Fljúgandi tölvunarfræðingur 16. mars 2005 00:01 "Ég sótti um í níu háskóla í Bandaríkjunum og er kominn með tilboð frá tveimur. Annar þeirra er Cornell sem býður mér í doktorsnám í tölvunarfræði á góðum launum. Í staðinn kenni ég dæmatíma og aðstoða prófessora," segir Ýmir sem hefur kennt í dæmatímum í háskólanum hér heima svo hann ætti að vera klár í þann slag. Hann segir námið felast í rannsóknum með tilheyrandi greinaskrifum þannig að þetta sé spennandi. "Sumir tala um fjögurra til sex ára þrælkun en ég held þetta verði nú bara gaman," segir hann bjartsýnn. Ýmir hefur tekið stærðfræði sem aðalgrein í Háskólanum hér og tölvunarfræðina sem aukagrein. En hvar á sinni skólagöngu spretti hann fram úr sínum jafnöldrum? "Ég hljóp yfir 4. bekk í grunnskóla og tók 9. og 10. bekk saman í Danmörku. Þetta var dálítið skrautlegt og þegar ég kom heim fór ég beint í MH, 14 ára gamall." Hann tekur því vel þegar minnst er á að tónlistar- og stærðfræðigenin fylgist oft að. "Já, stærðfræðikennararnir mínir eru hver öðrum músíkalskari. Þess má geta að á nýafstaðinni stærðfræðiráðstefnu sungu nokkrir nemendur stærðfræðisönnun við undirleik eins kennara," segir hann hlæjandi. Svo er hann líka að læra flug og langar að klára einkaflugmannsprófið fyrir haustið. Þegar hann er beðinn um lokaorð í þetta stutta viðtal segir hann ákveðinn. "Þetta er ekkert einsdæmi sem ég er að gera. Á hverju ári fljúga íslenskir nemendur inn í toppháskóla í Bandaríkjunum og víðar á fullum styrkjum. Það eina sem vantar hér heima er áhersla á uppbyggingu framhaldsnáms og rannsóknaraðstöðu. Það er synd að missa fólk út til frambúðar því grunnnámið hér er satt að segja á heimsmælikvarða. Umræðan hér virðist þó frekar snúast um að taka upp skólagjöld, sérstaklega í framhaldsnámi. Mér þykir það röng áhersla." Nám Mest lesið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Ég sótti um í níu háskóla í Bandaríkjunum og er kominn með tilboð frá tveimur. Annar þeirra er Cornell sem býður mér í doktorsnám í tölvunarfræði á góðum launum. Í staðinn kenni ég dæmatíma og aðstoða prófessora," segir Ýmir sem hefur kennt í dæmatímum í háskólanum hér heima svo hann ætti að vera klár í þann slag. Hann segir námið felast í rannsóknum með tilheyrandi greinaskrifum þannig að þetta sé spennandi. "Sumir tala um fjögurra til sex ára þrælkun en ég held þetta verði nú bara gaman," segir hann bjartsýnn. Ýmir hefur tekið stærðfræði sem aðalgrein í Háskólanum hér og tölvunarfræðina sem aukagrein. En hvar á sinni skólagöngu spretti hann fram úr sínum jafnöldrum? "Ég hljóp yfir 4. bekk í grunnskóla og tók 9. og 10. bekk saman í Danmörku. Þetta var dálítið skrautlegt og þegar ég kom heim fór ég beint í MH, 14 ára gamall." Hann tekur því vel þegar minnst er á að tónlistar- og stærðfræðigenin fylgist oft að. "Já, stærðfræðikennararnir mínir eru hver öðrum músíkalskari. Þess má geta að á nýafstaðinni stærðfræðiráðstefnu sungu nokkrir nemendur stærðfræðisönnun við undirleik eins kennara," segir hann hlæjandi. Svo er hann líka að læra flug og langar að klára einkaflugmannsprófið fyrir haustið. Þegar hann er beðinn um lokaorð í þetta stutta viðtal segir hann ákveðinn. "Þetta er ekkert einsdæmi sem ég er að gera. Á hverju ári fljúga íslenskir nemendur inn í toppháskóla í Bandaríkjunum og víðar á fullum styrkjum. Það eina sem vantar hér heima er áhersla á uppbyggingu framhaldsnáms og rannsóknaraðstöðu. Það er synd að missa fólk út til frambúðar því grunnnámið hér er satt að segja á heimsmælikvarða. Umræðan hér virðist þó frekar snúast um að taka upp skólagjöld, sérstaklega í framhaldsnámi. Mér þykir það röng áhersla."
Nám Mest lesið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira