Vincent Plédel fékk ferðabakteríu 25. ágúst 2004 00:01 Árið 1976 kom fjórtán ára spænskur strákur í heimsókn til frænku sinnar sem átti heima á Íslandi. Þessi heimsókn hafði djúpstæð áhrif á líf hans og í dag er hann sannkallaður heimshornaflakkari sem vinnur við að ferðast um heiminn og kanna skemmtilega ferðamöguleika fyrir ferðaskrifstofur auk þess sem hann skrifar ferðabækur og greinar í ferðatímarit. Vincent Plédel hefur ekki haft mikinn tíma fyrir sumarfrí undanfarin ár þar sem hann hefur nýlokið fjögurra ára heimsreisu þar sem hann og kona hans Marian Ocana söfnuðu menningarefni fyrir menntamálayfirvöld í Ceuta í Marokkó. "Ég vildi endilega koma aftur til Íslands í sumarfríinu, því fyrsta í fjögur ár, bæði vegna þess að ég náði ekki að koma hingað þegar við komum frá Ameríku í fyrra og eins vegna þess að Marian hefur aldrei séð Ísland og mér fannst endilega að hún þyrfti að sjá hvernig þetta byrjaði allt hjá mér," segir Vincent brosandi. "Hér fékk ég ferðabakteríuna þegar ég fór með frænku minni í fjögurra vikna ferð um allt landið. Ég hafði aldrei kynnst neinu landi á þennan hátt. Þarna kom ég í fyrsta sinn í fjórhjóladrifinn jeppa en ég hef mikið dálæti á þeim ferðamáta og fer flestar mínar ferðir á slíku farartæki. Eftir þetta fór ég í ferðalag hvenær sem ég gat, fyrst á mínum eigin vegum, á Interrail eða hreinlega bara á puttanum en svo kom að því að ferðirnar tóku of mikinn tíma frá vinnunni. Þá stofnuðum við Marian fyrirtæki sem sameinar vinnu okkar og ástríðu og gerir okkur kleift að halda áfram að ferðast." Hver skyldi vera eftirminnilegasti staðurinn sem þau hjónin hafa heimsótt? "Ég væri til í að búa í miðri Ástralíu. Þar búa fáir og er mjög friðsælt, landið er gríðarstórt og fjölbreytt og óbyggðirnar magnaðar. Svo er hægt að velja sér veðurfar og setjast bara upp í bílinn og keyra þangað til maður finnur veður sem manni líkar við." "Öfugt við Ísland þar sem veðrið velur mann," bætir Marian við en henni fannst dálítið kalt í upphafi heimsóknarinnar til Íslands enda er hún alin upp í Marokkó. En ætla þau að skrifa eitthvað um Ísland? "Við tókum margar myndir og langar til að kynna þetta ævintýraland fyrir Spánverjum. Nú er orðið mun auðveldara fyrir þá að komast til Íslands þar sem hægt er að fljúga beint frá bæði Madríd og Barcelona." Vincent og Marian dvelja á Íslandi í þrjár vikur í þetta sinn og hafa náð að ferðast vítt og breitt svo þau hafa ýmislegt skemmtilegt að segja ferðaþyrstum Spánverjum. Þeim sem vilja vita meira um ferðir þeirra er bent á heimasíðuna www.ruta-imperios.com þar sem lesa má um heimsreisuna á ensku og spænsku. Ferðalög Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Árið 1976 kom fjórtán ára spænskur strákur í heimsókn til frænku sinnar sem átti heima á Íslandi. Þessi heimsókn hafði djúpstæð áhrif á líf hans og í dag er hann sannkallaður heimshornaflakkari sem vinnur við að ferðast um heiminn og kanna skemmtilega ferðamöguleika fyrir ferðaskrifstofur auk þess sem hann skrifar ferðabækur og greinar í ferðatímarit. Vincent Plédel hefur ekki haft mikinn tíma fyrir sumarfrí undanfarin ár þar sem hann hefur nýlokið fjögurra ára heimsreisu þar sem hann og kona hans Marian Ocana söfnuðu menningarefni fyrir menntamálayfirvöld í Ceuta í Marokkó. "Ég vildi endilega koma aftur til Íslands í sumarfríinu, því fyrsta í fjögur ár, bæði vegna þess að ég náði ekki að koma hingað þegar við komum frá Ameríku í fyrra og eins vegna þess að Marian hefur aldrei séð Ísland og mér fannst endilega að hún þyrfti að sjá hvernig þetta byrjaði allt hjá mér," segir Vincent brosandi. "Hér fékk ég ferðabakteríuna þegar ég fór með frænku minni í fjögurra vikna ferð um allt landið. Ég hafði aldrei kynnst neinu landi á þennan hátt. Þarna kom ég í fyrsta sinn í fjórhjóladrifinn jeppa en ég hef mikið dálæti á þeim ferðamáta og fer flestar mínar ferðir á slíku farartæki. Eftir þetta fór ég í ferðalag hvenær sem ég gat, fyrst á mínum eigin vegum, á Interrail eða hreinlega bara á puttanum en svo kom að því að ferðirnar tóku of mikinn tíma frá vinnunni. Þá stofnuðum við Marian fyrirtæki sem sameinar vinnu okkar og ástríðu og gerir okkur kleift að halda áfram að ferðast." Hver skyldi vera eftirminnilegasti staðurinn sem þau hjónin hafa heimsótt? "Ég væri til í að búa í miðri Ástralíu. Þar búa fáir og er mjög friðsælt, landið er gríðarstórt og fjölbreytt og óbyggðirnar magnaðar. Svo er hægt að velja sér veðurfar og setjast bara upp í bílinn og keyra þangað til maður finnur veður sem manni líkar við." "Öfugt við Ísland þar sem veðrið velur mann," bætir Marian við en henni fannst dálítið kalt í upphafi heimsóknarinnar til Íslands enda er hún alin upp í Marokkó. En ætla þau að skrifa eitthvað um Ísland? "Við tókum margar myndir og langar til að kynna þetta ævintýraland fyrir Spánverjum. Nú er orðið mun auðveldara fyrir þá að komast til Íslands þar sem hægt er að fljúga beint frá bæði Madríd og Barcelona." Vincent og Marian dvelja á Íslandi í þrjár vikur í þetta sinn og hafa náð að ferðast vítt og breitt svo þau hafa ýmislegt skemmtilegt að segja ferðaþyrstum Spánverjum. Þeim sem vilja vita meira um ferðir þeirra er bent á heimasíðuna www.ruta-imperios.com þar sem lesa má um heimsreisuna á ensku og spænsku.
Ferðalög Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira