Vestur-Íslendingar og fræðsla 26. október 2004 00:01 Afkomendur Íslendinga í hinum vestræna heimi eru ófáir og á hverju ári leggja Íslendingar land undir fót til að heimsækja ættingja sína sem hafa tekið Norður-Ameríku fram yfir Ísland. Í bráðum fimm ár hefur Þjóðræknisfélag Íslendinga staðið fyrir námskeiðum um vesturfarana og síðustu þrjú ár hafa verið farnar skipulagðar ferðir til Norður-Ameríku í tengslum við námskeiðin. "Við hjá Þjóðræknisfélaginu leggjum mikla áherslu á að tengja saman fræðslu og ferðir. Við undirbúum fólk í ferðir með því að halda námskeið og fræðslufundi út um allt land," segir Jónas Þór, sagnfræðingur og formaður ferða- og fræðslunefndar Þjóðræknisfélags Íslendinga sem sér einnig um námskeiðin og ferðirnar. Nú stendur yfir námskeið um vesturfarir í Gerðubergi og er það út október. Alls eru námskeiðin átta vikur og kosta tíu þúsund krónur. Næsta námskeið hefst 1. febrúar á næsta ári og í kjölfarið fylgja þrjár ferðir til Vesturheims. "Fyrsta ferðin er frá 20. júní til 7. júlí og hún er farin til Utah í Bandaríkjunum. Sú ferð er farin vegna þess að 150 ár eru liðin síðan fyrstu íslensku mormónarnir fluttu til Utah. Þar af leiðandi er mikil hátíð í Spanish Fork. Einnig förum við til Utah til að skoða landslagið en það er algjörlega magnað. Önnur ferðin er 3. júlí til 15. júlí og er ferðinni heitið til Vestur-Kanada. Þá er farið um Íslendingabyggðir í Saskatchewan, áfram til Alberta þar sem við skoðum meðal annars hús Stephans G. Stephanssonar og Klettafjöllin. Þriðja og síðasta ferðin er svokölluð sögu- og Íslendingadagsferð frá 25. júlí til 5. ágúst. Þá er farið á elstu landsnámssvæði Íslendinga í Bandaríkjunum og Manitoba. Einnig er farið á Íslendingahátíð í Mountain í Norður-Dakóta og á Gimli í Manitoba." Nóg er gert til að undirbúa ferðalangana og sérstakir fræðslufundir eru haldnir á miðjum vetri. "Við förum bæði til Akureyrar og Vopnafjarðar og höldum dagsnámskeið. Síðan er sérstök ferð á Vesturfarasetrið á Hofsósi því það er skylda allra vesturfara nútímans að skoða það merkilega setur. Fræðslufundirnir eru á laugardögum og er nauðsynlegur undirbúningur fyrir verðandi vesturfara," segir Jónas Þór en einnig er haldinn rækilegur kynningarfundur um viku fyrir brottför. Hvert ferðalag er um tólf dagar og er verðið á bilinu 140 til 150 þúsund. Innifalið í því er flug báðar leiðir og innanlandsflug ef með þarf, gisting, rútuferðir, morgunmatur, fararstjórn og ferð á Vesturfarasetrið á Hofsósi. Ferðirnar eru skipulagðar í samráði við heimamenn á hverjum stað sem skipuleggja skoðunarferðir og fá afkomendur Íslendinga með í ferð. "Þjóðræknisfélagið leggur mikla áherslu á að efla tengsl Vesturheims við Ísland. Á næstunni ætlum við að skipuleggja ferðir á alla staði þar sem Íslendingar búa. Fólk getur líka farið í ferð án þess að sækja námskeiðin og öfugt," segir Jónas Þór en oft hefur komið fyrir að fólk hefur fundið ættingja sína í þessum ferðum. "Nemendur á námskeiðinu finna oft ættingja áður en þeir leggja í ferðina og við hjálpum þeim við það. Síðan eru iðulega samsæti að endingu með afkomendum Íslendinga í ferðalögunum og þá koma oft í ljós áður óþekkt tengsl. Þá verða ávallt miklir fagnaðarfundir." Nánari upplýsingar um ferðirnar og námskeiðin er á vefsíðunni inl.is og hjá Jónasi Þór í síma 554 1680 og í tölvupósti jtor@mmedia.is.Hér stillir hópurinn sér upp hjá styttu af Jóni Sigurðssyni í ferð til Manitoba og Minnesota sem farin var í fyrra. FleiriHér er hópurinn á slóðum Stephans G. Stephanssonar, skálds, í ferð til Wisconsin og Norður-Dakóta sem farin var í fyrra. Nám Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Afkomendur Íslendinga í hinum vestræna heimi eru ófáir og á hverju ári leggja Íslendingar land undir fót til að heimsækja ættingja sína sem hafa tekið Norður-Ameríku fram yfir Ísland. Í bráðum fimm ár hefur Þjóðræknisfélag Íslendinga staðið fyrir námskeiðum um vesturfarana og síðustu þrjú ár hafa verið farnar skipulagðar ferðir til Norður-Ameríku í tengslum við námskeiðin. "Við hjá Þjóðræknisfélaginu leggjum mikla áherslu á að tengja saman fræðslu og ferðir. Við undirbúum fólk í ferðir með því að halda námskeið og fræðslufundi út um allt land," segir Jónas Þór, sagnfræðingur og formaður ferða- og fræðslunefndar Þjóðræknisfélags Íslendinga sem sér einnig um námskeiðin og ferðirnar. Nú stendur yfir námskeið um vesturfarir í Gerðubergi og er það út október. Alls eru námskeiðin átta vikur og kosta tíu þúsund krónur. Næsta námskeið hefst 1. febrúar á næsta ári og í kjölfarið fylgja þrjár ferðir til Vesturheims. "Fyrsta ferðin er frá 20. júní til 7. júlí og hún er farin til Utah í Bandaríkjunum. Sú ferð er farin vegna þess að 150 ár eru liðin síðan fyrstu íslensku mormónarnir fluttu til Utah. Þar af leiðandi er mikil hátíð í Spanish Fork. Einnig förum við til Utah til að skoða landslagið en það er algjörlega magnað. Önnur ferðin er 3. júlí til 15. júlí og er ferðinni heitið til Vestur-Kanada. Þá er farið um Íslendingabyggðir í Saskatchewan, áfram til Alberta þar sem við skoðum meðal annars hús Stephans G. Stephanssonar og Klettafjöllin. Þriðja og síðasta ferðin er svokölluð sögu- og Íslendingadagsferð frá 25. júlí til 5. ágúst. Þá er farið á elstu landsnámssvæði Íslendinga í Bandaríkjunum og Manitoba. Einnig er farið á Íslendingahátíð í Mountain í Norður-Dakóta og á Gimli í Manitoba." Nóg er gert til að undirbúa ferðalangana og sérstakir fræðslufundir eru haldnir á miðjum vetri. "Við förum bæði til Akureyrar og Vopnafjarðar og höldum dagsnámskeið. Síðan er sérstök ferð á Vesturfarasetrið á Hofsósi því það er skylda allra vesturfara nútímans að skoða það merkilega setur. Fræðslufundirnir eru á laugardögum og er nauðsynlegur undirbúningur fyrir verðandi vesturfara," segir Jónas Þór en einnig er haldinn rækilegur kynningarfundur um viku fyrir brottför. Hvert ferðalag er um tólf dagar og er verðið á bilinu 140 til 150 þúsund. Innifalið í því er flug báðar leiðir og innanlandsflug ef með þarf, gisting, rútuferðir, morgunmatur, fararstjórn og ferð á Vesturfarasetrið á Hofsósi. Ferðirnar eru skipulagðar í samráði við heimamenn á hverjum stað sem skipuleggja skoðunarferðir og fá afkomendur Íslendinga með í ferð. "Þjóðræknisfélagið leggur mikla áherslu á að efla tengsl Vesturheims við Ísland. Á næstunni ætlum við að skipuleggja ferðir á alla staði þar sem Íslendingar búa. Fólk getur líka farið í ferð án þess að sækja námskeiðin og öfugt," segir Jónas Þór en oft hefur komið fyrir að fólk hefur fundið ættingja sína í þessum ferðum. "Nemendur á námskeiðinu finna oft ættingja áður en þeir leggja í ferðina og við hjálpum þeim við það. Síðan eru iðulega samsæti að endingu með afkomendum Íslendinga í ferðalögunum og þá koma oft í ljós áður óþekkt tengsl. Þá verða ávallt miklir fagnaðarfundir." Nánari upplýsingar um ferðirnar og námskeiðin er á vefsíðunni inl.is og hjá Jónasi Þór í síma 554 1680 og í tölvupósti jtor@mmedia.is.Hér stillir hópurinn sér upp hjá styttu af Jóni Sigurðssyni í ferð til Manitoba og Minnesota sem farin var í fyrra. FleiriHér er hópurinn á slóðum Stephans G. Stephanssonar, skálds, í ferð til Wisconsin og Norður-Dakóta sem farin var í fyrra.
Nám Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira