Færni vörubílstjóra fer batnandi 13. apríl 2005 00:01 "Ég hef samið flestar kennslubækur og verið kennari í tæpan aldarfjórðung," segir Svavar Svavarsson, kennari hjá Nýja ökuskólanum. Bóklegt nám á vinnuvélar kostar nú 49.900 krónur en slíkt próf þarf að taka ætli fólk sér að vinna á vinnuvélum. "Nemendurnir vinna á vinnuvélum undir handleiðslu einhvers með kennsluréttindi og taka síðan prófið hjá Vinnueftirliti ríkisins," segir Svavar. Bóknámið veitir því einvörðungu próftökurétt. Svavar segist ekki hafa orðið var við mikla sprengingu í kennslunni með tilkomu framkvæmdanna við Kárahnjúka -- þótt eitthvað hafi borið á því að menn hafi viljað afla sér aukinna réttinda. Sjálfur er hann gamall í hettunni og segist hafa notið hvers augnabliks. "Það er yndislegt að aka um bæinn og horfa á minnismerki um það, hvað maður hefur gert," segir Svavar og bætir við að hann myndi taka prófið aftur ef hann fengi að velja. Þann fyrsta apríl síðastliðinn tók í gildi ný reglugerð þar sem kennsla á vörubíla hefur verið stórbætt. "Í stað fimm stunda verklegrar kennslu er nú skylda að kenna í tólf stundir. Þetta er í fullu samræmi við það sem gerist á evrópska efnahagssvæðinu," segir Svavar og bætir ennfremur við að þessi breyting geri það að verkum að færni og gæði vörubílstjóra eigi eftir að stórbatna. "Við getum í raun verið mjög þakklátt fyrir að ekki hafa orðið fleiri slys. Menn geta rétt ímyndað sér hversu miklu erfiðara það er að keyra hér á landi á tvíbreiðum strikum en á hraðbrautunum úti í Evrópu," segir Svavar en þessar reglugerðir munu að hans sögn hækka kennslugjaldið. "Menn verða að borga meira fyrir aukin gæði." Nám Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
"Ég hef samið flestar kennslubækur og verið kennari í tæpan aldarfjórðung," segir Svavar Svavarsson, kennari hjá Nýja ökuskólanum. Bóklegt nám á vinnuvélar kostar nú 49.900 krónur en slíkt próf þarf að taka ætli fólk sér að vinna á vinnuvélum. "Nemendurnir vinna á vinnuvélum undir handleiðslu einhvers með kennsluréttindi og taka síðan prófið hjá Vinnueftirliti ríkisins," segir Svavar. Bóknámið veitir því einvörðungu próftökurétt. Svavar segist ekki hafa orðið var við mikla sprengingu í kennslunni með tilkomu framkvæmdanna við Kárahnjúka -- þótt eitthvað hafi borið á því að menn hafi viljað afla sér aukinna réttinda. Sjálfur er hann gamall í hettunni og segist hafa notið hvers augnabliks. "Það er yndislegt að aka um bæinn og horfa á minnismerki um það, hvað maður hefur gert," segir Svavar og bætir við að hann myndi taka prófið aftur ef hann fengi að velja. Þann fyrsta apríl síðastliðinn tók í gildi ný reglugerð þar sem kennsla á vörubíla hefur verið stórbætt. "Í stað fimm stunda verklegrar kennslu er nú skylda að kenna í tólf stundir. Þetta er í fullu samræmi við það sem gerist á evrópska efnahagssvæðinu," segir Svavar og bætir ennfremur við að þessi breyting geri það að verkum að færni og gæði vörubílstjóra eigi eftir að stórbatna. "Við getum í raun verið mjög þakklátt fyrir að ekki hafa orðið fleiri slys. Menn geta rétt ímyndað sér hversu miklu erfiðara það er að keyra hér á landi á tvíbreiðum strikum en á hraðbrautunum úti í Evrópu," segir Svavar en þessar reglugerðir munu að hans sögn hækka kennslugjaldið. "Menn verða að borga meira fyrir aukin gæði."
Nám Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira