Drekkti sér í sögu og menningu. 22. september 2004 00:01 Guðmundur Jónsson gítarleikari fór í eftirminnilegt ferðalag á ævafornar slóðir. "Veturinn 2001 ætluðum við bróðir minn að fara tveir saman til Ítalíu í bakpokaferðalag. Ég var búinn að vinna allt of mikið og ýmislegt hafði gengið á svo ég þurfti virkilega að fá smá frí og hugsa minn gang. Þegar bróðir minn hætti svo við að fara ákvað ég að fara einn. Ég vissi ekkert hvað myndi gerast í þessari ferð nema að mig langaði til Kaíró í Egyptalandi. Svo lenti ég bara á Ítalíu og heimsótti þær borgir sem heilluðu mig. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á mannkynssögu og ákvað að drekkja mér í sögunni og menningunni. Ég varð fyrir miklum hughrifum þegar ég var í Flórens og sá styttuna af Davíð, ég hefði aldrei trúað að höggmynd gæti haft svona mikil áhrif á mig. Péturskirkjan hafði líka mikil áhrif á mig en ég hef alltaf haft mikinn áhuga á kaþólskri trú. Ég fór svo til Kaíró án þess að gera boð á undan mér, réði mér leiðsögumann sem var með mér í viku og við fórum að skoða ýmsilegt, til dæmis píramídana. Þeir stigu skyndilega upp úr rykmekkinum í fátæklegu úthverfinu eins og þeir væru bara í Grafarvoginum. Ég upplifði það mjög sterkt. Af því ég var einn náði ég að kynnast Egyptunum ágætlega og þeir sögðu mér frá sínum trúarbrögðum og lífi. Mér fannst arabar alveg einstaklega kurteist og elskulegt fólk og hef því kannski aðra sýn á þá en þeir sem heyrðu fyrst um araba 11. september 2001. Ég var á ferðinni í þrjár vikur og kom heim nýr og betri maður. Því má bæta við að ég fór ekki inn á einn einasta bar í allri ferðinni." Gummi Jóns er ennþá á ferð og flugi og hefur nýlokið við skemmtilega tónleikaferð um landið en mun vafalaust spila eitthvað meira í vetur. Ferðalög Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Sjá meira
Guðmundur Jónsson gítarleikari fór í eftirminnilegt ferðalag á ævafornar slóðir. "Veturinn 2001 ætluðum við bróðir minn að fara tveir saman til Ítalíu í bakpokaferðalag. Ég var búinn að vinna allt of mikið og ýmislegt hafði gengið á svo ég þurfti virkilega að fá smá frí og hugsa minn gang. Þegar bróðir minn hætti svo við að fara ákvað ég að fara einn. Ég vissi ekkert hvað myndi gerast í þessari ferð nema að mig langaði til Kaíró í Egyptalandi. Svo lenti ég bara á Ítalíu og heimsótti þær borgir sem heilluðu mig. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á mannkynssögu og ákvað að drekkja mér í sögunni og menningunni. Ég varð fyrir miklum hughrifum þegar ég var í Flórens og sá styttuna af Davíð, ég hefði aldrei trúað að höggmynd gæti haft svona mikil áhrif á mig. Péturskirkjan hafði líka mikil áhrif á mig en ég hef alltaf haft mikinn áhuga á kaþólskri trú. Ég fór svo til Kaíró án þess að gera boð á undan mér, réði mér leiðsögumann sem var með mér í viku og við fórum að skoða ýmsilegt, til dæmis píramídana. Þeir stigu skyndilega upp úr rykmekkinum í fátæklegu úthverfinu eins og þeir væru bara í Grafarvoginum. Ég upplifði það mjög sterkt. Af því ég var einn náði ég að kynnast Egyptunum ágætlega og þeir sögðu mér frá sínum trúarbrögðum og lífi. Mér fannst arabar alveg einstaklega kurteist og elskulegt fólk og hef því kannski aðra sýn á þá en þeir sem heyrðu fyrst um araba 11. september 2001. Ég var á ferðinni í þrjár vikur og kom heim nýr og betri maður. Því má bæta við að ég fór ekki inn á einn einasta bar í allri ferðinni." Gummi Jóns er ennþá á ferð og flugi og hefur nýlokið við skemmtilega tónleikaferð um landið en mun vafalaust spila eitthvað meira í vetur.
Ferðalög Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Sjá meira