fyrir ólík heimili nema sérstaklega sé samið um það. Íbúðamiðlanir á netinu eru meðal annars intervac-online.com, expatriates.com, servihome.com og fleiri. Ferðalög Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Húsnæðisskipti milli landa er þrælsniðug lausn fyrir þá sem vilja láta fara vel um sig í sumarfríinu. Margar miðlanir eru starfræktar á netinu og koma á sambandi milli fólks sem hefur áhuga á að skipta tímabundið á íbúð. Einnig er hægt að láta bíla fylgja með í skiptunum en það sparar fyrirhöfn og pening til bílaleigu. Flestar skiptimiðlanir starfa á þann veg að eign er skráð gegn gjaldi í gagnabanka miðlananna og eigandinn fær upplýsingar um skráð húsnæði um allan heim. Þá er þitt að komast að samkomulagi við aðra íbúðareigendur um hvernig skiptin eiga að fara fram. Nokkrum skandinavískum miðlunum er haldið úti sem miðla húsnæði á Norðurlöndunum en flest fyrirtækjanna hafa að geyma skrár yfir íbúðir allstaðar í heiminum. Íbúðaskiptum fylgja margir kostir og gagnkvæm ábyrgð skiptiaðila en hótelkostnaður í fríinu er þá úr sögunni. Fjölskyldur sem ferðast með börn geta því dvalið afslappað í útlöndum á heimili með fullbúnu eldhúsi, þvottaaðstöðu og jafnvel bíl. Þú hirðir vel um skiptiíbúðina sem þú býrð í líkt og hirt verður um þína eigin íbúð. Skiptimiðlanirnar útvega staðlaða skiptisamninga sem skrifa þarf undir áður en skiptin fara fram auk aðgátslista sem tryggir öryggi við skiptin. Fjárhagslega er hagstæðast að skipta á íbúð staðsettum á ódýrum flugáfangastöðum s.s. í stórborgum Evrópu. Íbúðin þín mun ekki standa auð í fríinu og venjan er að ekkert verð greiðist milli íbúðaskipta þrátt fyrir ólík heimili nema sérstaklega sé samið um það. Íbúðamiðlanir á netinu eru meðal annars intervac-online.com, expatriates.com, servihome.com og fleiri.
Ferðalög Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira