Kennslustefna Hrafnagilsskóla 20. október 2004 00:01 "Að allir hafi það góða í sér og geti orðið betri manneskjur er inntakið í kennslustefnu okkar," segir Karl Frímannsson, skólastjóri Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit, en kennslustefna skólans er unnin er út frá hugmyndinni um skapgerðarmenntun, þar sem leitast er við að þroska persónuleika nemenda, samkennd, siðferði og ábyrgð. "Við öll sem komum að skólastarfinu, hvort sem það eru nemendur, kennarar, foreldrar og aðrir, höfum þá sameiginlegu sýn að gera þessa hugsun hluta af okkar daglega starfi," segir Karl. Daglega er haldin samverustund með nemendum í 1.til 7. bekk en vikulega með eldri bekkjunum þar sem visst efni er tekið til umræðu, og tengist það ætíð grunnhugmyndum stefnunnar. "Nemendur eru þar með sitt efni til flutnings og er séð til þess að allir fái tækifæri til að koma fram. Fyrir vikið hefur öll tregða og feimni orðið að engu þar sem virðing fyrir öðrum er í hávegum höfð," segir Karl og jafnframt að haldnir séu bekkjarfundir þar sem nemendum gefst kostur á að tjá sig og skoðanir sínar og hverjum og einum gefið rými og hljóð til að tala. "Við leitumst við að glæða skilning frekar en að fordæma og beitum engum hótunum eða ógnun í skólastarfinu," segir Karl. Ef upp koma vandamál er ekki tekið á þeim með fingurinn á lofti eins og Karl orðar það heldur taka skólayfirvöld ásamt málsaðilum á málum í sameiningu. "Við örvum framlag nemenda í öllum málum og viljum fá frá þeim tillögur. Ef upp koma vandamál þá gefum við þeim tækifæri til að bæta hegðun sína með því að fá þau með í ákvarðanatöku. Ef við eflum skilning þá breytum við hegðun miklu frekar. Þetta er svo sem engin töfralausn en við sjáum að hegðunarvandi er í lágmarki. Fyrst og fremst er þetta okkar leið til að takast á við hið daglega starf," segir Karl. "Að vissu leyti erum við að koma inn þeim þáttum sem lýðræðið byggir á, þar sem við þurfum að sýna umburðarlyndi og bera virðingu fyrir lögum og reglum," segir Karl en vill benda á að enn sé stefnan í mikilli þróun og sé fjarri því að vera endanleg. "Við viljum flýta okkur hægt og lítum því ekki á þetta sem eitthvert átaksverkefni heldur hluta af okkar daglega lífi," segir Karl. Nám Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
"Að allir hafi það góða í sér og geti orðið betri manneskjur er inntakið í kennslustefnu okkar," segir Karl Frímannsson, skólastjóri Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit, en kennslustefna skólans er unnin er út frá hugmyndinni um skapgerðarmenntun, þar sem leitast er við að þroska persónuleika nemenda, samkennd, siðferði og ábyrgð. "Við öll sem komum að skólastarfinu, hvort sem það eru nemendur, kennarar, foreldrar og aðrir, höfum þá sameiginlegu sýn að gera þessa hugsun hluta af okkar daglega starfi," segir Karl. Daglega er haldin samverustund með nemendum í 1.til 7. bekk en vikulega með eldri bekkjunum þar sem visst efni er tekið til umræðu, og tengist það ætíð grunnhugmyndum stefnunnar. "Nemendur eru þar með sitt efni til flutnings og er séð til þess að allir fái tækifæri til að koma fram. Fyrir vikið hefur öll tregða og feimni orðið að engu þar sem virðing fyrir öðrum er í hávegum höfð," segir Karl og jafnframt að haldnir séu bekkjarfundir þar sem nemendum gefst kostur á að tjá sig og skoðanir sínar og hverjum og einum gefið rými og hljóð til að tala. "Við leitumst við að glæða skilning frekar en að fordæma og beitum engum hótunum eða ógnun í skólastarfinu," segir Karl. Ef upp koma vandamál er ekki tekið á þeim með fingurinn á lofti eins og Karl orðar það heldur taka skólayfirvöld ásamt málsaðilum á málum í sameiningu. "Við örvum framlag nemenda í öllum málum og viljum fá frá þeim tillögur. Ef upp koma vandamál þá gefum við þeim tækifæri til að bæta hegðun sína með því að fá þau með í ákvarðanatöku. Ef við eflum skilning þá breytum við hegðun miklu frekar. Þetta er svo sem engin töfralausn en við sjáum að hegðunarvandi er í lágmarki. Fyrst og fremst er þetta okkar leið til að takast á við hið daglega starf," segir Karl. "Að vissu leyti erum við að koma inn þeim þáttum sem lýðræðið byggir á, þar sem við þurfum að sýna umburðarlyndi og bera virðingu fyrir lögum og reglum," segir Karl en vill benda á að enn sé stefnan í mikilli þróun og sé fjarri því að vera endanleg. "Við viljum flýta okkur hægt og lítum því ekki á þetta sem eitthvert átaksverkefni heldur hluta af okkar daglega lífi," segir Karl.
Nám Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira