Nemendur í Hringsjá 9. nóvember 2004 00:01 Hringsjá er nafn á menntastofnun sem hljótt er um. Þó er hún ekki á hjara veraldar heldur í stórborginni sjálfri, nánar tiltekið í Hátúni 10d. Hringsjá er rekin sem sjálfstæð stofnun en undir merkjum Öryrkjabandalagsins og hlutverk hennar er að endurhæfa þá sem af einhverjum ástæðum hafa heltst úr lestinni af völdum slysa, sjúkdóma eða einhverrar fötlunar. Þar stunda nemendur yfir 18 ára aldri reglubundið þriggja anna nám og nemendafjöldi er um 45 en fer upp í 100 yfir árið þegar nemendur á sérstökum tölvunámskeiðum eru taldir með. "Þetta er stökkpallur hjá mörgum út í frekara nám eða starf og stór þáttur í að byggja upp sjálfstraust," segir Guðrún Hannesdóttir skólastjóri. Upphafið að starfseminni rekur hún til ársins 1983 þegar farið var af stað með tölvunámskeið enda tölvurnar þá að ryðja sér til rúms. "Þegar skólinn var settur á stofn árið 1987 höfðu margar námsgreinar bæst við," segir hún brosandi og bætir við að tölvukennslan sé þó enn vinsælasta námsefnið á staðnum og auk þess séu tölvurnar notaðar sem sjálfsögð verkfæri í öðrum greinum. Húsakynni Hringsjár eru hringlaga og því mæta manni mjúkar línur þegar inn er komið og mýktin endurspeglast í viðmóti fólksins. Greinilegt er að virðing og hlýja eru aðalsmerki þess. Nokkrir nemendur sitja við hringlaga borð á ganginum og læra undir félagsfræðitíma. Stærðfræði, íslenska, enska og tjáning eru líka á stundatöflunni. Einn þeirra segir ótrúlegt hversu langt þeim hafi miðað á stuttum tíma og hinir taka undir það. "Þegar við komum hingað fyrir ári vorum við hokin og hrædd. Nú höfum við rétt úr okkur og komist að því að við getum meira en við héldum. Það eru forréttindi að fá að vera hér. Ég vildi að námstímabilið væri þrjú ár en ekki þrjár annir." Áhöfnin á Hringsjá er 10-13 manna hópur. Þar er náms- og starfsráðgjafi og sálfræðingur auk kennara. Nemendurnir bera mikið lof á þetta fólk. "Það ætti að fá orður. Án gríns," segir einn. "Það er eins og englar sem hafa dottið af himnum ofan bara til að kenna okkur," segir annar og það verða lokaorðin frá Hringsjánni að þessu sinni. Nám Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Sjá meira
Hringsjá er nafn á menntastofnun sem hljótt er um. Þó er hún ekki á hjara veraldar heldur í stórborginni sjálfri, nánar tiltekið í Hátúni 10d. Hringsjá er rekin sem sjálfstæð stofnun en undir merkjum Öryrkjabandalagsins og hlutverk hennar er að endurhæfa þá sem af einhverjum ástæðum hafa heltst úr lestinni af völdum slysa, sjúkdóma eða einhverrar fötlunar. Þar stunda nemendur yfir 18 ára aldri reglubundið þriggja anna nám og nemendafjöldi er um 45 en fer upp í 100 yfir árið þegar nemendur á sérstökum tölvunámskeiðum eru taldir með. "Þetta er stökkpallur hjá mörgum út í frekara nám eða starf og stór þáttur í að byggja upp sjálfstraust," segir Guðrún Hannesdóttir skólastjóri. Upphafið að starfseminni rekur hún til ársins 1983 þegar farið var af stað með tölvunámskeið enda tölvurnar þá að ryðja sér til rúms. "Þegar skólinn var settur á stofn árið 1987 höfðu margar námsgreinar bæst við," segir hún brosandi og bætir við að tölvukennslan sé þó enn vinsælasta námsefnið á staðnum og auk þess séu tölvurnar notaðar sem sjálfsögð verkfæri í öðrum greinum. Húsakynni Hringsjár eru hringlaga og því mæta manni mjúkar línur þegar inn er komið og mýktin endurspeglast í viðmóti fólksins. Greinilegt er að virðing og hlýja eru aðalsmerki þess. Nokkrir nemendur sitja við hringlaga borð á ganginum og læra undir félagsfræðitíma. Stærðfræði, íslenska, enska og tjáning eru líka á stundatöflunni. Einn þeirra segir ótrúlegt hversu langt þeim hafi miðað á stuttum tíma og hinir taka undir það. "Þegar við komum hingað fyrir ári vorum við hokin og hrædd. Nú höfum við rétt úr okkur og komist að því að við getum meira en við héldum. Það eru forréttindi að fá að vera hér. Ég vildi að námstímabilið væri þrjú ár en ekki þrjár annir." Áhöfnin á Hringsjá er 10-13 manna hópur. Þar er náms- og starfsráðgjafi og sálfræðingur auk kennara. Nemendurnir bera mikið lof á þetta fólk. "Það ætti að fá orður. Án gríns," segir einn. "Það er eins og englar sem hafa dottið af himnum ofan bara til að kenna okkur," segir annar og það verða lokaorðin frá Hringsjánni að þessu sinni.
Nám Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Sjá meira