Bollywood í Kramhúsinu 28. september 2004 00:01 Danska magadansmærin Anna Barner Sarp er stödd hér á landi og ætlar að halda þriggja vikna dansnámskeið í Kramhúsinu sem hefst á þriðjudag. Þar er þó um að ræða miklu meira en bara magadans því Anna blandar saman indverskum dansi, arabískum magadansi og hiphopi svo úr verður hinn vinsæli Bollywood-dans sem fer nú sigurför um heiminn. Anna rekur ættir sínar til sígauna og segist finna vel fyrir sígaunablóðinu sem rennur um æðar hennar. "Ég finn mig sérstaklega vel í sígaunatónlistinni og finnst ég eins og heima hjá mér þegar ég er í Mið-Austurlöndum," segir Anna. Hún er margfaldur meistari í magadansi og hlaut í sumar fyrstu verðlaun í alþjóðlegri magadanskeppni í Berlín. "Það sem ég ætla að kenna í Kramhúsinu er sambland af kathak, sem er klassískur indverskur dans, og bhangra, sem er indverskur þjóðdans. Þá blanda ég í þetta hip hopinu og arabískum magadansi. Bollywood-dansinn er notaður í Bollywood-iðnaðinum, sem er gríðarlega stór og fer stækkandi og er nú þegar orðinn miklu stærri en Hollywood." Anna segir að allar konur geti lært þennan dans, þar sem áherslan er á kvenleikann og daðrið. "Þetta er námskeið fyrir konur á öllum aldri sem vilja vekja enn frekar upp kvenleikann í sér og upplifa í leiðinni eitthvað alveg nýtt og spennandi," segir Anna. Nám Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Sjá meira
Danska magadansmærin Anna Barner Sarp er stödd hér á landi og ætlar að halda þriggja vikna dansnámskeið í Kramhúsinu sem hefst á þriðjudag. Þar er þó um að ræða miklu meira en bara magadans því Anna blandar saman indverskum dansi, arabískum magadansi og hiphopi svo úr verður hinn vinsæli Bollywood-dans sem fer nú sigurför um heiminn. Anna rekur ættir sínar til sígauna og segist finna vel fyrir sígaunablóðinu sem rennur um æðar hennar. "Ég finn mig sérstaklega vel í sígaunatónlistinni og finnst ég eins og heima hjá mér þegar ég er í Mið-Austurlöndum," segir Anna. Hún er margfaldur meistari í magadansi og hlaut í sumar fyrstu verðlaun í alþjóðlegri magadanskeppni í Berlín. "Það sem ég ætla að kenna í Kramhúsinu er sambland af kathak, sem er klassískur indverskur dans, og bhangra, sem er indverskur þjóðdans. Þá blanda ég í þetta hip hopinu og arabískum magadansi. Bollywood-dansinn er notaður í Bollywood-iðnaðinum, sem er gríðarlega stór og fer stækkandi og er nú þegar orðinn miklu stærri en Hollywood." Anna segir að allar konur geti lært þennan dans, þar sem áherslan er á kvenleikann og daðrið. "Þetta er námskeið fyrir konur á öllum aldri sem vilja vekja enn frekar upp kvenleikann í sér og upplifa í leiðinni eitthvað alveg nýtt og spennandi," segir Anna.
Nám Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Sjá meira