Bíó og sjónvarp

Síðasti bærinn í dalnum bestur

Íslenska stuttmyndin Síðasti bærinn í dalnum var valin besta norræna stuttmyndin á norrænu stutt- og heimildamyndahátíðinni Nordisk Panorama í gærkvöldi. Myndin er eftir Rúnar Rúnarsson. Þetta er í annað sinn sem íslensk mynd er valin sú besta á þessari hátíð sem var nú haldin í fimmtánda sinn. Hún er jafnframt sú fjölsóttasta hingað til og er talið að um sex þúsund manns hafi sótt hana.

Rúnar Rúnarsson sést hér til vinstri ásamt Jóni Sigurbjörnssyni leikara við tökur á Síðasta bænum í dalnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×