Gaman að sjá Svanavatnið 20. janúar 2005 00:01 Snorri Wium óperusöngvari ætti að vera Íslendingum að góðu kunnur, einkum eftir frábæra frammistöðu sína í sýningu Íslensku óperunnar á Sweeney Todd í haust. Hann skrapp til Rússlands í fyrravor og varð fyrir ýmsum hughrifum í þeirri ferð. "Ég fór til Pétursborgar í tónleikaferð með Fóstbræðrum. Við Elín Ósk Óskarsdóttir fórum með sem einsöngvarar og við fluttum Ödipus Rex á glæsilegum tónleikum með Fílharmoníusveit Pétursborgar, sem er einhver besta hljómsveit í heimi. Við fórum fyrst til Helsinki og keyrðum þaðan til Pétursborgar. Það var dálítið áfall að keyra í gegnum Rússland, bæirnir á leiðinni voru eitthvað svo ömurlegir. Þar býr fólk í stórum, hrörlegum blokkum sem eru stagbættar með hverju því efni sem hendi er næst, plastpokum og hvað eina. Og svo er Pétursborg svona dásamlega falleg, að minnsta kosti á yfirborðinu. Þarna er höll við höll og búið að gera allt upp mjög glæsilega og fallega." Snorri starfar ekki bara sem söngvari heldur líka málarameistari. Hann segist þó hafa verið hvorugt á ferð sinni um Pétursborg. "Ég var þarna fyrst og fremst sem túristi. Þarna eru ótrúleg söfn og ógrynni af listaverkum eftir alla stærstu listamenn sögunnar. Svanavatnið, sem varð kveikjan að hinum stórkostlega ballett og tónverki, er þarna til dæmis og þó það sé bara lítill andapollur var sérstaklega gaman að sjá það." Ferðalög Mest lesið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Fleiri fréttir Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Snorri Wium óperusöngvari ætti að vera Íslendingum að góðu kunnur, einkum eftir frábæra frammistöðu sína í sýningu Íslensku óperunnar á Sweeney Todd í haust. Hann skrapp til Rússlands í fyrravor og varð fyrir ýmsum hughrifum í þeirri ferð. "Ég fór til Pétursborgar í tónleikaferð með Fóstbræðrum. Við Elín Ósk Óskarsdóttir fórum með sem einsöngvarar og við fluttum Ödipus Rex á glæsilegum tónleikum með Fílharmoníusveit Pétursborgar, sem er einhver besta hljómsveit í heimi. Við fórum fyrst til Helsinki og keyrðum þaðan til Pétursborgar. Það var dálítið áfall að keyra í gegnum Rússland, bæirnir á leiðinni voru eitthvað svo ömurlegir. Þar býr fólk í stórum, hrörlegum blokkum sem eru stagbættar með hverju því efni sem hendi er næst, plastpokum og hvað eina. Og svo er Pétursborg svona dásamlega falleg, að minnsta kosti á yfirborðinu. Þarna er höll við höll og búið að gera allt upp mjög glæsilega og fallega." Snorri starfar ekki bara sem söngvari heldur líka málarameistari. Hann segist þó hafa verið hvorugt á ferð sinni um Pétursborg. "Ég var þarna fyrst og fremst sem túristi. Þarna eru ótrúleg söfn og ógrynni af listaverkum eftir alla stærstu listamenn sögunnar. Svanavatnið, sem varð kveikjan að hinum stórkostlega ballett og tónverki, er þarna til dæmis og þó það sé bara lítill andapollur var sérstaklega gaman að sjá það."
Ferðalög Mest lesið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Bara alvöru áhrifavaldar í afmælispartýi Polynorth Lífið samstarf Fleiri fréttir Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira