Fékk sjónina aftur eftir aðgerðir 2. febrúar 2005 00:01 Íris Arnlaugsdóttir var 16 ára þegar hún fór að finna fyrir versnandi sjón, sem við rannsóknir reyndist vera af völdum augnsjúkdóms sem er arfgengur og landlægur hér. Tíu árum síðar var skipt um hornhimnu í öðru auga hennar. Þá var sjónin komin niður fyrir 20%. Í dag stundar hún háskólanám, er algjör lestrarhestur og sér "meir að segja í litum," eins og hún orðar það. Sjúkdómurinn umræddi lýsir sér þannig að sjón fer að versna, jafnvel oft innan við tvítugt, að sögn Friðberts Jónassonar augnsérfræðings á Landspítala háskólasjúkrahúsi. Flestir þeirra sem fá hann svo snemma eru komnir í algjört þrot í kringum þrítugt. Þeir eru þá hættir að geta lesið, geta ekki ekið bíl og gert aðra nauðsynlega hluti. Eina lækningin við sjúkdómnum er að græða nýja hornhimnu á augað, því um er að ræða efnaskiptasjúkdóm í hornhimnu. Sjúkdómurinn stafar af víkjandi erfðum sem þýðir að báðir foreldrarnir þurfa að vera með tiltekinn genagalla. Tíðni hans hér stafar af skyldleika landsmanna. Þar með er "genapotturinn" mjög lítill og sjúkdómurinn ræktast upp, segir Friðbert. "Ég flosnaði upp úr skóla þegar ég fór að missa sjónina," rifjar Íris upp. "Fólk hafði ekki skilning á að ég sæi ekki á töfluna og ætti erfitt með að lesa. Þá var ég að verða búin með stúdentinn." Hún var 26 ára þegar hún fór í aðgerð á fyrra auganu, þar sem skipt var um hornhimnu. Hún átti þá orðið eins og hálfs árs strák, en var hætt að geta unnið. "Ég man hvað ég varð hissa þegar ég opnaði augun, " segir hún. "Áður hafði allt verið í móðu og grátt. En nú sá ég, - og meir að segja í lit. En ég mátti ekkert gera í tvo mánuði eftir að ég fór í aðgerðina. Ekki taka strákinn minn upp, ekki beygja mig, ekkert. Bara liggja í myrkvuðu herbergi. Í enda október fór ég svo í sams konar aðgerð á hinu auganu og það er nú að jafna sig. Sjóndepurðinni, aðgerðunum og eftirköstum þeirra fylgja miklar höfuðkvalir. Þá þarf ég að fara í leisiaðgerðir til að leiðrétta sjónskekkju sem hornhimnuskiptin ollu. Og svo get ég átt á hættu að líkaminn hafni nýju hornhimnunum, auk þess sem sjúkdómurinn verður alltaf til staðar." Írís lætur þessar vangaveltur þó ekki hindra sig. Hún lauk stúdentsprófi eftir fyrri hornhimnuskiptin og stundar nú nám í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Geri aðrir betur. Heilbrigðismál Menning Mest lesið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Bíó og sjónvarp Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Fleiri fréttir Sver af sér sviðsettar erjur við Wöhler og „hinn gaurinn“ Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Sjá meira
Íris Arnlaugsdóttir var 16 ára þegar hún fór að finna fyrir versnandi sjón, sem við rannsóknir reyndist vera af völdum augnsjúkdóms sem er arfgengur og landlægur hér. Tíu árum síðar var skipt um hornhimnu í öðru auga hennar. Þá var sjónin komin niður fyrir 20%. Í dag stundar hún háskólanám, er algjör lestrarhestur og sér "meir að segja í litum," eins og hún orðar það. Sjúkdómurinn umræddi lýsir sér þannig að sjón fer að versna, jafnvel oft innan við tvítugt, að sögn Friðberts Jónassonar augnsérfræðings á Landspítala háskólasjúkrahúsi. Flestir þeirra sem fá hann svo snemma eru komnir í algjört þrot í kringum þrítugt. Þeir eru þá hættir að geta lesið, geta ekki ekið bíl og gert aðra nauðsynlega hluti. Eina lækningin við sjúkdómnum er að græða nýja hornhimnu á augað, því um er að ræða efnaskiptasjúkdóm í hornhimnu. Sjúkdómurinn stafar af víkjandi erfðum sem þýðir að báðir foreldrarnir þurfa að vera með tiltekinn genagalla. Tíðni hans hér stafar af skyldleika landsmanna. Þar með er "genapotturinn" mjög lítill og sjúkdómurinn ræktast upp, segir Friðbert. "Ég flosnaði upp úr skóla þegar ég fór að missa sjónina," rifjar Íris upp. "Fólk hafði ekki skilning á að ég sæi ekki á töfluna og ætti erfitt með að lesa. Þá var ég að verða búin með stúdentinn." Hún var 26 ára þegar hún fór í aðgerð á fyrra auganu, þar sem skipt var um hornhimnu. Hún átti þá orðið eins og hálfs árs strák, en var hætt að geta unnið. "Ég man hvað ég varð hissa þegar ég opnaði augun, " segir hún. "Áður hafði allt verið í móðu og grátt. En nú sá ég, - og meir að segja í lit. En ég mátti ekkert gera í tvo mánuði eftir að ég fór í aðgerðina. Ekki taka strákinn minn upp, ekki beygja mig, ekkert. Bara liggja í myrkvuðu herbergi. Í enda október fór ég svo í sams konar aðgerð á hinu auganu og það er nú að jafna sig. Sjóndepurðinni, aðgerðunum og eftirköstum þeirra fylgja miklar höfuðkvalir. Þá þarf ég að fara í leisiaðgerðir til að leiðrétta sjónskekkju sem hornhimnuskiptin ollu. Og svo get ég átt á hættu að líkaminn hafni nýju hornhimnunum, auk þess sem sjúkdómurinn verður alltaf til staðar." Írís lætur þessar vangaveltur þó ekki hindra sig. Hún lauk stúdentsprófi eftir fyrri hornhimnuskiptin og stundar nú nám í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Geri aðrir betur.
Heilbrigðismál Menning Mest lesið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Bíó og sjónvarp Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Lífið Umhugsunarefni fyrir foreldra vegna komu jólasveinanna Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Fleiri fréttir Sver af sér sviðsettar erjur við Wöhler og „hinn gaurinn“ Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Sjá meira