Endurmenntun HÍ 25. ágúst 2004 00:01 Hvað eiga morð í öllum betri bókabúðum, Bach og viðbrögð við afbrýðisemi í samböndum sameiginlegt? Jú, þau eru meðal ótal umfjöllunarefna á námskeiðum Endurmenntunar Háskóla Íslands í vetur. Kolbrún Erla Matthíasdóttir er markaðsstjóri þar og segir okkur meira. "Á hverju misseri bjóðum við upp á um það bil 200 námskeið á um 20 fræðasviðum og meirihlutinn er nýr. Ég get nefnt sem dæmi eitt sem var að detta inn og heitir Sálgreining og stjórnmál -- Bush á bekknum. Haukur Ingi Jónasson sálgreinir er með það og þar verður sýnt fram á hvernig nota má kenningar sálgreiningarstefnunnar á persónuleika stjórnmálamanna. Menningarnámskeiðin eru öll ný og þar eru til dæmis tvö um Halldór Laxness, hvort á sinni önninni í umsjá Halldórs Guðmundssonar. Það fyrra hefur undirtitilinn Skáld á öfgafullri öld. Svo er bragfræðinámskeið hjá Ragnari Inga Aðalsteinssyni og Jón Bö verður með fornsögur að venju. Það hafa margir skyldumætingu hjá honum! Auk þess erum við í samstarfi við Sinfóníuhljómsveitina, Þjóðleikhúsið og vinafélag Íslensku óperunnar og setjum upp námskeið sem tengjast verkefnum hjá þeim." Kolbrún segir hugmyndir að nýjum námskeiðum koma víða að. Verkefnisstjórar sjái hver um sinn flokk og félagasamtök og stofnanir af ýmsu tagi knýi á um samstarf. Reynt sé að finna sérfræðinga á hverju sviði enda sé aðgengi gott að kennurum í háskólanum sem séu óþreytandi að miðla þekkingu sinni. Einnig fái Endurmenntun stundum ábendingar um erlenda fræðimenn á leið til landsins og ráði þá til tímabundinnar kennslu. Af námskeiðum sem ganga í endurnýjun lífdaga hvert haust nefnir Kolbrún eitt um íslenska stafsetningu í hnotskurn, annað í verkefnisstjórnun og það þriðja um eflingu sjálfstrausts. Hún segir samstarf við háskóladeildirnar að aukast og æ fleiri námskeið gefi einingar til dæmis inn í meistaranám. "Það er ótalmargt spennandi í boði eins og sjá má á vefnum okkar endurmenntun.is," segir Kolbrún að lokum og heldur áfram leið sinni með námsskrána í prentun sem verður borin í öll hús á Reykjavíkursvæðinu um næstu mánaðamót. Nám Mest lesið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Hvað eiga morð í öllum betri bókabúðum, Bach og viðbrögð við afbrýðisemi í samböndum sameiginlegt? Jú, þau eru meðal ótal umfjöllunarefna á námskeiðum Endurmenntunar Háskóla Íslands í vetur. Kolbrún Erla Matthíasdóttir er markaðsstjóri þar og segir okkur meira. "Á hverju misseri bjóðum við upp á um það bil 200 námskeið á um 20 fræðasviðum og meirihlutinn er nýr. Ég get nefnt sem dæmi eitt sem var að detta inn og heitir Sálgreining og stjórnmál -- Bush á bekknum. Haukur Ingi Jónasson sálgreinir er með það og þar verður sýnt fram á hvernig nota má kenningar sálgreiningarstefnunnar á persónuleika stjórnmálamanna. Menningarnámskeiðin eru öll ný og þar eru til dæmis tvö um Halldór Laxness, hvort á sinni önninni í umsjá Halldórs Guðmundssonar. Það fyrra hefur undirtitilinn Skáld á öfgafullri öld. Svo er bragfræðinámskeið hjá Ragnari Inga Aðalsteinssyni og Jón Bö verður með fornsögur að venju. Það hafa margir skyldumætingu hjá honum! Auk þess erum við í samstarfi við Sinfóníuhljómsveitina, Þjóðleikhúsið og vinafélag Íslensku óperunnar og setjum upp námskeið sem tengjast verkefnum hjá þeim." Kolbrún segir hugmyndir að nýjum námskeiðum koma víða að. Verkefnisstjórar sjái hver um sinn flokk og félagasamtök og stofnanir af ýmsu tagi knýi á um samstarf. Reynt sé að finna sérfræðinga á hverju sviði enda sé aðgengi gott að kennurum í háskólanum sem séu óþreytandi að miðla þekkingu sinni. Einnig fái Endurmenntun stundum ábendingar um erlenda fræðimenn á leið til landsins og ráði þá til tímabundinnar kennslu. Af námskeiðum sem ganga í endurnýjun lífdaga hvert haust nefnir Kolbrún eitt um íslenska stafsetningu í hnotskurn, annað í verkefnisstjórnun og það þriðja um eflingu sjálfstrausts. Hún segir samstarf við háskóladeildirnar að aukast og æ fleiri námskeið gefi einingar til dæmis inn í meistaranám. "Það er ótalmargt spennandi í boði eins og sjá má á vefnum okkar endurmenntun.is," segir Kolbrún að lokum og heldur áfram leið sinni með námsskrána í prentun sem verður borin í öll hús á Reykjavíkursvæðinu um næstu mánaðamót.
Nám Mest lesið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira