Heldur ótrauð áfram á Hellnum 7. apríl 2005 00:01 "Við stækkuðum gistiaðstöðuna í fyrrasumar upp í 20 herbergi með baði og breyttum þá líka nafninu úr Gistiheimilinu Brekkubæ í Hótel Hellnar," segir Guðrún aðspurð um starfsemina á Hellnum. Hún kveðst einstaklega ánægð með titilinn Ferðafrömuður ársins því hann sé opinber viðurkenning á því starfi að umhverfismálum ferðaþjónustunnar sem þau hjón séu búin að vinna að í mörg ár. Gistihús þeirra fékk vottun Green Globe samtakanna árið 2002, fyrst allra slíkra fyrirtækja á Íslandi og þau hafa hvatt aðra ferðaþjónustubændur til að velja sömu leið. En hvað þýðir þessi vottun? "Vottun er eins og bílaskoðun. Það er ekki nóg að eigandi bílsins viti að hann sé í lagi heldur þurfa allir að vita það og þess vegna fær hann sérstakt merki. Umhverfisvottun er fyrst og fremst fyrir viðskiptavininn, svo að hann sé öruggur um að við séum að vinna eftir þeirri stefnu sem við segjumst fylgja," segir Guðrún og telur aðspurð að æ fleiri ferðamenn láti sig þessi mál skipta. Svo kemur lýsing á stefnunni. "Við leggjum áherslu á að nota einungis umhverfismerktar vörur við þvotta og þrif. Við vinnum að orkusparnaði, vatnssparnaði og pappírssparnaði, svo dæmi sé tekið og lífrænt hráefni í mat er eitt af því sem við leggjum mikið uppúr. Samfélagslegu þættirnir eru líka mældir í svona úttekt. Til dæmis hvaðan vinnuaflið sé og hversu mikið af aðföngum til rekstursins séu keypt úr heimabyggð. Með þessu kerfi er nefnilega verið að styrkja atvinnu á svæðinu en ekki bara flokka sorpið eins og ýmsir halda." Hótel Hellnar verður opnað 1. maí svo það styttist í annatíma hjá Guðrúnu. Í ljósi þess missis sem hún varð fyrir við fráfall Guðlaugs er hún að lokum spurð hvernig hún sé upplögð. "Ég er búin að fara í gegnum sveiflur og erfiðleika í vetur en með hækkandi sól léttist sinnið líka. Ég hef mætt mikilli hlýju hjá fólki og er þakklát fyrir. Það hjálpar mér að takast á við þessar miklu breytingar í lífi mínu. En maður verður að halda áfram og gera sitt besta." Ferðalög Mest lesið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Lífið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Minntist bróður síns fyrir fullum sal Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fleiri fréttir Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
"Við stækkuðum gistiaðstöðuna í fyrrasumar upp í 20 herbergi með baði og breyttum þá líka nafninu úr Gistiheimilinu Brekkubæ í Hótel Hellnar," segir Guðrún aðspurð um starfsemina á Hellnum. Hún kveðst einstaklega ánægð með titilinn Ferðafrömuður ársins því hann sé opinber viðurkenning á því starfi að umhverfismálum ferðaþjónustunnar sem þau hjón séu búin að vinna að í mörg ár. Gistihús þeirra fékk vottun Green Globe samtakanna árið 2002, fyrst allra slíkra fyrirtækja á Íslandi og þau hafa hvatt aðra ferðaþjónustubændur til að velja sömu leið. En hvað þýðir þessi vottun? "Vottun er eins og bílaskoðun. Það er ekki nóg að eigandi bílsins viti að hann sé í lagi heldur þurfa allir að vita það og þess vegna fær hann sérstakt merki. Umhverfisvottun er fyrst og fremst fyrir viðskiptavininn, svo að hann sé öruggur um að við séum að vinna eftir þeirri stefnu sem við segjumst fylgja," segir Guðrún og telur aðspurð að æ fleiri ferðamenn láti sig þessi mál skipta. Svo kemur lýsing á stefnunni. "Við leggjum áherslu á að nota einungis umhverfismerktar vörur við þvotta og þrif. Við vinnum að orkusparnaði, vatnssparnaði og pappírssparnaði, svo dæmi sé tekið og lífrænt hráefni í mat er eitt af því sem við leggjum mikið uppúr. Samfélagslegu þættirnir eru líka mældir í svona úttekt. Til dæmis hvaðan vinnuaflið sé og hversu mikið af aðföngum til rekstursins séu keypt úr heimabyggð. Með þessu kerfi er nefnilega verið að styrkja atvinnu á svæðinu en ekki bara flokka sorpið eins og ýmsir halda." Hótel Hellnar verður opnað 1. maí svo það styttist í annatíma hjá Guðrúnu. Í ljósi þess missis sem hún varð fyrir við fráfall Guðlaugs er hún að lokum spurð hvernig hún sé upplögð. "Ég er búin að fara í gegnum sveiflur og erfiðleika í vetur en með hækkandi sól léttist sinnið líka. Ég hef mætt mikilli hlýju hjá fólki og er þakklát fyrir. Það hjálpar mér að takast á við þessar miklu breytingar í lífi mínu. En maður verður að halda áfram og gera sitt besta."
Ferðalög Mest lesið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Lífið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Minntist bróður síns fyrir fullum sal Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fleiri fréttir Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira