Klámhögg 8. september 2004 00:01 Leikstjórinn Larry Clark gekk fram af mörgum siðapostulanum með mynd sinni Kids árið 1995. Þar fjallaði hann um tilvistarkreppu amerískra unglinga þar sem kynlíf og eyðnismit komu mikið við sögu. Hann er á svipuðum nótum í Ken Park en gengur þó enn lengra í bersöglinni og hikar ekki við að flagga getnaðarlimum og sýna sáðlát í nærmynd. Þetta er sem sagt mynd sem ætlað er að stuða. Hér fylgir Clark nokkrum ungmennum eftir og gerir hvílubrögðum þeirra ítarleg skil. Það er margt áhugavert í sögum krakkanna og myndin er því vel til þess fallin að vekja fólk til umhugsunar þó ég átti mig ekki alveg á því um hvað það ætti helst að vera. Það má þó lesa hvassa þjóðfélagsádeilu út úr myndinni en það dregur töluvert úr kraftinum að fjölskylduaðstæður allra aðalpersónanna eru svo kolbrenglaðar að það hvarflar aldrei að manni að hér sé verið að veita innsýn inn í líf hins dæmigerða unglings í Bandaríkjunum. Þá er vandséð að opinská kynlífsatriðin í myndini þjóni öðrum tilgangi en að ganga fram af fólki og vekja umtal og salurinn átti það til að skella upp úr yfir kláminu, sem gefur sterklega til kynna að það missi marks. Klám er í sjálfu sér merkingarlaust og því vandmeðfarið eigi það að undirstrika eitthvað í dramatískum tilgangi. Miðað við Ken Park eiga Bandaríkjamenn enn margt ólært af Frökkum í þessum fræðum en yfirgengileg kynlífsatriði og ofbeldi í myndum Baise-Moi og Irreversible þjónuðu til dæmis sannarlega tilgangi sögunnar og höfðu mikilvægu hlutverki að gegna. Ken Park er samt skemmtileg pæling en bersöglin er klámhögg. Ken Park Leikstjórar: Larry Clark, Edward Lachman Aðalhlutverk: Tiffany Limos, James Ransone, James Bullard Þórarinn Þórarinsson Menning Mest lesið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Leikstjórinn Larry Clark gekk fram af mörgum siðapostulanum með mynd sinni Kids árið 1995. Þar fjallaði hann um tilvistarkreppu amerískra unglinga þar sem kynlíf og eyðnismit komu mikið við sögu. Hann er á svipuðum nótum í Ken Park en gengur þó enn lengra í bersöglinni og hikar ekki við að flagga getnaðarlimum og sýna sáðlát í nærmynd. Þetta er sem sagt mynd sem ætlað er að stuða. Hér fylgir Clark nokkrum ungmennum eftir og gerir hvílubrögðum þeirra ítarleg skil. Það er margt áhugavert í sögum krakkanna og myndin er því vel til þess fallin að vekja fólk til umhugsunar þó ég átti mig ekki alveg á því um hvað það ætti helst að vera. Það má þó lesa hvassa þjóðfélagsádeilu út úr myndinni en það dregur töluvert úr kraftinum að fjölskylduaðstæður allra aðalpersónanna eru svo kolbrenglaðar að það hvarflar aldrei að manni að hér sé verið að veita innsýn inn í líf hins dæmigerða unglings í Bandaríkjunum. Þá er vandséð að opinská kynlífsatriðin í myndini þjóni öðrum tilgangi en að ganga fram af fólki og vekja umtal og salurinn átti það til að skella upp úr yfir kláminu, sem gefur sterklega til kynna að það missi marks. Klám er í sjálfu sér merkingarlaust og því vandmeðfarið eigi það að undirstrika eitthvað í dramatískum tilgangi. Miðað við Ken Park eiga Bandaríkjamenn enn margt ólært af Frökkum í þessum fræðum en yfirgengileg kynlífsatriði og ofbeldi í myndum Baise-Moi og Irreversible þjónuðu til dæmis sannarlega tilgangi sögunnar og höfðu mikilvægu hlutverki að gegna. Ken Park er samt skemmtileg pæling en bersöglin er klámhögg. Ken Park Leikstjórar: Larry Clark, Edward Lachman Aðalhlutverk: Tiffany Limos, James Ransone, James Bullard Þórarinn Þórarinsson
Menning Mest lesið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira