Lífið

Leitin að næstu Idol-stjörnu Íslands hafin

Leitin að næstu Idol-stjörnu Íslands er hafin en fyrst þáttur Idol Stjörnuleitar 3 var sýndur á Stöð 2 í kvöld. 

Viðtökur fóru langt fram úr björtustu vonum en yfir 1.400 manns skráðu sig til leiks. Áheyrnarpróf fóru fram í Reykjavík, Akureyri og Egilsstöðum. Um hundrað manna hópur var síðan valinn til að koma í Salinn í Kópavogi til að freista þess að komast í 32 manna úrslit á Nasa, þar sem þjóðin velur þá 12 sem keppa um titilinn Idol-stjarna Íslands árið 2006 í Smáralind. 

Dómnefndina í Idol-Stjörnuleit skipa þau Bubbi, Sigga Beinteins, Einar Bárðar og Páll Óskar. Að sögn forsvarsmanna Stöðvar 2 verður Idol-Stjörnuleitin í ár sú stærsta og vandaðasta til þessa. Hægt er að horfa á upptökur af IDOL-þáttunum hér á Vísi-VefTV strax að útsendingu lokinni. 

Athugið að notendur þurfa að skrá sig inn á VefTV og kaupa aðgang að þáttunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.