Úrvalið alltaf að aukast 15. nóvember 2004 00:01 Alltaf fjölgar þeim borðplötuefnum á markaðinum sem úr er að velja og eitt þeirra fyrirtækja sem eru sterk á því sviði er steinsmiðjan S. Helgason í Kópavogi. Hefðbundið ítalskt granít og sömuleiðis granít frá Kína og Indlandi er þar til í ýmsum myndum og á mismunandi verði og marmari einnig. Nýjustu tegundirnar eru hinsvegar Hi-Macs sem er úr náttúrulegum steinefnum að 2/3 hlutum en akrýl að 1/3. Þetta efni kemur frá Kóreu að sögn sölufulltrúans Ásgeirs Ólafssonar. Það er til í mismunandi þykktum og litaúrvalið er breitt auk þess sem vaskar fást í sömu tónum. Efnið er sniðið til á verkstæðinu og Ásgeir segir það lagt á borðin þannig að það sé samskeytalaust. "Þetta hentar vel á eldhúsborð en hefur líka verið vinsælt á rannsóknarstofur og sjúkrastofnanir því það er algerlega lokað og dregur ekki í sig bakteríur, sýrur eða litarefni," segir hann og bendir á að efnið geti líka náð upp á veggi ef fólk vilji og sé gott í sturtuklefa. Stone Italiana er önnur grjóthörð gerð borðefnis sem líka er til í flísum, bæði á gólf og veggi. Ásgeir segir hana gerða úr kvars steini að langstærstum hluta (93-95%) en afgangurinn sé bindiefni sem loki steininum algerlega. Stone Italiana fæst í tugum lita og Ásgeir segir framleiðendur varla hafa undan því eftirspurnin sé slík. Rein ehf. Steiniðnaður sérhæfir sig í framleiðslu og sölu á vörum úr íslensku og innfluttu grjóti. Stefán Örn Magnússon segir granítið vinsælt borðefni og hann flytur það inn frá ýmsum löndum, bæði í Evrópu og Asíu. Rein býður líka borðplötur úr íslensku grágrýti. Þær þykja flottar og eru á sambærilegu verði og hið erlenda efni. Rein er með höfuðstöðvar sínar á Kjalarnesi en með sýningaraðstöðu í Síðumúla 17, hjá versluninni Ísspar.Nero Assaluto granít er ítalskt.Mynd/VilhelmHi-Macs er heitasta efnið núna hjá S. Helgason.Mynd/VilhelmStone Italiana fæst í tugum lita hjá S. Helgason.Mynd/Vilhelm Hús og heimili Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
Alltaf fjölgar þeim borðplötuefnum á markaðinum sem úr er að velja og eitt þeirra fyrirtækja sem eru sterk á því sviði er steinsmiðjan S. Helgason í Kópavogi. Hefðbundið ítalskt granít og sömuleiðis granít frá Kína og Indlandi er þar til í ýmsum myndum og á mismunandi verði og marmari einnig. Nýjustu tegundirnar eru hinsvegar Hi-Macs sem er úr náttúrulegum steinefnum að 2/3 hlutum en akrýl að 1/3. Þetta efni kemur frá Kóreu að sögn sölufulltrúans Ásgeirs Ólafssonar. Það er til í mismunandi þykktum og litaúrvalið er breitt auk þess sem vaskar fást í sömu tónum. Efnið er sniðið til á verkstæðinu og Ásgeir segir það lagt á borðin þannig að það sé samskeytalaust. "Þetta hentar vel á eldhúsborð en hefur líka verið vinsælt á rannsóknarstofur og sjúkrastofnanir því það er algerlega lokað og dregur ekki í sig bakteríur, sýrur eða litarefni," segir hann og bendir á að efnið geti líka náð upp á veggi ef fólk vilji og sé gott í sturtuklefa. Stone Italiana er önnur grjóthörð gerð borðefnis sem líka er til í flísum, bæði á gólf og veggi. Ásgeir segir hana gerða úr kvars steini að langstærstum hluta (93-95%) en afgangurinn sé bindiefni sem loki steininum algerlega. Stone Italiana fæst í tugum lita og Ásgeir segir framleiðendur varla hafa undan því eftirspurnin sé slík. Rein ehf. Steiniðnaður sérhæfir sig í framleiðslu og sölu á vörum úr íslensku og innfluttu grjóti. Stefán Örn Magnússon segir granítið vinsælt borðefni og hann flytur það inn frá ýmsum löndum, bæði í Evrópu og Asíu. Rein býður líka borðplötur úr íslensku grágrýti. Þær þykja flottar og eru á sambærilegu verði og hið erlenda efni. Rein er með höfuðstöðvar sínar á Kjalarnesi en með sýningaraðstöðu í Síðumúla 17, hjá versluninni Ísspar.Nero Assaluto granít er ítalskt.Mynd/VilhelmHi-Macs er heitasta efnið núna hjá S. Helgason.Mynd/VilhelmStone Italiana fæst í tugum lita hjá S. Helgason.Mynd/Vilhelm
Hús og heimili Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira