Fjölskyldan hittist yfir grautnum 11. mars 2005 00:01 Sigríður rekur upphaf grautarsamkvæmanna til þess er Einar sonur hennar var nýfluttur heim frá námi í Danmörku á áttunda áratugnum og kom í tilteknum erindum til afa síns og ömmu í hádeginu á miðvikudögum. „Fyrir fyrstu heimsóknina var honum boðið að velja hvað hann fengi að borða og hann pantaði grjónagraut og slátur, enda hafði hann ekki bragðað slíkt hnossgæti lengi. Þetta spurðist vel út og á ættarmóti í Borgarfirðinum stuttu síðar tilkynnti ég að opið hús væri í hádeginu á miðvikudögum hjá mömmu og allir gætu komið í grautinn,“ rifjar Sigríður upp og heldur áfram. „Það var rekinn upp rokna hlátur á ættarmótinu en nú er fyrir löngu komin hefð á þessar samkomur. Mamma hélt þeim áfram meðan hún gat og svo tók ég við. Henni þótti afskaplega vænt um það og ég þori að fullyrða að hvað sem grautarátinu líður hafa þessar samverustundir heilmikið gildi.“ Sigríður kveðst aldrei vita fyrirfram hversu margir mæti. Það hafi verið frá tveimur upp í tuttugu og fjóra. „Oftast legg ég á borð fyrir sex til átta og bæti svo við eftir þörfum,“ segir hún og þvertekur fyrir að erfitt sé að kaupa inn fyrir þessar máltíðir þó að fjöldi matargesta sé á huldu. „Ég sýð alltaf dálítið mikið af grjónum í vatni sem ég get bætt mjólk út í eftir hentugleikum. Ef eitthvað fer forgörðum eru það bara soðin grjón. Það sem er á borðum fyrir utan grautinn er aðallega súrmatur, harðfiskur, rúgbrauð og síld. Allt matur sem geymist.“Sigríður og synirnir Heimir, Einar, Sigurjón, Ingvi og Sindri. Matur Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið
Sigríður rekur upphaf grautarsamkvæmanna til þess er Einar sonur hennar var nýfluttur heim frá námi í Danmörku á áttunda áratugnum og kom í tilteknum erindum til afa síns og ömmu í hádeginu á miðvikudögum. „Fyrir fyrstu heimsóknina var honum boðið að velja hvað hann fengi að borða og hann pantaði grjónagraut og slátur, enda hafði hann ekki bragðað slíkt hnossgæti lengi. Þetta spurðist vel út og á ættarmóti í Borgarfirðinum stuttu síðar tilkynnti ég að opið hús væri í hádeginu á miðvikudögum hjá mömmu og allir gætu komið í grautinn,“ rifjar Sigríður upp og heldur áfram. „Það var rekinn upp rokna hlátur á ættarmótinu en nú er fyrir löngu komin hefð á þessar samkomur. Mamma hélt þeim áfram meðan hún gat og svo tók ég við. Henni þótti afskaplega vænt um það og ég þori að fullyrða að hvað sem grautarátinu líður hafa þessar samverustundir heilmikið gildi.“ Sigríður kveðst aldrei vita fyrirfram hversu margir mæti. Það hafi verið frá tveimur upp í tuttugu og fjóra. „Oftast legg ég á borð fyrir sex til átta og bæti svo við eftir þörfum,“ segir hún og þvertekur fyrir að erfitt sé að kaupa inn fyrir þessar máltíðir þó að fjöldi matargesta sé á huldu. „Ég sýð alltaf dálítið mikið af grjónum í vatni sem ég get bætt mjólk út í eftir hentugleikum. Ef eitthvað fer forgörðum eru það bara soðin grjón. Það sem er á borðum fyrir utan grautinn er aðallega súrmatur, harðfiskur, rúgbrauð og síld. Allt matur sem geymist.“Sigríður og synirnir Heimir, Einar, Sigurjón, Ingvi og Sindri.
Matur Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið