Kennslustefna Hrafnagilsskóla 20. október 2004 00:01 "Að allir hafi það góða í sér og geti orðið betri manneskjur er inntakið í kennslustefnu okkar," segir Karl Frímannsson, skólastjóri Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit, en kennslustefna skólans er unnin er út frá hugmyndinni um skapgerðarmenntun, þar sem leitast er við að þroska persónuleika nemenda, samkennd, siðferði og ábyrgð. "Við öll sem komum að skólastarfinu, hvort sem það eru nemendur, kennarar, foreldrar og aðrir, höfum þá sameiginlegu sýn að gera þessa hugsun hluta af okkar daglega starfi," segir Karl. Daglega er haldin samverustund með nemendum í 1.til 7. bekk en vikulega með eldri bekkjunum þar sem visst efni er tekið til umræðu, og tengist það ætíð grunnhugmyndum stefnunnar. "Nemendur eru þar með sitt efni til flutnings og er séð til þess að allir fái tækifæri til að koma fram. Fyrir vikið hefur öll tregða og feimni orðið að engu þar sem virðing fyrir öðrum er í hávegum höfð," segir Karl og jafnframt að haldnir séu bekkjarfundir þar sem nemendum gefst kostur á að tjá sig og skoðanir sínar og hverjum og einum gefið rými og hljóð til að tala. "Við leitumst við að glæða skilning frekar en að fordæma og beitum engum hótunum eða ógnun í skólastarfinu," segir Karl. Ef upp koma vandamál er ekki tekið á þeim með fingurinn á lofti eins og Karl orðar það heldur taka skólayfirvöld ásamt málsaðilum á málum í sameiningu. "Við örvum framlag nemenda í öllum málum og viljum fá frá þeim tillögur. Ef upp koma vandamál þá gefum við þeim tækifæri til að bæta hegðun sína með því að fá þau með í ákvarðanatöku. Ef við eflum skilning þá breytum við hegðun miklu frekar. Þetta er svo sem engin töfralausn en við sjáum að hegðunarvandi er í lágmarki. Fyrst og fremst er þetta okkar leið til að takast á við hið daglega starf," segir Karl. "Að vissu leyti erum við að koma inn þeim þáttum sem lýðræðið byggir á, þar sem við þurfum að sýna umburðarlyndi og bera virðingu fyrir lögum og reglum," segir Karl en vill benda á að enn sé stefnan í mikilli þróun og sé fjarri því að vera endanleg. "Við viljum flýta okkur hægt og lítum því ekki á þetta sem eitthvert átaksverkefni heldur hluta af okkar daglega lífi," segir Karl. Nám Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
"Að allir hafi það góða í sér og geti orðið betri manneskjur er inntakið í kennslustefnu okkar," segir Karl Frímannsson, skólastjóri Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit, en kennslustefna skólans er unnin er út frá hugmyndinni um skapgerðarmenntun, þar sem leitast er við að þroska persónuleika nemenda, samkennd, siðferði og ábyrgð. "Við öll sem komum að skólastarfinu, hvort sem það eru nemendur, kennarar, foreldrar og aðrir, höfum þá sameiginlegu sýn að gera þessa hugsun hluta af okkar daglega starfi," segir Karl. Daglega er haldin samverustund með nemendum í 1.til 7. bekk en vikulega með eldri bekkjunum þar sem visst efni er tekið til umræðu, og tengist það ætíð grunnhugmyndum stefnunnar. "Nemendur eru þar með sitt efni til flutnings og er séð til þess að allir fái tækifæri til að koma fram. Fyrir vikið hefur öll tregða og feimni orðið að engu þar sem virðing fyrir öðrum er í hávegum höfð," segir Karl og jafnframt að haldnir séu bekkjarfundir þar sem nemendum gefst kostur á að tjá sig og skoðanir sínar og hverjum og einum gefið rými og hljóð til að tala. "Við leitumst við að glæða skilning frekar en að fordæma og beitum engum hótunum eða ógnun í skólastarfinu," segir Karl. Ef upp koma vandamál er ekki tekið á þeim með fingurinn á lofti eins og Karl orðar það heldur taka skólayfirvöld ásamt málsaðilum á málum í sameiningu. "Við örvum framlag nemenda í öllum málum og viljum fá frá þeim tillögur. Ef upp koma vandamál þá gefum við þeim tækifæri til að bæta hegðun sína með því að fá þau með í ákvarðanatöku. Ef við eflum skilning þá breytum við hegðun miklu frekar. Þetta er svo sem engin töfralausn en við sjáum að hegðunarvandi er í lágmarki. Fyrst og fremst er þetta okkar leið til að takast á við hið daglega starf," segir Karl. "Að vissu leyti erum við að koma inn þeim þáttum sem lýðræðið byggir á, þar sem við þurfum að sýna umburðarlyndi og bera virðingu fyrir lögum og reglum," segir Karl en vill benda á að enn sé stefnan í mikilli þróun og sé fjarri því að vera endanleg. "Við viljum flýta okkur hægt og lítum því ekki á þetta sem eitthvert átaksverkefni heldur hluta af okkar daglega lífi," segir Karl.
Nám Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira