Starfið gefandi og skemmtilegt 8. febrúar 2005 00:01 "Við erum með rétt tæplega 200 nemendur á sjúkraliðabraut í vetur. Þetta nám nýtur mikilla vinsælda enda afar hagnýtt og starfsmöguleikar að loknu námi eru almennt mjög góðir," segir Þorbjörg Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og kennslustjóri sjúkraliðabrautar Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Sjúkraliðastarfið hefur verið talið kvennastarf en að sögn Þorbjargar eru alltaf nokkrir piltar sem ljúka námi. Þeir eru sex í vetur. "Við bjóðum sjúkraliðabraut bæði í dagskóla og kvöldskóla. Meðalaldur nemenda er töluvert hærri á kvöldin eða um 35 ár. Það er fjölbreyttur hópur sem sækir þetta nám og til að mynda hafa viðskiptafræðingar, bókasafnsfræðingar og snyrtifræðingar verið meðal okkar nemenda. Svo eru konur í náminu sem segjast vera orðnar leiðar á skrifstofuvinnu, vilja breyta til og umfram allt langar þær að vinna með fólki," segir Þorbjörg. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti hefur frá árinu 1980 útskrifað um 700 sjúkraliða. Námið er sex annir og telur 120 einingar. Að loknu náminu er svo alltaf möguleiki að bæta við sig einum vetri og ljúka stúdentsprófi. Þorbjörg segir starf sjúkraliðans fjölbreytt og um leið mjög gefandi. "Sjúkraliðar eru eftirsóttir starfskraftar víða og ekki bara á Landspítalanum heldur víða á öðrum stofnunum og læknastofum svo dæmi sér tekið. Sjúkraliðar fá löggilt starfsheiti og geta unnið á Norðurlöndunum og er mikið auglýst eftir fólki þar," segir Þorbjörg. Hún bætir við að kjör sjúkraliða hafi mikið lagast hin síðustu ár en auðvitað megi alltaf gera betur í þeim efnum. Þá sé kostur við starfið að auðvelt er að fá hlutastörf sem hentar mörgum konum vel. En hvað þarf góður sjúkraliði að hafa til að bera? "Sjúkraliðar þurfa að hafa mikinn áhuga á fólki og mannlegum samskiptum. Þeir þurfa að hafa hlýja framkomu og sýna umhyggju. Þeir sinna mikilvægu og stundum erfiðu starfi sem getur á móti verið mjög gefandi," segir Þorbjörg Jónsdóttir kennslustjóri. arndis@frettabladid.is Nám Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Tónlist Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleiri fréttir Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
"Við erum með rétt tæplega 200 nemendur á sjúkraliðabraut í vetur. Þetta nám nýtur mikilla vinsælda enda afar hagnýtt og starfsmöguleikar að loknu námi eru almennt mjög góðir," segir Þorbjörg Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og kennslustjóri sjúkraliðabrautar Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Sjúkraliðastarfið hefur verið talið kvennastarf en að sögn Þorbjargar eru alltaf nokkrir piltar sem ljúka námi. Þeir eru sex í vetur. "Við bjóðum sjúkraliðabraut bæði í dagskóla og kvöldskóla. Meðalaldur nemenda er töluvert hærri á kvöldin eða um 35 ár. Það er fjölbreyttur hópur sem sækir þetta nám og til að mynda hafa viðskiptafræðingar, bókasafnsfræðingar og snyrtifræðingar verið meðal okkar nemenda. Svo eru konur í náminu sem segjast vera orðnar leiðar á skrifstofuvinnu, vilja breyta til og umfram allt langar þær að vinna með fólki," segir Þorbjörg. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti hefur frá árinu 1980 útskrifað um 700 sjúkraliða. Námið er sex annir og telur 120 einingar. Að loknu náminu er svo alltaf möguleiki að bæta við sig einum vetri og ljúka stúdentsprófi. Þorbjörg segir starf sjúkraliðans fjölbreytt og um leið mjög gefandi. "Sjúkraliðar eru eftirsóttir starfskraftar víða og ekki bara á Landspítalanum heldur víða á öðrum stofnunum og læknastofum svo dæmi sér tekið. Sjúkraliðar fá löggilt starfsheiti og geta unnið á Norðurlöndunum og er mikið auglýst eftir fólki þar," segir Þorbjörg. Hún bætir við að kjör sjúkraliða hafi mikið lagast hin síðustu ár en auðvitað megi alltaf gera betur í þeim efnum. Þá sé kostur við starfið að auðvelt er að fá hlutastörf sem hentar mörgum konum vel. En hvað þarf góður sjúkraliði að hafa til að bera? "Sjúkraliðar þurfa að hafa mikinn áhuga á fólki og mannlegum samskiptum. Þeir þurfa að hafa hlýja framkomu og sýna umhyggju. Þeir sinna mikilvægu og stundum erfiðu starfi sem getur á móti verið mjög gefandi," segir Þorbjörg Jónsdóttir kennslustjóri. arndis@frettabladid.is
Nám Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Tónlist Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleiri fréttir Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira