Vansköpuð borgarmynd 6. júní 2005 00:01 Þegar flogið er yfir Reykjavík á heiðríkum degi verður ekki hjá því komist að hugsa um tvennt; gullfallegar eyjar standa auðar á sundunum við Kollafjörð og gamall flugvöllur ristir í sundur verðmætasta byggingarland borgarinnar. Reykjavík er að mörgu leyti vansköpuð borg, illa skipulögð og hefur liðið óskaplega fyrir það á allra síðustu árum að miðja borgarinnar hefur færst yfir í önnur sveitarélög; miðborgin situr eftir sem alræmt úthverfi, mannlaus mestallan daginn en vaknar ófriðlega á kvöldin og ólmast fram eftir nóttu. Vandi flestra miðborgarsamfélaga í Evrópu er að þau vantar bakland. Íbúarnir eru horfnir til pollrólegra úthverfa og eftir stendur óleystur bílastæðavandi framan við dimmgráar skrifstofubyggingar. Og þegar bankastofnunum sleppir, ásamt ráðuneytum og einstaka sérverslunum ... er ekkert meira að sækja í miðborgina annað en stöðumælasektir á daginn, pizzur og pilsner á kvöldin, lífsháska að nóttu. Skipulagsmál verða að öllum líkindum helsta kosningamál borgarstjórnarkosninganna á næsta ári. Það er innan við ár til stefnu, svo sem eins og fimmtíu vikur í pólitík. Og þær líða hratt. Útspil sjálfstæðismanna í síðustu viku þar sem áhersla var lögð á landfyllingar á milli Örfiriseyjar og Akureyjar, ásamt íbúðabyggð í Engey, Viðey og Geldinganesi, hefur almennt hlotið jákvæðar undirtektir, þar á meðal í þessum dálki. Hugmyndir sjálfstæðismanna eru ekki síst þeirrar náttúru að kveikja í umræðunni um skipulagsmál í borginni, sem hefur verið stöðnuð og leiðinleg um langt árabil - og yfirmáta embættismannaleg. Gallinn við þessa hugmyndavinnu sjálfstæðismanna er að þeir þorðu ekki að taka skrefið til fulls og skófla Reykjavíkurflugvelli burt úr Vatnsmýrinni og rýma með því móti fyrir byggð beggja vegna við miðborgina. Reykjavíkurflugvöllur hefur verið helsta tabú umræðunnar um skipulagsmál í borginni um tveggja áratuga skeið. Athyglisvert hefur verið að fylgjast með stjórnmálamönnum allra flokka hverfa ofan í hálsmálið þegar vikið hefur verið að framtíð vallarins. Í þeim efnum hefur pólitískt þor verið af svo skornum skammti að líkja verður við pólitíska fælni. Fyrir vikið hefur verið gripið til skammtímalækninga á landsvæðinu í kringum völlinn á síðustu misserum; lækninga sem líkjast munu alvarlegu meini eftir nokkra áratugi þegar Reykvíkingar horfa á allar steypuskellurnar sem slett hefur verið á svæðið eins skjálfhentur múrari hafi stjórnað þar verki. Íslendingar hafa efni á því að færa Reykjavíkurflugvöll. Og segja má reyndar með sanni að Íslendingar skuldi höfuðborginni það að flytja völlinn úr verðmætasta byggingarlandi borgarinnar. Það eitt hefur vantað að sterkur stjórnmálamaður opnaði þverrrifuna og talaði hreint og beint út um framtíð þessa svæðis. Og loks hefur það gerst. Alfreð Þorsteinsson, oddviti framsóknarmanna í Reykjavík og eitt sterkasta límið í R-listasamstarfinu, kveður sér hljóðs á forsíðu Fréttablaðsins á föstudag og tekur af skarið: Alfreð vill flugvöllinn burt. Hann segir að landfylling undir nýjan Reykjavíkurflugvöll á Lönguskerjum í Skerjafirði geti kostað 10 til 20 milljarða króna en menn megi ekki láta þann kostnað vaxa sér í augum; sala lóða í Vatnsmýrinni geri gott betur en að hrökkva fyrir þeim kostnaði. Alfreð telur ástæðu til að skoða nánar tillögur Sjálfstæðisflokksins um eyjabyggð á sundunum en bendir hins vegar á að þau mál séu "ekki næsta stóra viðfangsefnið á sviði skipulagsmála í Reykjavík. Þar hlýtur Vatnsmýrin að koma á undan. Hvorki Sjálfstæðisflokkurinn né R-listinn geta skotið sér undan því að taka afstöðu um framtíð Reykjavíkurflugvallar." Svo mörg voru þau orð. Og mikið lifandi skelfing er þægilegt að vita til þess að alvarleg umræða er farin af stað um þetta efni. Hér fer saman skynsamlegt og arðsamt verkefni fyrir borgina og ríkið; sáttalausn sem íbúar Reykjavíkur og annarra byggðarlaga á landinu ættu að geta sætt sig fyllilega við. Stjórnmál á Íslandi snúast einna mest um þras. Táknmynd þeirra er tveggja manna tuð í sjónvarpssal; hnútukast á síðum dagblaðanna, fýluköst í opinskáum tímaritum. Löngu er orðið tímabært að stjórnmálaöfl sem vilja láta taka sig alvarlega taki höndum saman um framtíðarskipulag höfuðborgar Íslands. Miklu betur fer á því að fulltrúar Reykjavíkurlistans viðurkenni að hugmyndir sjálfstæðismanna um eyjabyggð eru bráðsnjallar en að muldra ofan í bringu sér einhvern ófögnuð um annarra manna frumkvæði. Og þá fer ekki síður vel á því að fulltrúar minnihlutans í Reykjavík grípi hugmynd Alfreðs Þorsteinssonar á lofti og fylgi henni eftir; þessar tvær hugmyndir - eyjabyggð og skerjavöllur - fara einstaklega vel saman ... og hlúa betur að miðborgarkjarnanum en nokkrar aðrar skipulagshugmyndir sem fram hafa komið á undanliðnum árum. Reykjavíkurflugvöllur verður aldrei starfræktur í Keflavík - og hvorki í Svínahrauni né Kapelluhrauni. Farþegaflug á milli byggðarlaga úti á landi og Reykjavíkur verður aldrei arðvænlegt nema móðurvöllurinn verði sem næst stjórnsýslunni í höfuðborginni. Þetta eru einföld sannindi sem hafa þvælst fyrir stjórnmálamönnum í alltof langan tíma. Það er tímabært að þétta byggðina allt í kringum miðborgina. Til þess þarf pólitískt þor og áræði - og löngu tímabæra samstöðu. Sjálfstæðisflokkurinn og Alfreð Þorsteinsson hafa boðið upp í dans. Fleiri þurfa að finna taktinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Sigmundur Ernir Rúnarsson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Þegar flogið er yfir Reykjavík á heiðríkum degi verður ekki hjá því komist að hugsa um tvennt; gullfallegar eyjar standa auðar á sundunum við Kollafjörð og gamall flugvöllur ristir í sundur verðmætasta byggingarland borgarinnar. Reykjavík er að mörgu leyti vansköpuð borg, illa skipulögð og hefur liðið óskaplega fyrir það á allra síðustu árum að miðja borgarinnar hefur færst yfir í önnur sveitarélög; miðborgin situr eftir sem alræmt úthverfi, mannlaus mestallan daginn en vaknar ófriðlega á kvöldin og ólmast fram eftir nóttu. Vandi flestra miðborgarsamfélaga í Evrópu er að þau vantar bakland. Íbúarnir eru horfnir til pollrólegra úthverfa og eftir stendur óleystur bílastæðavandi framan við dimmgráar skrifstofubyggingar. Og þegar bankastofnunum sleppir, ásamt ráðuneytum og einstaka sérverslunum ... er ekkert meira að sækja í miðborgina annað en stöðumælasektir á daginn, pizzur og pilsner á kvöldin, lífsháska að nóttu. Skipulagsmál verða að öllum líkindum helsta kosningamál borgarstjórnarkosninganna á næsta ári. Það er innan við ár til stefnu, svo sem eins og fimmtíu vikur í pólitík. Og þær líða hratt. Útspil sjálfstæðismanna í síðustu viku þar sem áhersla var lögð á landfyllingar á milli Örfiriseyjar og Akureyjar, ásamt íbúðabyggð í Engey, Viðey og Geldinganesi, hefur almennt hlotið jákvæðar undirtektir, þar á meðal í þessum dálki. Hugmyndir sjálfstæðismanna eru ekki síst þeirrar náttúru að kveikja í umræðunni um skipulagsmál í borginni, sem hefur verið stöðnuð og leiðinleg um langt árabil - og yfirmáta embættismannaleg. Gallinn við þessa hugmyndavinnu sjálfstæðismanna er að þeir þorðu ekki að taka skrefið til fulls og skófla Reykjavíkurflugvelli burt úr Vatnsmýrinni og rýma með því móti fyrir byggð beggja vegna við miðborgina. Reykjavíkurflugvöllur hefur verið helsta tabú umræðunnar um skipulagsmál í borginni um tveggja áratuga skeið. Athyglisvert hefur verið að fylgjast með stjórnmálamönnum allra flokka hverfa ofan í hálsmálið þegar vikið hefur verið að framtíð vallarins. Í þeim efnum hefur pólitískt þor verið af svo skornum skammti að líkja verður við pólitíska fælni. Fyrir vikið hefur verið gripið til skammtímalækninga á landsvæðinu í kringum völlinn á síðustu misserum; lækninga sem líkjast munu alvarlegu meini eftir nokkra áratugi þegar Reykvíkingar horfa á allar steypuskellurnar sem slett hefur verið á svæðið eins skjálfhentur múrari hafi stjórnað þar verki. Íslendingar hafa efni á því að færa Reykjavíkurflugvöll. Og segja má reyndar með sanni að Íslendingar skuldi höfuðborginni það að flytja völlinn úr verðmætasta byggingarlandi borgarinnar. Það eitt hefur vantað að sterkur stjórnmálamaður opnaði þverrrifuna og talaði hreint og beint út um framtíð þessa svæðis. Og loks hefur það gerst. Alfreð Þorsteinsson, oddviti framsóknarmanna í Reykjavík og eitt sterkasta límið í R-listasamstarfinu, kveður sér hljóðs á forsíðu Fréttablaðsins á föstudag og tekur af skarið: Alfreð vill flugvöllinn burt. Hann segir að landfylling undir nýjan Reykjavíkurflugvöll á Lönguskerjum í Skerjafirði geti kostað 10 til 20 milljarða króna en menn megi ekki láta þann kostnað vaxa sér í augum; sala lóða í Vatnsmýrinni geri gott betur en að hrökkva fyrir þeim kostnaði. Alfreð telur ástæðu til að skoða nánar tillögur Sjálfstæðisflokksins um eyjabyggð á sundunum en bendir hins vegar á að þau mál séu "ekki næsta stóra viðfangsefnið á sviði skipulagsmála í Reykjavík. Þar hlýtur Vatnsmýrin að koma á undan. Hvorki Sjálfstæðisflokkurinn né R-listinn geta skotið sér undan því að taka afstöðu um framtíð Reykjavíkurflugvallar." Svo mörg voru þau orð. Og mikið lifandi skelfing er þægilegt að vita til þess að alvarleg umræða er farin af stað um þetta efni. Hér fer saman skynsamlegt og arðsamt verkefni fyrir borgina og ríkið; sáttalausn sem íbúar Reykjavíkur og annarra byggðarlaga á landinu ættu að geta sætt sig fyllilega við. Stjórnmál á Íslandi snúast einna mest um þras. Táknmynd þeirra er tveggja manna tuð í sjónvarpssal; hnútukast á síðum dagblaðanna, fýluköst í opinskáum tímaritum. Löngu er orðið tímabært að stjórnmálaöfl sem vilja láta taka sig alvarlega taki höndum saman um framtíðarskipulag höfuðborgar Íslands. Miklu betur fer á því að fulltrúar Reykjavíkurlistans viðurkenni að hugmyndir sjálfstæðismanna um eyjabyggð eru bráðsnjallar en að muldra ofan í bringu sér einhvern ófögnuð um annarra manna frumkvæði. Og þá fer ekki síður vel á því að fulltrúar minnihlutans í Reykjavík grípi hugmynd Alfreðs Þorsteinssonar á lofti og fylgi henni eftir; þessar tvær hugmyndir - eyjabyggð og skerjavöllur - fara einstaklega vel saman ... og hlúa betur að miðborgarkjarnanum en nokkrar aðrar skipulagshugmyndir sem fram hafa komið á undanliðnum árum. Reykjavíkurflugvöllur verður aldrei starfræktur í Keflavík - og hvorki í Svínahrauni né Kapelluhrauni. Farþegaflug á milli byggðarlaga úti á landi og Reykjavíkur verður aldrei arðvænlegt nema móðurvöllurinn verði sem næst stjórnsýslunni í höfuðborginni. Þetta eru einföld sannindi sem hafa þvælst fyrir stjórnmálamönnum í alltof langan tíma. Það er tímabært að þétta byggðina allt í kringum miðborgina. Til þess þarf pólitískt þor og áræði - og löngu tímabæra samstöðu. Sjálfstæðisflokkurinn og Alfreð Þorsteinsson hafa boðið upp í dans. Fleiri þurfa að finna taktinn.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun