Tekur framhaldsskólann á 2 árum 5. janúar 2005 00:01 "Það er frekar erfitt að vakna snemma svona fyrst eftir jólafríið," segir Þykkvabæingurinn Ragnhildur Sigurbjartsdóttir, sem þó var mætt galvösk í skólann í gærmorgun. Enda dugar ekkert slór þar sem skólinn heitir Hraðbraut og hóf göngu sína í ágúst 2003. Ragnhildur var með frá upphafi og verður því meðal fyrstu stúdentanna sem útskrifast þaðan eftir tveggja ára nám ef allt fer eftir áætlun. Henni finnst þetta ekki mikið mál og kveðst alveg eiga líf fyrir utan skólann. "Maður verður bara að skipuleggja sig vel," segir hún og útskýrir fyrirkomulagið í skólanum. "Hér er sambland af bekkjar- og áfangakerfi og kennt á náttúrufræði- og málabraut. Skóladagurinn er frá 8.30-16.15 alla daga og við eigum ekki að þurfa að læra heima nema við séum með ritgerðir eða önnur stærri verkefni. Kennslan er þrjá daga vikunnar en hina tvo situr fólk yfir okkur þar sem við erum að læra. Við tökum þrjú fög fyrir í einu, lærum þau í fjórar vikur og í fimmtu vikunni eru lokapróf í þeim. Í sjöttu vikunni eru upptökupróf fyrir þá sem falla en hinir eru í fríi." Allt hljómar þetta vel en hvað liggur á og hvað kostar pakkinn? "Þetta eru algengar spurningar," segir Ragnhildur rólega og svarar þeim svo frá sínum bæjardyrum. "Mér finnst bara fínt að klára þetta á tveimur árum fyrst það er hægt. Sumir spyrja hvernig ég tími að missa af tveimur skemmtilegum skólaárum en ég lít ekki svo á að ég sé að missa af neinu og þó svo að 190 þúsund fari í skólagjöld á ári fyrir utan skólabækur þá er það fljótt að vinnast upp ef maður kemst tveimur árum fyrr í háskóla eða út á vinnumarkaðinn. Auk þess kostar alltaf mikið fyrir fólk utan af landi að vera í framhaldsskóla." En hver skyldi svo stefnan vera að stúdentsprófi loknu hjá þessari einörðu skólastúlku? "Ég ætla að fá mér vinnu næsta haust og taka eitthvað pínulítið í háskóla með til þess að kynnast honum," svarar hún og hraðar sér í næstu kennslustund. Nám Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Fleiri fréttir „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
"Það er frekar erfitt að vakna snemma svona fyrst eftir jólafríið," segir Þykkvabæingurinn Ragnhildur Sigurbjartsdóttir, sem þó var mætt galvösk í skólann í gærmorgun. Enda dugar ekkert slór þar sem skólinn heitir Hraðbraut og hóf göngu sína í ágúst 2003. Ragnhildur var með frá upphafi og verður því meðal fyrstu stúdentanna sem útskrifast þaðan eftir tveggja ára nám ef allt fer eftir áætlun. Henni finnst þetta ekki mikið mál og kveðst alveg eiga líf fyrir utan skólann. "Maður verður bara að skipuleggja sig vel," segir hún og útskýrir fyrirkomulagið í skólanum. "Hér er sambland af bekkjar- og áfangakerfi og kennt á náttúrufræði- og málabraut. Skóladagurinn er frá 8.30-16.15 alla daga og við eigum ekki að þurfa að læra heima nema við séum með ritgerðir eða önnur stærri verkefni. Kennslan er þrjá daga vikunnar en hina tvo situr fólk yfir okkur þar sem við erum að læra. Við tökum þrjú fög fyrir í einu, lærum þau í fjórar vikur og í fimmtu vikunni eru lokapróf í þeim. Í sjöttu vikunni eru upptökupróf fyrir þá sem falla en hinir eru í fríi." Allt hljómar þetta vel en hvað liggur á og hvað kostar pakkinn? "Þetta eru algengar spurningar," segir Ragnhildur rólega og svarar þeim svo frá sínum bæjardyrum. "Mér finnst bara fínt að klára þetta á tveimur árum fyrst það er hægt. Sumir spyrja hvernig ég tími að missa af tveimur skemmtilegum skólaárum en ég lít ekki svo á að ég sé að missa af neinu og þó svo að 190 þúsund fari í skólagjöld á ári fyrir utan skólabækur þá er það fljótt að vinnast upp ef maður kemst tveimur árum fyrr í háskóla eða út á vinnumarkaðinn. Auk þess kostar alltaf mikið fyrir fólk utan af landi að vera í framhaldsskóla." En hver skyldi svo stefnan vera að stúdentsprófi loknu hjá þessari einörðu skólastúlku? "Ég ætla að fá mér vinnu næsta haust og taka eitthvað pínulítið í háskóla með til þess að kynnast honum," svarar hún og hraðar sér í næstu kennslustund.
Nám Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Fleiri fréttir „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira