Gefum ofbeldi rauða spjaldið 6. maí 2005 00:01 Ofbeldi virðist færast í vöxt í íslensku samfélagi. Þegar talað er um ofbeldi er yfirleitt átt við barsmíðar, en ofbeldi tekur þó á sig ýmsar aðrar myndir. Nauðgun er gróft ofbeldisverk, að ekki sé minnst á misnotkun á börnum. Einelti er ekkert annað en ofbeldi og andlegt ofbeldi er víða ástundað í samskiptum. Ástæða er til að ætla að aukin umræða og markviss viðbrögð við ofbeldi af þessu tagi muni skila sér í því að úr því dragi þótt þess sjáist enn ekki merki nema hugsanlega varðandi einelti. Slagsmál og ofbeldi hafa lengi verið fylgifiskar áfengisneyslu. En þessi slagsmál eru ekki bara stympingar. Þau hafa þróast út í að verða grófar líkamsmeiðingar og allt of oft berast fréttir af óhugnanlegum ofbeldisverkum sem eru unnin af fólki sem er undir áhrifum áfengis, jafnvel á fólki sem er einfaldlega svo óheppið að verða á vegi ofbeldismannanna. Þess háttar ofbeldisverk hafa í alvarlegustu tilvikum valdið dauða. Að undanförnu hefur sjónum verið beint að ofbeldi í tengslum við fíkniefnaheiminn og ekki að ástæðulausu. Gróft ofbeldi í tengslum við innheimtu fíkniefnaskulda virðist vera nærri því daglegt brauð. Nú hefur ungt fólk tekið sig saman og stofnað félagsskapinn Birtingu, sem hefur það markmið að gefa ofbeldinu rauða spjaldið eins og hópurinn orðar það sjálfur. Í síðustu viku var efnt til fjölmennra mótmæla á Akureyri. Seinni partinn í gær var röðin komin að Reykjavík og efnt til svipaðra mótmæla á Ingólfstorgi. Þátttaka í þessum mótmælum var ekki eins mikil og á Akureyri enda Birting sprottin upp úr ofbeldisöldu sem gengið hefur yfir þar. Það gefur tilefni til ákveðinnar bjartsýni að ungt fólk skuli af þeim myndarskap sem raun ber vitni sýna fram á að það hafni alfarið ofbeldi. Þessu unga fólki finnst einfaldlega nóg vera komið. Markmiðið með mótmælastöðunni er að senda skýr skilaboð út í samfélagið, bæði til stjórnvalda og almennings, og vekja fólk til umhugsunar um hversu mikið ofbeldi þrífst í samfélaginu. Unga fólkinu er misboðið vegna þess að menn sem ítrekað gerast sekir um líkamsmeiðingar komast upp með að halda því áfram án þess að nokkuð sé að gert. En vandinn liggur ekki bara í því að ekki sé brugðist við ofbeldi með afgerandi hætti. Rót vandans liggur hjá ofbeldismönnunum sjálfum og í því samfélagi sem þeir alast upp í. Ungt fólk sem fer út og ber mann og annan hefur yfirleitt sjálft orðið fyrir einhvers konar ofbeldi, andlegu eða líkamlegu. Við brjótum ekki ofbeldið á bak aftur fyrr en við tryggjum hverju einasta barni góð og örugg uppeldisskilyrði. Sú ábyrgð hvílir fyrst og fremst á foreldrum en einnig á því samfélagslega öryggisneti sem er í kringum hverja fjölskyldu, ættingjum, vinum og þeim opinberu stofnunum sem hafa það hlutverk að grípa inn í þegar foreldrar og fjölskylda ráða ekki við hlutverk sitt. Á tyllidögum tala valdhafar iðulega um að hlúa þurfi að fjölskyldunni. Þó er hvergi á Norðurlöndum búið verr að barnafjölskyldum en hér. Til dæmis er hér styttra fæðingarorlof en í nágrannalöndunum og mun þrengri skilyrði til að taka orlof og minnka við sig vinnu meðan ungum börnum er sinnt. Hvergi meðal siðmenntaðra þjóða er vinnudagur foreldra jafnlangur og hér. Barátta fyrir því að þetta breytist er líka barátta gegn ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Ofbeldi virðist færast í vöxt í íslensku samfélagi. Þegar talað er um ofbeldi er yfirleitt átt við barsmíðar, en ofbeldi tekur þó á sig ýmsar aðrar myndir. Nauðgun er gróft ofbeldisverk, að ekki sé minnst á misnotkun á börnum. Einelti er ekkert annað en ofbeldi og andlegt ofbeldi er víða ástundað í samskiptum. Ástæða er til að ætla að aukin umræða og markviss viðbrögð við ofbeldi af þessu tagi muni skila sér í því að úr því dragi þótt þess sjáist enn ekki merki nema hugsanlega varðandi einelti. Slagsmál og ofbeldi hafa lengi verið fylgifiskar áfengisneyslu. En þessi slagsmál eru ekki bara stympingar. Þau hafa þróast út í að verða grófar líkamsmeiðingar og allt of oft berast fréttir af óhugnanlegum ofbeldisverkum sem eru unnin af fólki sem er undir áhrifum áfengis, jafnvel á fólki sem er einfaldlega svo óheppið að verða á vegi ofbeldismannanna. Þess háttar ofbeldisverk hafa í alvarlegustu tilvikum valdið dauða. Að undanförnu hefur sjónum verið beint að ofbeldi í tengslum við fíkniefnaheiminn og ekki að ástæðulausu. Gróft ofbeldi í tengslum við innheimtu fíkniefnaskulda virðist vera nærri því daglegt brauð. Nú hefur ungt fólk tekið sig saman og stofnað félagsskapinn Birtingu, sem hefur það markmið að gefa ofbeldinu rauða spjaldið eins og hópurinn orðar það sjálfur. Í síðustu viku var efnt til fjölmennra mótmæla á Akureyri. Seinni partinn í gær var röðin komin að Reykjavík og efnt til svipaðra mótmæla á Ingólfstorgi. Þátttaka í þessum mótmælum var ekki eins mikil og á Akureyri enda Birting sprottin upp úr ofbeldisöldu sem gengið hefur yfir þar. Það gefur tilefni til ákveðinnar bjartsýni að ungt fólk skuli af þeim myndarskap sem raun ber vitni sýna fram á að það hafni alfarið ofbeldi. Þessu unga fólki finnst einfaldlega nóg vera komið. Markmiðið með mótmælastöðunni er að senda skýr skilaboð út í samfélagið, bæði til stjórnvalda og almennings, og vekja fólk til umhugsunar um hversu mikið ofbeldi þrífst í samfélaginu. Unga fólkinu er misboðið vegna þess að menn sem ítrekað gerast sekir um líkamsmeiðingar komast upp með að halda því áfram án þess að nokkuð sé að gert. En vandinn liggur ekki bara í því að ekki sé brugðist við ofbeldi með afgerandi hætti. Rót vandans liggur hjá ofbeldismönnunum sjálfum og í því samfélagi sem þeir alast upp í. Ungt fólk sem fer út og ber mann og annan hefur yfirleitt sjálft orðið fyrir einhvers konar ofbeldi, andlegu eða líkamlegu. Við brjótum ekki ofbeldið á bak aftur fyrr en við tryggjum hverju einasta barni góð og örugg uppeldisskilyrði. Sú ábyrgð hvílir fyrst og fremst á foreldrum en einnig á því samfélagslega öryggisneti sem er í kringum hverja fjölskyldu, ættingjum, vinum og þeim opinberu stofnunum sem hafa það hlutverk að grípa inn í þegar foreldrar og fjölskylda ráða ekki við hlutverk sitt. Á tyllidögum tala valdhafar iðulega um að hlúa þurfi að fjölskyldunni. Þó er hvergi á Norðurlöndum búið verr að barnafjölskyldum en hér. Til dæmis er hér styttra fæðingarorlof en í nágrannalöndunum og mun þrengri skilyrði til að taka orlof og minnka við sig vinnu meðan ungum börnum er sinnt. Hvergi meðal siðmenntaðra þjóða er vinnudagur foreldra jafnlangur og hér. Barátta fyrir því að þetta breytist er líka barátta gegn ofbeldi.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun