Gef 5. desember 2005 06:00 Einn af fallegustu köflunum í Nýja testamentinu er samtal Jesú við samversku konuna sem hann hittir við brunninn og er að finna í Jóhannesarguðspjalli, 4.1-27. Þarna brýtur Kristur allar hugsanlegar reglur: hann talar við konu, sem er fáheyrt og ótrúlegt framferði sem vekur undrun lærisveinanna þegar þeir verða þess áskynja, og ekki nóg með það, heldur er sú kona sem hann í léttúð sinni ávarpar hreinlega samversk, sem er ámóta og væri hún palestínuarabi á okkar dögum; Samverjar voru af apartheit-forkólfum þess tíma álitnir standa skör lægra í mannfélaginu en gyðingar sem áttu ekki samskipti við slíkan lýð. Og loks: hann, sem er karlinn, gyðingurinn og (sem hún á að vísu í vændum að fá að vita) sjálfur Kristur, Messías, hann biður hana um að gefa sér að drekka, biður hana um að slökkva þorsta sinn, biður hana um að líkna sér. Hann hlífir henni við meðaumkun sinni. Neitar að umgangast hana sem smælingja. Hún er mannkynið. Hann ætlar að vísu að frelsa hana til eilífs lífs en hún verður líka að skynja sjálf hvers virði hún er. Í þessari frásögn er hann lifandi kominn - byltingarmaðurinn, sá sem setur allt í uppnám. Hann nennir ekki að fylgja ströngum umgegnisreglum og úreltum siðalögmálum sem mismuna fólki eftir kyni og þjóðerni, og ætlar að sameina alla menn um það sem máli skiptir, grundvallaratriðin, kærleikann og trúna. Því að frásögnin vitnar ekki bara um sveigjanleika hans heldur líka ósveigjanleika. Þetta snýst ekki bara um virðingu hans fyrir ólíkum birtingarmyndum mannkynsins heldur líka um tilætlunarsemi hans um trú og fylgispekt. Gef mér að drekka, segir hann við konuna: ég ætla líka að gefa þér að drekka; og þegar þú hefur fengið að drekka hjá mér mun þig ekki aftur þyrsta, vegna þess að ég mun gefa þér lifandi vatnið: hann segir: "hvern þann sem drekkur af vatninu, sem eg mun gefa honum mun aldrei að eilífu þyrsta, heldur mun vatnið, sem eg mun gefa honum, verða í honum að lind, er sprettur upp til eilífs lífs." Í þessari frásögn birtast meðal annars tvö lykilhugtök: annars vegar boðháttur sagnarinnar "að gefa" og hins vegar "lifandi vatnið". Því verður ekki með orðum lýst hvílík gæfa það er að eiga þess kost að ganga að næsta vaski og skrúfa frá honum svo að það tekur að buna hreint og tært og ómengað vatn úr lind sem virðist óþrjótandi. Sá og sú sem kropið hefur við læk í íslenskri sveit og bergt af honum hefur fundið bragðið af sjálfri jörðinni eins og hún er óspillt og okkur gefin til varðveislu og nytja. Í því er meiri auðlegð fólgin en nokkru sinni verður mæld og helsta verkefni okkar hlýtur að vera að standa vörð um vatnsbúskap íslenskrar náttúru og hætta að rugla með hann. Hugtakið um "lifandi vatnið" nær ekki einungis að fanga tilfinningu okkar um tærleika og hreinleika og hina svölu lind sem slökkvir þorsta okkar heldur minnir það okkur líka á þá staðreynd að sjálft lífið kviknaði í vatni og vatnið er forsenda alls lífs og þar sem ekki er vatn þar er ekkert líf. Gef. Hjálparstarf kirkjunnar hefur að þessu sinni einbeitt sér að því að nota afl sitt og þá fjármuni sem safnast til að grafa vatnsból víða þar sem vatn hefur gengið til þurrðar af völdum þurrka eða annarra hamfara og óáranar. Það er skemmtileg tilhugsun að ímynda sér að hver króna sem maður lætur af hendi rakna jafngildi einum vatnsdropa handa þjáðu fólki sem býr við slæm skilyrði. Okkur ber að gefa með okkur. Þó ekki væri nema jafngildi eins vatnsglass; um leið og maður lyftir símtólinu og hringir í 9072002 þá getur maður teiknað upp í huganum mynd af dálitlu vatnsglasi. Okkur er eiginlegt að gefa og deila með okkur því að við erum gædd hæfileikanum til að finna til hvert með öðru. Og okkur ber að gefa af því hugarfari sem sprettur af lindinni innan í okkur sem aldrei má þorna. Við eigum ekki að gefa af yfirlæti og mærð og sjálfumgleði með augun á speglinum full aðdáunar, heldur eigum við að gefa af auðmýkt og þakklæti fyrir það að eiga þess kost að fá að skrúfa frá krananum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Andri Thorsson Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Einn af fallegustu köflunum í Nýja testamentinu er samtal Jesú við samversku konuna sem hann hittir við brunninn og er að finna í Jóhannesarguðspjalli, 4.1-27. Þarna brýtur Kristur allar hugsanlegar reglur: hann talar við konu, sem er fáheyrt og ótrúlegt framferði sem vekur undrun lærisveinanna þegar þeir verða þess áskynja, og ekki nóg með það, heldur er sú kona sem hann í léttúð sinni ávarpar hreinlega samversk, sem er ámóta og væri hún palestínuarabi á okkar dögum; Samverjar voru af apartheit-forkólfum þess tíma álitnir standa skör lægra í mannfélaginu en gyðingar sem áttu ekki samskipti við slíkan lýð. Og loks: hann, sem er karlinn, gyðingurinn og (sem hún á að vísu í vændum að fá að vita) sjálfur Kristur, Messías, hann biður hana um að gefa sér að drekka, biður hana um að slökkva þorsta sinn, biður hana um að líkna sér. Hann hlífir henni við meðaumkun sinni. Neitar að umgangast hana sem smælingja. Hún er mannkynið. Hann ætlar að vísu að frelsa hana til eilífs lífs en hún verður líka að skynja sjálf hvers virði hún er. Í þessari frásögn er hann lifandi kominn - byltingarmaðurinn, sá sem setur allt í uppnám. Hann nennir ekki að fylgja ströngum umgegnisreglum og úreltum siðalögmálum sem mismuna fólki eftir kyni og þjóðerni, og ætlar að sameina alla menn um það sem máli skiptir, grundvallaratriðin, kærleikann og trúna. Því að frásögnin vitnar ekki bara um sveigjanleika hans heldur líka ósveigjanleika. Þetta snýst ekki bara um virðingu hans fyrir ólíkum birtingarmyndum mannkynsins heldur líka um tilætlunarsemi hans um trú og fylgispekt. Gef mér að drekka, segir hann við konuna: ég ætla líka að gefa þér að drekka; og þegar þú hefur fengið að drekka hjá mér mun þig ekki aftur þyrsta, vegna þess að ég mun gefa þér lifandi vatnið: hann segir: "hvern þann sem drekkur af vatninu, sem eg mun gefa honum mun aldrei að eilífu þyrsta, heldur mun vatnið, sem eg mun gefa honum, verða í honum að lind, er sprettur upp til eilífs lífs." Í þessari frásögn birtast meðal annars tvö lykilhugtök: annars vegar boðháttur sagnarinnar "að gefa" og hins vegar "lifandi vatnið". Því verður ekki með orðum lýst hvílík gæfa það er að eiga þess kost að ganga að næsta vaski og skrúfa frá honum svo að það tekur að buna hreint og tært og ómengað vatn úr lind sem virðist óþrjótandi. Sá og sú sem kropið hefur við læk í íslenskri sveit og bergt af honum hefur fundið bragðið af sjálfri jörðinni eins og hún er óspillt og okkur gefin til varðveislu og nytja. Í því er meiri auðlegð fólgin en nokkru sinni verður mæld og helsta verkefni okkar hlýtur að vera að standa vörð um vatnsbúskap íslenskrar náttúru og hætta að rugla með hann. Hugtakið um "lifandi vatnið" nær ekki einungis að fanga tilfinningu okkar um tærleika og hreinleika og hina svölu lind sem slökkvir þorsta okkar heldur minnir það okkur líka á þá staðreynd að sjálft lífið kviknaði í vatni og vatnið er forsenda alls lífs og þar sem ekki er vatn þar er ekkert líf. Gef. Hjálparstarf kirkjunnar hefur að þessu sinni einbeitt sér að því að nota afl sitt og þá fjármuni sem safnast til að grafa vatnsból víða þar sem vatn hefur gengið til þurrðar af völdum þurrka eða annarra hamfara og óáranar. Það er skemmtileg tilhugsun að ímynda sér að hver króna sem maður lætur af hendi rakna jafngildi einum vatnsdropa handa þjáðu fólki sem býr við slæm skilyrði. Okkur ber að gefa með okkur. Þó ekki væri nema jafngildi eins vatnsglass; um leið og maður lyftir símtólinu og hringir í 9072002 þá getur maður teiknað upp í huganum mynd af dálitlu vatnsglasi. Okkur er eiginlegt að gefa og deila með okkur því að við erum gædd hæfileikanum til að finna til hvert með öðru. Og okkur ber að gefa af því hugarfari sem sprettur af lindinni innan í okkur sem aldrei má þorna. Við eigum ekki að gefa af yfirlæti og mærð og sjálfumgleði með augun á speglinum full aðdáunar, heldur eigum við að gefa af auðmýkt og þakklæti fyrir það að eiga þess kost að fá að skrúfa frá krananum.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun