Drekkti sér í sögu og menningu. 22. september 2004 00:01 Guðmundur Jónsson gítarleikari fór í eftirminnilegt ferðalag á ævafornar slóðir. "Veturinn 2001 ætluðum við bróðir minn að fara tveir saman til Ítalíu í bakpokaferðalag. Ég var búinn að vinna allt of mikið og ýmislegt hafði gengið á svo ég þurfti virkilega að fá smá frí og hugsa minn gang. Þegar bróðir minn hætti svo við að fara ákvað ég að fara einn. Ég vissi ekkert hvað myndi gerast í þessari ferð nema að mig langaði til Kaíró í Egyptalandi. Svo lenti ég bara á Ítalíu og heimsótti þær borgir sem heilluðu mig. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á mannkynssögu og ákvað að drekkja mér í sögunni og menningunni. Ég varð fyrir miklum hughrifum þegar ég var í Flórens og sá styttuna af Davíð, ég hefði aldrei trúað að höggmynd gæti haft svona mikil áhrif á mig. Péturskirkjan hafði líka mikil áhrif á mig en ég hef alltaf haft mikinn áhuga á kaþólskri trú. Ég fór svo til Kaíró án þess að gera boð á undan mér, réði mér leiðsögumann sem var með mér í viku og við fórum að skoða ýmsilegt, til dæmis píramídana. Þeir stigu skyndilega upp úr rykmekkinum í fátæklegu úthverfinu eins og þeir væru bara í Grafarvoginum. Ég upplifði það mjög sterkt. Af því ég var einn náði ég að kynnast Egyptunum ágætlega og þeir sögðu mér frá sínum trúarbrögðum og lífi. Mér fannst arabar alveg einstaklega kurteist og elskulegt fólk og hef því kannski aðra sýn á þá en þeir sem heyrðu fyrst um araba 11. september 2001. Ég var á ferðinni í þrjár vikur og kom heim nýr og betri maður. Því má bæta við að ég fór ekki inn á einn einasta bar í allri ferðinni." Gummi Jóns er ennþá á ferð og flugi og hefur nýlokið við skemmtilega tónleikaferð um landið en mun vafalaust spila eitthvað meira í vetur. Ferðalög Mest lesið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Fleiri fréttir Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Guðmundur Jónsson gítarleikari fór í eftirminnilegt ferðalag á ævafornar slóðir. "Veturinn 2001 ætluðum við bróðir minn að fara tveir saman til Ítalíu í bakpokaferðalag. Ég var búinn að vinna allt of mikið og ýmislegt hafði gengið á svo ég þurfti virkilega að fá smá frí og hugsa minn gang. Þegar bróðir minn hætti svo við að fara ákvað ég að fara einn. Ég vissi ekkert hvað myndi gerast í þessari ferð nema að mig langaði til Kaíró í Egyptalandi. Svo lenti ég bara á Ítalíu og heimsótti þær borgir sem heilluðu mig. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á mannkynssögu og ákvað að drekkja mér í sögunni og menningunni. Ég varð fyrir miklum hughrifum þegar ég var í Flórens og sá styttuna af Davíð, ég hefði aldrei trúað að höggmynd gæti haft svona mikil áhrif á mig. Péturskirkjan hafði líka mikil áhrif á mig en ég hef alltaf haft mikinn áhuga á kaþólskri trú. Ég fór svo til Kaíró án þess að gera boð á undan mér, réði mér leiðsögumann sem var með mér í viku og við fórum að skoða ýmsilegt, til dæmis píramídana. Þeir stigu skyndilega upp úr rykmekkinum í fátæklegu úthverfinu eins og þeir væru bara í Grafarvoginum. Ég upplifði það mjög sterkt. Af því ég var einn náði ég að kynnast Egyptunum ágætlega og þeir sögðu mér frá sínum trúarbrögðum og lífi. Mér fannst arabar alveg einstaklega kurteist og elskulegt fólk og hef því kannski aðra sýn á þá en þeir sem heyrðu fyrst um araba 11. september 2001. Ég var á ferðinni í þrjár vikur og kom heim nýr og betri maður. Því má bæta við að ég fór ekki inn á einn einasta bar í allri ferðinni." Gummi Jóns er ennþá á ferð og flugi og hefur nýlokið við skemmtilega tónleikaferð um landið en mun vafalaust spila eitthvað meira í vetur.
Ferðalög Mest lesið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Fleiri fréttir Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira