Vanbúnum jöklaförum er voðinn vís 18. maí 2005 00:01 Hjörleifur er einn af eigendum fyrirtækisins Íslenskir fjallaleiðsögumenn og hefur fylgt fólki upp á Hvannadalshnúk síðustu 10 árin, nú síðast um hvítasunnuhelgina. Hann hefur áhyggjur af göngufólki sem leggur vanbúið upp á jökulinn á eigin spýtur og hyggst nýta sér slóð atvinnuleiðsögumanna, án þess að vera með þeim í hópi. Þannig fólk verður hann oft var við, til dæmis um síðustu helgi. "Þarna voru að minnsta kosti þrír einstaklingar utan við leiðsögn. Tveir voru saman en höfðu ekki línu á milli sín og sá þriðji var aleinn og hafði hvorki brodda né annan nauðsynlegan útbúnað," segir hann og telur þessa menn einungis heppna að hafa sloppið við hremmingar. Hann segir alltaf varasamar sprungur á leiðinni upp á Hvannadalshnúk, jafnvel yfir hundrað metra djúpar. "Seinni part dagsins geta snjóbrýr yfir slíkar sprungur hafa veikst mikið frá því um morguninn þegar heitt er í veðri. Ef menn eru ekki með línur eru menn í stórhættu en halda að allt sé í lagi," lýsir hann. Hjörleifur óttast að hann og aðrir leiðsögumenn á hnjúkinn geti fyrr eða síðar lent í meiriháttar björgunaraðgerðum. "Þetta svæði verður æ vinsælla og er orðið þekkt sem aflraun. Þá er fullt af fólki á fjallinu sem er í ágætis formi en hefur engan áhuga á fjallamennsku og enga kunnáttu á því sviði heldur vill skella sér upp af því það er svo sérstök upplifun" Hjörleifur tekur skýrt fram að þeir sem voru í skipulögðum ferðum á hnjúkinn um hvítasunnuhelgina á vegum Íslenskra fjallaleiðsögumanna, Ferðafélags Íslands, Útivistar og Einars Sigurðssonar á Hofsnesi voru að sjálfsögðu með útbúnað og öryggisatriði í lagi. Ferðalög Mest lesið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Hjörleifur er einn af eigendum fyrirtækisins Íslenskir fjallaleiðsögumenn og hefur fylgt fólki upp á Hvannadalshnúk síðustu 10 árin, nú síðast um hvítasunnuhelgina. Hann hefur áhyggjur af göngufólki sem leggur vanbúið upp á jökulinn á eigin spýtur og hyggst nýta sér slóð atvinnuleiðsögumanna, án þess að vera með þeim í hópi. Þannig fólk verður hann oft var við, til dæmis um síðustu helgi. "Þarna voru að minnsta kosti þrír einstaklingar utan við leiðsögn. Tveir voru saman en höfðu ekki línu á milli sín og sá þriðji var aleinn og hafði hvorki brodda né annan nauðsynlegan útbúnað," segir hann og telur þessa menn einungis heppna að hafa sloppið við hremmingar. Hann segir alltaf varasamar sprungur á leiðinni upp á Hvannadalshnúk, jafnvel yfir hundrað metra djúpar. "Seinni part dagsins geta snjóbrýr yfir slíkar sprungur hafa veikst mikið frá því um morguninn þegar heitt er í veðri. Ef menn eru ekki með línur eru menn í stórhættu en halda að allt sé í lagi," lýsir hann. Hjörleifur óttast að hann og aðrir leiðsögumenn á hnjúkinn geti fyrr eða síðar lent í meiriháttar björgunaraðgerðum. "Þetta svæði verður æ vinsælla og er orðið þekkt sem aflraun. Þá er fullt af fólki á fjallinu sem er í ágætis formi en hefur engan áhuga á fjallamennsku og enga kunnáttu á því sviði heldur vill skella sér upp af því það er svo sérstök upplifun" Hjörleifur tekur skýrt fram að þeir sem voru í skipulögðum ferðum á hnjúkinn um hvítasunnuhelgina á vegum Íslenskra fjallaleiðsögumanna, Ferðafélags Íslands, Útivistar og Einars Sigurðssonar á Hofsnesi voru að sjálfsögðu með útbúnað og öryggisatriði í lagi.
Ferðalög Mest lesið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira