Esjan er góður mælikvarði 24. febrúar 2005 00:01 Hjördís Harðardóttir göngugarpur ætlar að leiða hóp Íslendinga um stórbrotna náttúru Slóveníu. Hún veit ekkert skemmtilegra en gönguferðir á framandi slóðum. "Ég byrjaði að ganga fyrir rúmum áratug og hef verið með algjöra göngudellu æ síðan. Ég var fertug og formið var ekki upp á sitt besta. Ég hætti að reykja, byrjaði að fara í göngutúra sem urðu með tímanum lengri og lengri," segir Hjördís Harðardóttir, göngukona með meiru. Hjördís hefur gengið vítt og breitt um Ísland en hún lætur það ekki duga því síðustu þrjú árin hefur hún skipulagt og stýrt gönguferðum um Pýreneafjöllin á Spáni á vegum ÍT-ferða. Hún er að skipuleggja enn eina ferð í Pýreneafjöllin í haust en í millitíðinni ætlar hún að prófa spennandi gönguslóðir í Slóveníu. "Slóvenía er mjög spennandi enda náttúran alveg einstök. Við leggjum upp 16. júní með 45 manna hóp og ætlum að ganga í sex daga um hinn fræga Triglav-þjóðgarð sem er austasti hluti Alpafjallanna. Það er mikil menning og saga á þessum slóðum og við fetum í fótspor Hemingways því bók hans, Vopnin kvödd, gerist á þessum slóðum," segir Hjördís. Hún segir innfædda leiðsögumenn fylgja hópnum allan tímann. Ekki er hægt að bæta farþegum í þennan hóp en vegna fjölmargra fyrirspurna kann að svo að fara að efnt verði til annarrar ferðar í sumar. Hjördís segir gönguferð af þessu tagi ekki mjög erfiða en vissulega sé fólk á göngu mestanpart dagsins. "Hver og einn þarf að bera föt til skiptanna og hingað til hefur fólk ekki kvartað undan því. Það er ekki hægt að hugsa sér skemmtilegri ferðamáta og fólk nýtur náttúrunnar og umhverfisins með allt öðrum hætti en þegar ferðast er í bíl eða lest. Það myndast ótrúlega skemmtileg stemning í gönguhópnum og fólk nýtur útiverunnar og samverunnar til hins ítrasta." Hún segir mikilvægt að fólk komi sér í form fyrir ferðina, þá verði lífið léttara og þar með skemmtilegra. "Ef fólk kemst upp á Esjuna og getur hreyft sig daginn eftir þá er allt í fína lagi. Esjan er góður mælikvarði," segir Hjördís Harðardóttir. Hægt er að kynna sér gönguferðirnar á heimasíðu ÍT-ferða á netinu. Ferðalög Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Hjördís Harðardóttir göngugarpur ætlar að leiða hóp Íslendinga um stórbrotna náttúru Slóveníu. Hún veit ekkert skemmtilegra en gönguferðir á framandi slóðum. "Ég byrjaði að ganga fyrir rúmum áratug og hef verið með algjöra göngudellu æ síðan. Ég var fertug og formið var ekki upp á sitt besta. Ég hætti að reykja, byrjaði að fara í göngutúra sem urðu með tímanum lengri og lengri," segir Hjördís Harðardóttir, göngukona með meiru. Hjördís hefur gengið vítt og breitt um Ísland en hún lætur það ekki duga því síðustu þrjú árin hefur hún skipulagt og stýrt gönguferðum um Pýreneafjöllin á Spáni á vegum ÍT-ferða. Hún er að skipuleggja enn eina ferð í Pýreneafjöllin í haust en í millitíðinni ætlar hún að prófa spennandi gönguslóðir í Slóveníu. "Slóvenía er mjög spennandi enda náttúran alveg einstök. Við leggjum upp 16. júní með 45 manna hóp og ætlum að ganga í sex daga um hinn fræga Triglav-þjóðgarð sem er austasti hluti Alpafjallanna. Það er mikil menning og saga á þessum slóðum og við fetum í fótspor Hemingways því bók hans, Vopnin kvödd, gerist á þessum slóðum," segir Hjördís. Hún segir innfædda leiðsögumenn fylgja hópnum allan tímann. Ekki er hægt að bæta farþegum í þennan hóp en vegna fjölmargra fyrirspurna kann að svo að fara að efnt verði til annarrar ferðar í sumar. Hjördís segir gönguferð af þessu tagi ekki mjög erfiða en vissulega sé fólk á göngu mestanpart dagsins. "Hver og einn þarf að bera föt til skiptanna og hingað til hefur fólk ekki kvartað undan því. Það er ekki hægt að hugsa sér skemmtilegri ferðamáta og fólk nýtur náttúrunnar og umhverfisins með allt öðrum hætti en þegar ferðast er í bíl eða lest. Það myndast ótrúlega skemmtileg stemning í gönguhópnum og fólk nýtur útiverunnar og samverunnar til hins ítrasta." Hún segir mikilvægt að fólk komi sér í form fyrir ferðina, þá verði lífið léttara og þar með skemmtilegra. "Ef fólk kemst upp á Esjuna og getur hreyft sig daginn eftir þá er allt í fína lagi. Esjan er góður mælikvarði," segir Hjördís Harðardóttir. Hægt er að kynna sér gönguferðirnar á heimasíðu ÍT-ferða á netinu.
Ferðalög Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira