Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 23. desember 2024 16:01 Dion Duff, Georg Leite, Hilmar Gunnarsson og Jökull Júlíusson héldu Rauð jól saman. Mynd/Jón Ragnar Jökull Júlíusson í Kaleo heldur í þá hefð að eyða jólunum alltaf á Íslandi. Hann stóð fyrir góðgerðarviðburðinum Rauðu jólin í Hlégarði, Mosfellsbæ síðastliðinn fimmtudag. Hugmyndin að Rauðu Jólunum spratt upp út frá frá jólaboði sem Jökull hefur haldið árlega með fjölskyldu sinni og nánustu vinum. „Ég hef haldið í það að vera á Íslandi um jólin. Verandi á ferðinni stóran hluta ársins, þá er svo mikilvægt að koma fólki saman í þægilegu umhverfi og gera eitthvað skemmtilegt. Svo þróast þessi árlegi hittingur í Rauðu Jólin, þar sem markmiðið er að gefa til baka og nýta þennan mikilvæga tíma með sínu fólki,“ segir Jökull. Markmið Rauðu jólanna er að safna fyrir góðum málstað og í ár rennur allur ágóði til Krabbameinsfélags Íslands. Haldið var uppboð og veglegir hlutir frá styrktaraðilum voru boðnir út. „Í ár vorum við með frábæra styrktaraðila. Við buðum upp á fljótandi veigar úr nýja samstarfi mínu við vínfélagið Maison Wessman og við Kalda. Þráinn stjörnukokkur á ÓX og Sumac sá um matinn fyrir gesti. Aðalatriðið var svo uppboð sem var stútfullt af frábærum hlutum frá styrktaraðilum og söfnuðum við dágóðri upphæð þar. Auk þess fer allur ágóði af miðasölu og barnum til Krabbameinsfélagsins líka. Allt þetta kemur frá löngum lista styrktaraðila sem við erum hrikalega þakklát fyrir,“ segir Jökull og bætir við að það sé mikilvægt að hafa þetta létt og heimilislegt. Glæsilega parið Jökull og Thelma fyrir miðju ásamt fjölskyldu.Aðsend „Við viljum ekki hafa þetta stíft, við vorum því með sérstök verðlaun fyrir ljótustu jólapeysuna. Jólapeysan er hefð sem ég rígheld í, þó ég sé spurður á hverju ári hvort þetta sé grín.“ Ýmsir skemmtikraftar stigu á stokk og má meðal annars nefna Elínu Ey og Júníus Meyvant, ásamt Jökli sjálfum. „Þetta var frábært kvöld og hlökkum við mikið til að taka þetta enn þá lengra á næsta ári. Sérstakar þakkir á Hlégarð, Mosfelling og Hilmar Gunnarsson fyrir aðstöðuna í Hlégarði og umgjörð,“ segir Jökull að lokum. Hér má sjá myndir frá viðburðinum: Jólapeysurnar fengu að njóta sín!Aðsend Flottir með hattana.Aðsend Jökull tók vel valin lög.Aðsend Jólapeysustrákar.Aðsend Rauði liturinn var ríkjandi.Aðsend Forsvarsmenn Rauðu jólanna léku listir sínar á sviði.Aðsend Elín Ey tók lagið og er hér ásamt Anaïs Barthe.Aðsend Glæsilegar með jólasveinahúfu.Aðsend Mikil gleði og mjög smart jólapeysur!Aðsend Jökull og Júníus Meyvant.Aðsend Jólapeysan er alltaf ákveðin stemningsflík.Aðsend Hjörleifur Davíðsson og Elínborg.Aðsend Kaleo húðflúr!Aðsend Jökull og Júníus í jólagírnum!Aðsend Garðar og Fanney í jólagír.Aðsend Jóla jóla.Aðsend Hundurinn Ceasar var í góðu stuði.Aðsend Hjónin Georg hjá Kalda og Anaïs Barthe rokkuðu alvöru jólapeysur!Aðsend Samkvæmislífið Jól Kaleo Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Sjá meira
Hugmyndin að Rauðu Jólunum spratt upp út frá frá jólaboði sem Jökull hefur haldið árlega með fjölskyldu sinni og nánustu vinum. „Ég hef haldið í það að vera á Íslandi um jólin. Verandi á ferðinni stóran hluta ársins, þá er svo mikilvægt að koma fólki saman í þægilegu umhverfi og gera eitthvað skemmtilegt. Svo þróast þessi árlegi hittingur í Rauðu Jólin, þar sem markmiðið er að gefa til baka og nýta þennan mikilvæga tíma með sínu fólki,“ segir Jökull. Markmið Rauðu jólanna er að safna fyrir góðum málstað og í ár rennur allur ágóði til Krabbameinsfélags Íslands. Haldið var uppboð og veglegir hlutir frá styrktaraðilum voru boðnir út. „Í ár vorum við með frábæra styrktaraðila. Við buðum upp á fljótandi veigar úr nýja samstarfi mínu við vínfélagið Maison Wessman og við Kalda. Þráinn stjörnukokkur á ÓX og Sumac sá um matinn fyrir gesti. Aðalatriðið var svo uppboð sem var stútfullt af frábærum hlutum frá styrktaraðilum og söfnuðum við dágóðri upphæð þar. Auk þess fer allur ágóði af miðasölu og barnum til Krabbameinsfélagsins líka. Allt þetta kemur frá löngum lista styrktaraðila sem við erum hrikalega þakklát fyrir,“ segir Jökull og bætir við að það sé mikilvægt að hafa þetta létt og heimilislegt. Glæsilega parið Jökull og Thelma fyrir miðju ásamt fjölskyldu.Aðsend „Við viljum ekki hafa þetta stíft, við vorum því með sérstök verðlaun fyrir ljótustu jólapeysuna. Jólapeysan er hefð sem ég rígheld í, þó ég sé spurður á hverju ári hvort þetta sé grín.“ Ýmsir skemmtikraftar stigu á stokk og má meðal annars nefna Elínu Ey og Júníus Meyvant, ásamt Jökli sjálfum. „Þetta var frábært kvöld og hlökkum við mikið til að taka þetta enn þá lengra á næsta ári. Sérstakar þakkir á Hlégarð, Mosfelling og Hilmar Gunnarsson fyrir aðstöðuna í Hlégarði og umgjörð,“ segir Jökull að lokum. Hér má sjá myndir frá viðburðinum: Jólapeysurnar fengu að njóta sín!Aðsend Flottir með hattana.Aðsend Jökull tók vel valin lög.Aðsend Jólapeysustrákar.Aðsend Rauði liturinn var ríkjandi.Aðsend Forsvarsmenn Rauðu jólanna léku listir sínar á sviði.Aðsend Elín Ey tók lagið og er hér ásamt Anaïs Barthe.Aðsend Glæsilegar með jólasveinahúfu.Aðsend Mikil gleði og mjög smart jólapeysur!Aðsend Jökull og Júníus Meyvant.Aðsend Jólapeysan er alltaf ákveðin stemningsflík.Aðsend Hjörleifur Davíðsson og Elínborg.Aðsend Kaleo húðflúr!Aðsend Jökull og Júníus í jólagírnum!Aðsend Garðar og Fanney í jólagír.Aðsend Jóla jóla.Aðsend Hundurinn Ceasar var í góðu stuði.Aðsend Hjónin Georg hjá Kalda og Anaïs Barthe rokkuðu alvöru jólapeysur!Aðsend
Samkvæmislífið Jól Kaleo Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Sjá meira