Nýtt og spennandi nám í Borgarholt 25. maí 2005 00:01 Borgarholtsskóli hefur frá upphafi lagt áherslu á upplýsingatækni og meðal þess sem hefur verið í boði um skeið er nám í margmiðlunarhönnun á listnámsbraut og fjölmiðlatækninám á upplýsinga- og fjölmiðlabraut á verknámssviði. Nú hefur verið unnið að breytingum á námskrá skólans og í haust verður í fyrsta skipti boðið upp á námsleiðir þar sem listnámið og fjölmiðlatækninámið tvinnast saman. Nemendur sem innrita sig í margmiðlunarhönnun á listnámsbraut taka sameiginlegan kjarna í list- og fjölmiðlatæknigreinum en geta svo valið hvort þeir taka margmiðlunarkjörsvið, þar sem lögð er áhersla á fagurfræði og hönnun, eða fjölmiðlatæknikjörsvið þar sem tæknilega hliðin fær meira vægi. Um þriggja ára nám er að ræða, sem veitir nemendum góðan grunn fyrir áframhaldandi listnám og býr þá jafnframt undir störf á fjölmiðlum. Kristján Ari Arason, fagstjóri í fjölmiðlagreinum við Borgarholtsskóla, segir að samtvinnun listnáms og iðnnáms með þessum hætti miði að því að tengja námsbrautir og brjóta niður afmörkun milli greina. "Um áratugaskeið hefur verið gríðarlegt gap á milli verknáms annars vegar og bóknáms hins vegar og listnámið hefur staðið þarna til hliðar. Nú erum við að reyna að brúa þetta bil og gerum það með því að tengja saman þessar námsleiðir sem hafa svo marga snertifleti," segir Kristján og fullyrðir að með samtvinnuninni fái nemendur meira út úr náminu. "Það er ekki nóg að kunna bara á tæknina, maður þarf að skilja hverju maður er að miðla og að sama skapi þarf sá sem vill miðla einhverju að þekkja tæknina og þá möguleika sem hún gefur." Borgarholtsskóli hefur undanfarin ár starfrækt svokallað dreifnám þar sem fagfólk í upplýsinga- og fjölmiðlageiranum hefur fengið tækifæri til að bæta við menntun sína. "Okkur fannst hefðbundin fjarkennsla ekki sinna nemandanum nógu vel og þróuðum þess vegna dreifnámið, sem hefur gefið gríðarlega góða raun," segir Kristján. Dreifnámið fer þannig fram að kennt er með virkri fjarkennslu á netinu en auk þess koma nemendur í skólann einu sinni í mánuði til að vinna að verkefnum. Vikulega hittist hópurinn svo á spjallrás á netinu þar sem rætt er um námsefnið og þannig myndast samstaða og stemning í hópnum. Nýja námið sem boðið verður upp á í haust stendur nemendum til boða hvort sem þeir kjósa að stunda hefðbundinn dagskóla eða dreifnám. Nám Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Borgarholtsskóli hefur frá upphafi lagt áherslu á upplýsingatækni og meðal þess sem hefur verið í boði um skeið er nám í margmiðlunarhönnun á listnámsbraut og fjölmiðlatækninám á upplýsinga- og fjölmiðlabraut á verknámssviði. Nú hefur verið unnið að breytingum á námskrá skólans og í haust verður í fyrsta skipti boðið upp á námsleiðir þar sem listnámið og fjölmiðlatækninámið tvinnast saman. Nemendur sem innrita sig í margmiðlunarhönnun á listnámsbraut taka sameiginlegan kjarna í list- og fjölmiðlatæknigreinum en geta svo valið hvort þeir taka margmiðlunarkjörsvið, þar sem lögð er áhersla á fagurfræði og hönnun, eða fjölmiðlatæknikjörsvið þar sem tæknilega hliðin fær meira vægi. Um þriggja ára nám er að ræða, sem veitir nemendum góðan grunn fyrir áframhaldandi listnám og býr þá jafnframt undir störf á fjölmiðlum. Kristján Ari Arason, fagstjóri í fjölmiðlagreinum við Borgarholtsskóla, segir að samtvinnun listnáms og iðnnáms með þessum hætti miði að því að tengja námsbrautir og brjóta niður afmörkun milli greina. "Um áratugaskeið hefur verið gríðarlegt gap á milli verknáms annars vegar og bóknáms hins vegar og listnámið hefur staðið þarna til hliðar. Nú erum við að reyna að brúa þetta bil og gerum það með því að tengja saman þessar námsleiðir sem hafa svo marga snertifleti," segir Kristján og fullyrðir að með samtvinnuninni fái nemendur meira út úr náminu. "Það er ekki nóg að kunna bara á tæknina, maður þarf að skilja hverju maður er að miðla og að sama skapi þarf sá sem vill miðla einhverju að þekkja tæknina og þá möguleika sem hún gefur." Borgarholtsskóli hefur undanfarin ár starfrækt svokallað dreifnám þar sem fagfólk í upplýsinga- og fjölmiðlageiranum hefur fengið tækifæri til að bæta við menntun sína. "Okkur fannst hefðbundin fjarkennsla ekki sinna nemandanum nógu vel og þróuðum þess vegna dreifnámið, sem hefur gefið gríðarlega góða raun," segir Kristján. Dreifnámið fer þannig fram að kennt er með virkri fjarkennslu á netinu en auk þess koma nemendur í skólann einu sinni í mánuði til að vinna að verkefnum. Vikulega hittist hópurinn svo á spjallrás á netinu þar sem rætt er um námsefnið og þannig myndast samstaða og stemning í hópnum. Nýja námið sem boðið verður upp á í haust stendur nemendum til boða hvort sem þeir kjósa að stunda hefðbundinn dagskóla eða dreifnám.
Nám Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira