Dansar gegnum sagnfræðina 22. febrúar 2005 00:01 Ingibjörg Björnsdóttir hefur kennt listdans í yfir 30 ár og er enn að. Nú dansar hún líka gegnum sagnfræðina í Háskólanum og þótt hún sé í náminu fyrst og fremst til gamans brýst gamli metnaðurinn fram - að vilja standa sig vel á sviðinu. Ingibjörg er í mastersnámi í sagnfræðinni. Vinnudagurinn er stundum langur hjá henni því eftir fyrirlestrana í Háskólanum hendist hún suður í Hafnarfjörð að kenna dans í sviðslistabraut hjá námsflokkunum. Auk þess vinnur hún á skrifstofu nokkra tíma í viku og sinnir barnabörnunum sjö eftir bestu getu, ekki síst þegar veikindi og verkföll steðja að. "Ég hef alltaf haft óskaplega gaman af sagnfræði og það kom að því haustið 1998 að ég stakk mér á bólakaf í hana," segir hún brosandi þegar hún er spurð um tildrög þess að hún settist á skólabekk. Til að ljúka BA-gráðunni kveðst hún hafa tekið 60 einingar í sagnfræðinni og 30 í þjóðfræði. "Þjóðfræðin er ægilega skemmtileg líka," segir hún sannfærandi. Sjálf kenndi Ingibjörg danssögu í Listdansskóla Þjóðleikhússins sem breyttist í Listdansskóla Íslands en hún var skólastjóri í þeim skólum í 20 ár. Fyrir utan það sem upp hefur verið talið er hún líka formaður Dansfræðafélagsins, sem stendur að ýmsum námskeiðum og meira að segja alþjóðlegum ráðstefnum. Nú kveðst hún þurfa að fara að hespa af ráðstefnuriti sem hvíli á hennar samvisku. "Það er dálítil samkeppni um tímann hjá mér," viðurkennir hún en segir þó sagnfræðina númer eitt. "Ég var dálítið hrædd til að byrja með en svo kom upp í mér kappið og það voru svo margar skemmtilegar námsgreinar að ég vildi helst engri sleppa. Ég fór í námið með því hugarfari að vera ekkert að rembast við að fá góðar einkunnir en hef átt erfitt með að læra það. Gamli metnaðurinn kemur upp og maður vill standa sig vel á sviðinu. Nám Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Tónlist Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleiri fréttir Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Ingibjörg Björnsdóttir hefur kennt listdans í yfir 30 ár og er enn að. Nú dansar hún líka gegnum sagnfræðina í Háskólanum og þótt hún sé í náminu fyrst og fremst til gamans brýst gamli metnaðurinn fram - að vilja standa sig vel á sviðinu. Ingibjörg er í mastersnámi í sagnfræðinni. Vinnudagurinn er stundum langur hjá henni því eftir fyrirlestrana í Háskólanum hendist hún suður í Hafnarfjörð að kenna dans í sviðslistabraut hjá námsflokkunum. Auk þess vinnur hún á skrifstofu nokkra tíma í viku og sinnir barnabörnunum sjö eftir bestu getu, ekki síst þegar veikindi og verkföll steðja að. "Ég hef alltaf haft óskaplega gaman af sagnfræði og það kom að því haustið 1998 að ég stakk mér á bólakaf í hana," segir hún brosandi þegar hún er spurð um tildrög þess að hún settist á skólabekk. Til að ljúka BA-gráðunni kveðst hún hafa tekið 60 einingar í sagnfræðinni og 30 í þjóðfræði. "Þjóðfræðin er ægilega skemmtileg líka," segir hún sannfærandi. Sjálf kenndi Ingibjörg danssögu í Listdansskóla Þjóðleikhússins sem breyttist í Listdansskóla Íslands en hún var skólastjóri í þeim skólum í 20 ár. Fyrir utan það sem upp hefur verið talið er hún líka formaður Dansfræðafélagsins, sem stendur að ýmsum námskeiðum og meira að segja alþjóðlegum ráðstefnum. Nú kveðst hún þurfa að fara að hespa af ráðstefnuriti sem hvíli á hennar samvisku. "Það er dálítil samkeppni um tímann hjá mér," viðurkennir hún en segir þó sagnfræðina númer eitt. "Ég var dálítið hrædd til að byrja með en svo kom upp í mér kappið og það voru svo margar skemmtilegar námsgreinar að ég vildi helst engri sleppa. Ég fór í námið með því hugarfari að vera ekkert að rembast við að fá góðar einkunnir en hef átt erfitt með að læra það. Gamli metnaðurinn kemur upp og maður vill standa sig vel á sviðinu.
Nám Mest lesið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Lífið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Tónlist Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Lífið Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Fleiri fréttir Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira