Eftirlætiskennarinn 18. ágúst 2004 00:01 "Það liggur alveg ljóst fyrir hver er uppáhaldskennarinn minn fyrr og síðar, það er meistari Guðmundur Jónsson," segir Ólafur Kjartan Sigurðarson óperusöngvari, sem hefur getið sér gott orð bæði hér heima og erlendis. "Guðmundur er einn af fáum kennurum sem ég hef kynnst sem bera takmarkalausa virðingu fyrir þeirri þekkingu sem þeir eru að miðla. Ekki spillti svo neftóbakið fyrir sem hann kenndi mér snemma að það er hverjum söngvara bráðnauðsynlegt. Ólíkt sumum kennurum sem ég hef verið hjá hefur Guðmundur haft það að leiðarljósi að söng, sem hann kennir manna best, sé ekki hægt að kenna heldur bara læra. Hann sagði við mig í fyrsta tímanum að regla númer eitt í söngnámi væri að trúa aldrei kennaranum sínum. Þetta er held ég eitt besta sjónarmið sem kennari getur haft. Til að læra söng og stunda verður söngvarinn að vera efasemdarmaður, hlusta á allt en taka svo bara það sem hentar. Fimm kennarar geta haft fimm mismunandi skoðanir og þú verður að velja. Kennara verðum við hins vegar að hafa því söngvarinn getur ekki verið eigin gagnrýnandi. Við verðum því að hafa eyru nálægt okkur sem við getum treyst og eyrun á Guðmundi Jónssyni eru einmitt þess háttar eyru. Maðurinn er kominn á níræðisaldur, er enn að kenna og syngur eins og engill. Guðmundur er svo hógvær og ber svo mikla virðingu fyrir faginu að hann hefur vísað efnilegu fólki frá sér sem hann telur að myndi græða meira á því að fara annað. Í mínu tilfelli rak hann mig til útlanda þar sem ég hafði ekki tíma til að stunda sönginn almennilega hérna heima vegna vinnu. Þegar ég fékk símtal frá Royal Academy í London þar sem spurt var hvort ég væri tilbúinn til að koma í skólann sagði hann "nei, þú ert ekkert tilbúinn en drífðu þig út því annars gerist ekki neitt". Guðmundur er líka boðberi hóflegs kæruleysis og ég held því fram að hann hafi ekki síður kennt mér um lífið, tilveruna og barnauppeldi en söng. Þessi lífsspeki rúmast í setningunni: "Elsku drengurinn minn, slappaðu af og syngdu eins og maður". Ég minnist þess ekki að hafa stigið á svið án þess að þessi setning hafi flogið um hugann," segir Ólafur Kjartan en eins og alþjóð veit hefur hann verið tíður gestur á óperusviðinu með nestið frá Guðmundi Jónssyni í farteskinu. Nám Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Fleiri fréttir „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
"Það liggur alveg ljóst fyrir hver er uppáhaldskennarinn minn fyrr og síðar, það er meistari Guðmundur Jónsson," segir Ólafur Kjartan Sigurðarson óperusöngvari, sem hefur getið sér gott orð bæði hér heima og erlendis. "Guðmundur er einn af fáum kennurum sem ég hef kynnst sem bera takmarkalausa virðingu fyrir þeirri þekkingu sem þeir eru að miðla. Ekki spillti svo neftóbakið fyrir sem hann kenndi mér snemma að það er hverjum söngvara bráðnauðsynlegt. Ólíkt sumum kennurum sem ég hef verið hjá hefur Guðmundur haft það að leiðarljósi að söng, sem hann kennir manna best, sé ekki hægt að kenna heldur bara læra. Hann sagði við mig í fyrsta tímanum að regla númer eitt í söngnámi væri að trúa aldrei kennaranum sínum. Þetta er held ég eitt besta sjónarmið sem kennari getur haft. Til að læra söng og stunda verður söngvarinn að vera efasemdarmaður, hlusta á allt en taka svo bara það sem hentar. Fimm kennarar geta haft fimm mismunandi skoðanir og þú verður að velja. Kennara verðum við hins vegar að hafa því söngvarinn getur ekki verið eigin gagnrýnandi. Við verðum því að hafa eyru nálægt okkur sem við getum treyst og eyrun á Guðmundi Jónssyni eru einmitt þess háttar eyru. Maðurinn er kominn á níræðisaldur, er enn að kenna og syngur eins og engill. Guðmundur er svo hógvær og ber svo mikla virðingu fyrir faginu að hann hefur vísað efnilegu fólki frá sér sem hann telur að myndi græða meira á því að fara annað. Í mínu tilfelli rak hann mig til útlanda þar sem ég hafði ekki tíma til að stunda sönginn almennilega hérna heima vegna vinnu. Þegar ég fékk símtal frá Royal Academy í London þar sem spurt var hvort ég væri tilbúinn til að koma í skólann sagði hann "nei, þú ert ekkert tilbúinn en drífðu þig út því annars gerist ekki neitt". Guðmundur er líka boðberi hóflegs kæruleysis og ég held því fram að hann hafi ekki síður kennt mér um lífið, tilveruna og barnauppeldi en söng. Þessi lífsspeki rúmast í setningunni: "Elsku drengurinn minn, slappaðu af og syngdu eins og maður". Ég minnist þess ekki að hafa stigið á svið án þess að þessi setning hafi flogið um hugann," segir Ólafur Kjartan en eins og alþjóð veit hefur hann verið tíður gestur á óperusviðinu með nestið frá Guðmundi Jónssyni í farteskinu.
Nám Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Fleiri fréttir „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira