Ef þú ert svangur... en samt ekki 15. júlí 2005 00:01 Gunnar Karl Gíslason yfirmatreiðslumaður segir að stefnan sé að bjóða upp á allt í senn, stílhreint og afslappað umhverfi og flottan en frjálslegan matseðil. "Við skilgreinum okkur sem skandinavískt bistro og tilgangurinn er að höfða til breiðs hóps. Hér erum við með hádegis- og kvöldmatseðil og mikið úrval af smáréttum," segir Gunnar og bendir á yfirskrift smáréttanna: "Svangur... en samt ekki...." sem er ástand sem margir kannast við. Á matseðlinum kennir ýmissa grasa en ásamt léttu og skemmtilegu smáréttunum svífur rammíslenskur andi yfir vötnum og meðal annars er hægt að panta sér lambaskanka, salkjöt, þorsk, skyr, rjóma og rabarbara. "Við reynum að hafa þetta sem fjölbreyttast og finnum að það höfðar til fólks. Brasseraðir lambaskankar eru til dæmis alltaf klassískir.Hvernig eru þeir matreiddir? Þeir eru brúnaðir í ofni og settir í pott með miklu grænmeti og kryddjurtum. Þetta fær svo að malla í um það bil fimm tíma. Þá er vökvinn sigtaður frá og soðið oní kjarnann og soðið bakað upp með smjöri. Þá fer kjötið út í ásamt gróft skornu rótargrænmetinu og þetta er svo borið fram á kartöflumús með stökkum gljáðum kartöflum og miklu dilli. Þetta er alveg dásamlegur réttur," segir Gunnar brosandi. Þeim á B5 finnst líka gaman að geta boðið upp á saltkjöt, skyr, rjóma og rabarbara, svo eitthvað sé nefnt, enda hefur matseðillinn mælst vel fyrir, bæði hjá útlendum og innfæddum. "Þetta á að vera huggulegt og ljúft, starfsfólkið er frjálslegt og "casual" og maturinn í stíl við það."Lambaskankinn er borinn fram með gljáðum kartöflum og miklu dilliPáll BergmannSmáréttir fyrir þá sem eru svangir.... en samt ekki...Páll Bergmann Matur Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið
Gunnar Karl Gíslason yfirmatreiðslumaður segir að stefnan sé að bjóða upp á allt í senn, stílhreint og afslappað umhverfi og flottan en frjálslegan matseðil. "Við skilgreinum okkur sem skandinavískt bistro og tilgangurinn er að höfða til breiðs hóps. Hér erum við með hádegis- og kvöldmatseðil og mikið úrval af smáréttum," segir Gunnar og bendir á yfirskrift smáréttanna: "Svangur... en samt ekki...." sem er ástand sem margir kannast við. Á matseðlinum kennir ýmissa grasa en ásamt léttu og skemmtilegu smáréttunum svífur rammíslenskur andi yfir vötnum og meðal annars er hægt að panta sér lambaskanka, salkjöt, þorsk, skyr, rjóma og rabarbara. "Við reynum að hafa þetta sem fjölbreyttast og finnum að það höfðar til fólks. Brasseraðir lambaskankar eru til dæmis alltaf klassískir.Hvernig eru þeir matreiddir? Þeir eru brúnaðir í ofni og settir í pott með miklu grænmeti og kryddjurtum. Þetta fær svo að malla í um það bil fimm tíma. Þá er vökvinn sigtaður frá og soðið oní kjarnann og soðið bakað upp með smjöri. Þá fer kjötið út í ásamt gróft skornu rótargrænmetinu og þetta er svo borið fram á kartöflumús með stökkum gljáðum kartöflum og miklu dilli. Þetta er alveg dásamlegur réttur," segir Gunnar brosandi. Þeim á B5 finnst líka gaman að geta boðið upp á saltkjöt, skyr, rjóma og rabarbara, svo eitthvað sé nefnt, enda hefur matseðillinn mælst vel fyrir, bæði hjá útlendum og innfæddum. "Þetta á að vera huggulegt og ljúft, starfsfólkið er frjálslegt og "casual" og maturinn í stíl við það."Lambaskankinn er borinn fram með gljáðum kartöflum og miklu dilliPáll BergmannSmáréttir fyrir þá sem eru svangir.... en samt ekki...Páll Bergmann
Matur Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið