Borg ljónanna 21. október 2004 00:01 Það var góð tilfinning að finna fast land undir fótum sér á ný eftir tæplega sólarhrings ferðalag frá Kaupmannahöfn til Singapúr. Landið tók á móti okkur með glampandi sól og raka í lofti og maður furðaði sig á því hvernig nokkur maður gæti unnið handtak í þessum hita. Singapúr, eða borg ljónanna á máli innfæddra, er í raun ein borg á einni eyju þar sem fólk af ólíkum uppruna hefur fest rætur. Íbúar Singapúr eru flestir af kínverskum eða malasískum uppruna en landið, sem öðlaðist sjálfstæði árið 1965, hafði fram að því verið undir stjórn annarra ríkja svo sem Bretlandi, Japan og Malasíu. Í Singapúr er mannlífið því fjölbreytt og borgin iðar af lífi, hvort sem er að nóttu eða degi. Í indverska hverfinu, Little India, einkenndist loftið af framandi kryddum og fögrum litum og sari var til sölu í öðrum hverjum bás. Það var alltaf stutt í brosið og foreldrar stilltu stoltir upp börnum sínum þegar beðið var um mynd. Í kínverska hverfinu, Chinatown, voru einnig góðar móttökur. Þar var að finna mikið af framandi mat, meðal annars grillkjúklingur í þunnum plötum sem reyndist vera hið besta nart á milli mála. Singapúr er um margt ólíkt nágrannalöndum sínum en hagsæld er mun meiri en í mörgum öðrum asískum ríkjum. Sökum þessa einkennist borgin af gríðarlega háum byggingum og turnum, endalausum verslunarmiðstöðvum og alþjóðlegu yfirbragði. Það ríkir mikill agi í samfélaginu og er lögreglan í nánu samstarfi við leigubílstjóra sem eru hálfgerðir leynilögreglumenn og ber þeim að tilkynna lögreglunni ef þeir sjá eitthvað grunsamlegt. Stór hluti kennara er einnig lögreglumenntaður en slíkt er álitið mikilvægur liður í að halda uppi aga í skólum landsins. Það er kannski eitthvað sem við Íslendingar gætum tekið okkur til fyrirmyndar og eflaust ekki úr vegi að bæta nokkrum löggunámskeiðum inn í almennt kennaranám á Íslandi. Ferðalög Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Það var góð tilfinning að finna fast land undir fótum sér á ný eftir tæplega sólarhrings ferðalag frá Kaupmannahöfn til Singapúr. Landið tók á móti okkur með glampandi sól og raka í lofti og maður furðaði sig á því hvernig nokkur maður gæti unnið handtak í þessum hita. Singapúr, eða borg ljónanna á máli innfæddra, er í raun ein borg á einni eyju þar sem fólk af ólíkum uppruna hefur fest rætur. Íbúar Singapúr eru flestir af kínverskum eða malasískum uppruna en landið, sem öðlaðist sjálfstæði árið 1965, hafði fram að því verið undir stjórn annarra ríkja svo sem Bretlandi, Japan og Malasíu. Í Singapúr er mannlífið því fjölbreytt og borgin iðar af lífi, hvort sem er að nóttu eða degi. Í indverska hverfinu, Little India, einkenndist loftið af framandi kryddum og fögrum litum og sari var til sölu í öðrum hverjum bás. Það var alltaf stutt í brosið og foreldrar stilltu stoltir upp börnum sínum þegar beðið var um mynd. Í kínverska hverfinu, Chinatown, voru einnig góðar móttökur. Þar var að finna mikið af framandi mat, meðal annars grillkjúklingur í þunnum plötum sem reyndist vera hið besta nart á milli mála. Singapúr er um margt ólíkt nágrannalöndum sínum en hagsæld er mun meiri en í mörgum öðrum asískum ríkjum. Sökum þessa einkennist borgin af gríðarlega háum byggingum og turnum, endalausum verslunarmiðstöðvum og alþjóðlegu yfirbragði. Það ríkir mikill agi í samfélaginu og er lögreglan í nánu samstarfi við leigubílstjóra sem eru hálfgerðir leynilögreglumenn og ber þeim að tilkynna lögreglunni ef þeir sjá eitthvað grunsamlegt. Stór hluti kennara er einnig lögreglumenntaður en slíkt er álitið mikilvægur liður í að halda uppi aga í skólum landsins. Það er kannski eitthvað sem við Íslendingar gætum tekið okkur til fyrirmyndar og eflaust ekki úr vegi að bæta nokkrum löggunámskeiðum inn í almennt kennaranám á Íslandi.
Ferðalög Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira