Dansar gegnum sagnfræðina 22. febrúar 2005 00:01 Ingibjörg Björnsdóttir hefur kennt listdans í yfir 30 ár og er enn að. Nú dansar hún líka gegnum sagnfræðina í Háskólanum og þótt hún sé í náminu fyrst og fremst til gamans brýst gamli metnaðurinn fram - að vilja standa sig vel á sviðinu. Ingibjörg er í mastersnámi í sagnfræðinni. Vinnudagurinn er stundum langur hjá henni því eftir fyrirlestrana í Háskólanum hendist hún suður í Hafnarfjörð að kenna dans í sviðslistabraut hjá námsflokkunum. Auk þess vinnur hún á skrifstofu nokkra tíma í viku og sinnir barnabörnunum sjö eftir bestu getu, ekki síst þegar veikindi og verkföll steðja að. "Ég hef alltaf haft óskaplega gaman af sagnfræði og það kom að því haustið 1998 að ég stakk mér á bólakaf í hana," segir hún brosandi þegar hún er spurð um tildrög þess að hún settist á skólabekk. Til að ljúka BA-gráðunni kveðst hún hafa tekið 60 einingar í sagnfræðinni og 30 í þjóðfræði. "Þjóðfræðin er ægilega skemmtileg líka," segir hún sannfærandi. Sjálf kenndi Ingibjörg danssögu í Listdansskóla Þjóðleikhússins sem breyttist í Listdansskóla Íslands en hún var skólastjóri í þeim skólum í 20 ár. Fyrir utan það sem upp hefur verið talið er hún líka formaður Dansfræðafélagsins, sem stendur að ýmsum námskeiðum og meira að segja alþjóðlegum ráðstefnum. Nú kveðst hún þurfa að fara að hespa af ráðstefnuriti sem hvíli á hennar samvisku. "Það er dálítil samkeppni um tímann hjá mér," viðurkennir hún en segir þó sagnfræðina númer eitt. "Ég var dálítið hrædd til að byrja með en svo kom upp í mér kappið og það voru svo margar skemmtilegar námsgreinar að ég vildi helst engri sleppa. Ég fór í námið með því hugarfari að vera ekkert að rembast við að fá góðar einkunnir en hef átt erfitt með að læra það. Gamli metnaðurinn kemur upp og maður vill standa sig vel á sviðinu. Nám Mest lesið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Ingibjörg Björnsdóttir hefur kennt listdans í yfir 30 ár og er enn að. Nú dansar hún líka gegnum sagnfræðina í Háskólanum og þótt hún sé í náminu fyrst og fremst til gamans brýst gamli metnaðurinn fram - að vilja standa sig vel á sviðinu. Ingibjörg er í mastersnámi í sagnfræðinni. Vinnudagurinn er stundum langur hjá henni því eftir fyrirlestrana í Háskólanum hendist hún suður í Hafnarfjörð að kenna dans í sviðslistabraut hjá námsflokkunum. Auk þess vinnur hún á skrifstofu nokkra tíma í viku og sinnir barnabörnunum sjö eftir bestu getu, ekki síst þegar veikindi og verkföll steðja að. "Ég hef alltaf haft óskaplega gaman af sagnfræði og það kom að því haustið 1998 að ég stakk mér á bólakaf í hana," segir hún brosandi þegar hún er spurð um tildrög þess að hún settist á skólabekk. Til að ljúka BA-gráðunni kveðst hún hafa tekið 60 einingar í sagnfræðinni og 30 í þjóðfræði. "Þjóðfræðin er ægilega skemmtileg líka," segir hún sannfærandi. Sjálf kenndi Ingibjörg danssögu í Listdansskóla Þjóðleikhússins sem breyttist í Listdansskóla Íslands en hún var skólastjóri í þeim skólum í 20 ár. Fyrir utan það sem upp hefur verið talið er hún líka formaður Dansfræðafélagsins, sem stendur að ýmsum námskeiðum og meira að segja alþjóðlegum ráðstefnum. Nú kveðst hún þurfa að fara að hespa af ráðstefnuriti sem hvíli á hennar samvisku. "Það er dálítil samkeppni um tímann hjá mér," viðurkennir hún en segir þó sagnfræðina númer eitt. "Ég var dálítið hrædd til að byrja með en svo kom upp í mér kappið og það voru svo margar skemmtilegar námsgreinar að ég vildi helst engri sleppa. Ég fór í námið með því hugarfari að vera ekkert að rembast við að fá góðar einkunnir en hef átt erfitt með að læra það. Gamli metnaðurinn kemur upp og maður vill standa sig vel á sviðinu.
Nám Mest lesið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira