Eins og að eiga bústað í útlöndum 7. apríl 2005 00:01 Það sem fyrst vekur athygli þegar komið er inn á skrifstofu Heimshornsins er stór heimskort sem teygir sig yfir gólfið. "Við erum ekki hefðbundin ferðaskrifstofa heldur erum við að kynna Íslendingum nýjan valkost, sem milljónir manna um allan heim nýta sér, "segir Þórunn Stefánsdóttir, einn eigenda Heimshornsins. "Þessi valkostur er klúbbaaðild sem veitir meðlimum aðgang að fjölbreyttri gistingu um allan heim og gististaðirnir skipta þúsundum. Hvort sem áhugamálið er golf, köfun eða listir og menning þá er hægt að bóka gistingu þar sem þetta er í boði. Þetta er nýr líffstíll sem sameinar þægindi, sveigjanleika og fjölbreytni á mjög góðu verði." Þórunn segir að þetta sé eins og að eiga sumarbústað í útlöndum en alltaf á nýjum stað. "Fólk skráir sig hjá okkur og með því að verða klúbbaðili ertu í raun að kaupa þér gistirými fyrirfram. Félagar í klúbbnum okkar sem er alþjóðlegur og heitir Quest Vacation Club eiga gistirétt í hótelíbúðum og geta nýtt hann ár eftir ár í einhverjum þeirra fjölmörgu íbúða sem standa til boða eða á herragörðum, í höllum, húsbílum, bátum eða skemmtiferðaskipum." Klúbbaðildin er þrenns konar og kostar mismikið eftir umfangi. Ódýrasta aðildin kostar 234.000 krónur eða 3.900 bandaríkjadali sem tryggja þá gistirétt fram í tímann eina viku annaðhvert ár næstu þrjátíu árin og svo fer verðið hækkandi eftir því hve margar vikur fólk vill Meðlimir klúbbsins njóta vildarkjara sem aðeins bjóðast klúbbfélögum og ýmis tilboð hjá alþjóðlegum fyrirtækjum, til dæmis bílaleigum. Þórunn segir að eitt af því besta við þetta fyrirkomulag sé sveigjanleikinn. "Þig langar kannski í skíðaferð eitt árið og á sólarströnd næsta. Þú ræður hvert og hvenær þú ferð svo framarlega sem þú velur þér hótel innan keðjunnar og það er laust gistirými." Um hundrað Íslendingar eru aðilar að klúbbnum um þessar mundir og Þórunn segir að það sé hiklaust pláss fyrir fleiri. Ferðalög Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Tvíburarbræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Það sem fyrst vekur athygli þegar komið er inn á skrifstofu Heimshornsins er stór heimskort sem teygir sig yfir gólfið. "Við erum ekki hefðbundin ferðaskrifstofa heldur erum við að kynna Íslendingum nýjan valkost, sem milljónir manna um allan heim nýta sér, "segir Þórunn Stefánsdóttir, einn eigenda Heimshornsins. "Þessi valkostur er klúbbaaðild sem veitir meðlimum aðgang að fjölbreyttri gistingu um allan heim og gististaðirnir skipta þúsundum. Hvort sem áhugamálið er golf, köfun eða listir og menning þá er hægt að bóka gistingu þar sem þetta er í boði. Þetta er nýr líffstíll sem sameinar þægindi, sveigjanleika og fjölbreytni á mjög góðu verði." Þórunn segir að þetta sé eins og að eiga sumarbústað í útlöndum en alltaf á nýjum stað. "Fólk skráir sig hjá okkur og með því að verða klúbbaðili ertu í raun að kaupa þér gistirými fyrirfram. Félagar í klúbbnum okkar sem er alþjóðlegur og heitir Quest Vacation Club eiga gistirétt í hótelíbúðum og geta nýtt hann ár eftir ár í einhverjum þeirra fjölmörgu íbúða sem standa til boða eða á herragörðum, í höllum, húsbílum, bátum eða skemmtiferðaskipum." Klúbbaðildin er þrenns konar og kostar mismikið eftir umfangi. Ódýrasta aðildin kostar 234.000 krónur eða 3.900 bandaríkjadali sem tryggja þá gistirétt fram í tímann eina viku annaðhvert ár næstu þrjátíu árin og svo fer verðið hækkandi eftir því hve margar vikur fólk vill Meðlimir klúbbsins njóta vildarkjara sem aðeins bjóðast klúbbfélögum og ýmis tilboð hjá alþjóðlegum fyrirtækjum, til dæmis bílaleigum. Þórunn segir að eitt af því besta við þetta fyrirkomulag sé sveigjanleikinn. "Þig langar kannski í skíðaferð eitt árið og á sólarströnd næsta. Þú ræður hvert og hvenær þú ferð svo framarlega sem þú velur þér hótel innan keðjunnar og það er laust gistirými." Um hundrað Íslendingar eru aðilar að klúbbnum um þessar mundir og Þórunn segir að það sé hiklaust pláss fyrir fleiri.
Ferðalög Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Tvíburarbræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira