Sinna hinum ósnertanlegu 13. apríl 2005 00:01 Þeir eru að ljúka fjórða ári í læknisfræði, ævintýramennirnir Dagur og Brynjólfur og hafa verið í verklegu námi í vetur. Nú fá þeir að treysta á kunnáttuna við framandi og frumstæðar aðstæður og eru greinilega fullir eftirvæntingar. "Við ætlum að vera á Indlandi í tæpa þrjá mánuði og munum einkum starfa á heilsugæsluustöð í héraðinu Andhra Pradesh þar sem einn læknir er fyrir. Líka fara út í héruðin í vitjanir, þar sem við kynnumst eflaust örbirgðinni. Svo verðum við á sjúkrahúsi í borginni Vijayawada. Þar hafa sérfræðingar lofað að taka á móti okkur og leyfa okkur fylgjast með aðgerðum og slíku, þannig að þetta verður mjög lærdómsríkt," segir Dagur. Brynjólfur tekur undir það og nefnir sjúkdóma eins og holdsveiki, eyðni og berkla sem algengir eru meðal innfæddra. "Það verður ýmislegt að glíma við sem við höfum ekki kynnst áður, að ekki sé minnst á tungumálaörðugleikana," segir hann og er þó hvergi banginn. Dalítar eru stundum nefndir "hinir ósnertanlegu" og eru algerlega réttlausir í landinu. "Efri stéttirnar líta svo á að ef þær eru snertar af Dalítum eða skuggi af Dalíta fellur á þær þá hafi þær óhreinkast. En þetta eru þeir sem þurfa mest á okkur að halda," segir Dagur brosandi. Piltarnir fara ekki einir, unnusta Dags, Auður Birna Stefánsdóttir mannfræðingur og Svana Rún Símonardóttir, félagsráðgjafi og vinkona Brynjólfs, fara líka. Þær munu fást við kennslu. "Það er skóli við hliðina á spítalanum. Þar er verið að kenna börnum sem foreldrar hafa orðið að selja í þrælkun en kirkjan er búin að kaupa úr ánauðinni. Það er nefnilega Hjálparstofnun kirkjunnar sem stendur á bak við þetta allt," segir Brynjólfur til skýringar. Aðspurðir segja þeir um algert sjálfboðaliðastarf vera að ræða af þeirra hálfu. "Við erum að leita eftir styrkjum fyrir farinu, láttu það endilega berast," segja þeir glaðlega að lokum. Nám Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Fleiri fréttir „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Þeir eru að ljúka fjórða ári í læknisfræði, ævintýramennirnir Dagur og Brynjólfur og hafa verið í verklegu námi í vetur. Nú fá þeir að treysta á kunnáttuna við framandi og frumstæðar aðstæður og eru greinilega fullir eftirvæntingar. "Við ætlum að vera á Indlandi í tæpa þrjá mánuði og munum einkum starfa á heilsugæsluustöð í héraðinu Andhra Pradesh þar sem einn læknir er fyrir. Líka fara út í héruðin í vitjanir, þar sem við kynnumst eflaust örbirgðinni. Svo verðum við á sjúkrahúsi í borginni Vijayawada. Þar hafa sérfræðingar lofað að taka á móti okkur og leyfa okkur fylgjast með aðgerðum og slíku, þannig að þetta verður mjög lærdómsríkt," segir Dagur. Brynjólfur tekur undir það og nefnir sjúkdóma eins og holdsveiki, eyðni og berkla sem algengir eru meðal innfæddra. "Það verður ýmislegt að glíma við sem við höfum ekki kynnst áður, að ekki sé minnst á tungumálaörðugleikana," segir hann og er þó hvergi banginn. Dalítar eru stundum nefndir "hinir ósnertanlegu" og eru algerlega réttlausir í landinu. "Efri stéttirnar líta svo á að ef þær eru snertar af Dalítum eða skuggi af Dalíta fellur á þær þá hafi þær óhreinkast. En þetta eru þeir sem þurfa mest á okkur að halda," segir Dagur brosandi. Piltarnir fara ekki einir, unnusta Dags, Auður Birna Stefánsdóttir mannfræðingur og Svana Rún Símonardóttir, félagsráðgjafi og vinkona Brynjólfs, fara líka. Þær munu fást við kennslu. "Það er skóli við hliðina á spítalanum. Þar er verið að kenna börnum sem foreldrar hafa orðið að selja í þrælkun en kirkjan er búin að kaupa úr ánauðinni. Það er nefnilega Hjálparstofnun kirkjunnar sem stendur á bak við þetta allt," segir Brynjólfur til skýringar. Aðspurðir segja þeir um algert sjálfboðaliðastarf vera að ræða af þeirra hálfu. "Við erum að leita eftir styrkjum fyrir farinu, láttu það endilega berast," segja þeir glaðlega að lokum.
Nám Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Fleiri fréttir „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira